Haukur Helgi Pálsson skoraði 6 stig, tók 6 fráköst og gaf 2 stoðsendingar í sex stiga tapi Nanterre á Cholet eftir framlengingu.
Nanterre heimsótti Cholet en liðin eru á sitt hvorum enda deildarinnar, Nanterre í toppbaráttu á meðan Cholet er í bullandi fallbaráttu.
Nanterre byrjaði af krafti og leiddi eftir fyrsta leikhluta 26-19. Annar leikhluti var hins vegar skelfilegur hjá Nanterre en þeir töpuðu honum 25-9. Cholet leiddi því með níu stigum í hálfleik.
Nanterre voru ívið sterkari í seinni hálfleik en Cholet náði alltaf að halda forystunni. Það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem Nanterre komst yfir, en forystan varði ekki lengi.
Svo fór að eftir fjóra leikhluta, var staðan 77-77 og þurfti því að framlengja.
Cholet byrjaði framlenginguna af krafti og komst snemma níu stigum yfir. Forystuna héldu þeir út framlenginguna og unnu þeir að lokum sex stiga sigur, 98-92.
Haukur skoraði sex stig í sex stiga tapi
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar

Mest lesið





„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn