LeBron James og Lonzo Ball skullu aftur til jarðar í slæmu tapi Lakers í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2018 07:30 LeBron James. Vísir/Getty LeBron James og Lonzo Ball voru ekki alveg í sama þrennustuði í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og nóttina á undan þegar þeir urðu fyrstu liðsfélagararnir í ellefu ár til að bjóða upp á þrennu. Ben Simmons var aftur á móti með glæsilega þrennu í útisigri Philadelphia 76ers og topplið Toronto Raptors tapaði öðrum leiknum í röð. Dallas Mavericks tapaði á heimavelli í endurkomu Dirk Nowitzki. John Wall átti frábæran leik þegar Washington Wizards vann stórsigur á Los Angeles Lakers 128-110. Wall endaði með 40 stig og 14 stoðsendingar en LeBron James var aftur á móti langt frá sínu besta. Bradley Beal skoraði 25 stig og tók 12 fráköst fyrir Wizards og þeir Jeff Green og Sam Dekker voru báðir með 20 stig. Daginn eftir að LeBron James og voru báðir með þrennu, skoraði LeBron James aðeins 13 stig, tók 6 fráköst og gaf bara 3 stoðsendingar. James hefur ekki skorað minna í einum leik á leiktíðinni. Ball var með 10 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar.Denver Nuggets vann topplið deildarinnar, Toronto Raptors, en það vantaði öfluga leikmenn í bæði lið. Ekki þó þeirra bestu menn, Nikola Jokic hjá Denver og Kawhi Leonard hjá Toronto. Nikola Jokic skoraði 26 stig í þessum 95-86 sigri Denver Nuggets á Toronto Raptors. Jamal Murray var með 15 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Toronto var 70-57 yfir í þriðja leikhluta en Denver liðið náði þá 23-2 spretti og lagði grunninn að sínum tíunda sigri í síðustu tólf leikjum. Kawhi Leonard skoraði mest fyrir Toronto eða 29 stig auk 14 frákasta. Fyrir vikið er Denver Nuggets aðeins á undan Golden State Warriors í baráttunni um efsta sætið í Vesturdeildinni. Toronto Raptors er áfram á toppnum í Austurdeildinni og með besta árangurinn í deildinni en þetta var samt annað tap liðsins í röð.Ben Simmons var með 22 stig, 11 fráköst og 14 stoðsendingar þegar lið hans Philadelphia 76ers vann 128-105 stórsigur á Cleveland Cavaliers á útivelli. Joel Embiid bætti við 24 stigum og Jimmy Butler skoraði 19 stig í endurkomu sinni eftir tveggja leikja fjarveru vegna meiðsla. 76ers liðið tapaði báðum leikjunum án Butler. Simmons setti met með því að vera yngsti leikmaður sögunnar sem skorar 20 stig, tekur 10 fráköst og gefur 10 stoðsendingar í leik án þess að tapa einum einasta bolta.Ben Simmons (22p/11r/14a) becomes youngest in @NBAHistory with 20+ PTS, 10+ REB, 10+ AST, 0 TOs. Previous youngest was Grant Hill (23 years, 58 days) with 24p/13r/11a in a @DetroitPistons win on Dec. 2, 1995. pic.twitter.com/uuQgaN7Sye — NBA.com/Stats (@nbastats) December 17, 2018Josh Richardson skoraði 22 stig og var með 19 stig þegar Miami Heat vann 102-96 útisigur á New Orleans Pelicans. Hassan Whiteside bætti við 17 stigum og 12 fráköstum en hjá Pelíkönunum var Anthony Davis atkvæðamestur með 27 stig, 12 fráköst, 3 varin skot og 3 stolna bolta.Dirk Nowitzki snéri aftur í lið og lék sinn fyrsta leik á tímabilinu. Dallas Mavericks náði ekki að nýta sér það og tapaði 120-113 á móti Sacramento Kings. Buddy Hield og De’Aaron Fox skoruðu báðir 28 stig fyrir Kings liðið sem endaði þarna ellefu leikja sigurgöngu Dallas á heimavelli. Nowitzki missti af fyrstu 26 leikjum tímabilsins eftir að hafa verið að jafna sig eftir aðgerð á ökkla. Þýska goðsögnin var með 3 stig á 8 mínútum í nótt en nýliðinn Luka Doncic var atkvæðamestur hjá Dallas með 28 stig og 9 stoðsendingar.Úrslitin í öllum leikjum NBA í nótt: Denver Nuggets - Toronto Raptors 95-86 Dallas Mavericks - Sacramento Kings 113-120 New Orleans Pelicans - Miami Heat 96-102 Washington Wizards - Los Angeles Lakers 128-110 Indiana Pacers - New York Knicks 110-99 Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 105-128 Brooklyn Nets - Atlanta Hawks 144-127 NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna „Níutíuogníu prósent fólks skorar aldrei eina svona körfu, Ja Morant gerði tvær“ „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Sjá meira
LeBron James og Lonzo Ball voru ekki alveg í sama þrennustuði í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og nóttina á undan þegar þeir urðu fyrstu liðsfélagararnir í ellefu ár til að bjóða upp á þrennu. Ben Simmons var aftur á móti með glæsilega þrennu í útisigri Philadelphia 76ers og topplið Toronto Raptors tapaði öðrum leiknum í röð. Dallas Mavericks tapaði á heimavelli í endurkomu Dirk Nowitzki. John Wall átti frábæran leik þegar Washington Wizards vann stórsigur á Los Angeles Lakers 128-110. Wall endaði með 40 stig og 14 stoðsendingar en LeBron James var aftur á móti langt frá sínu besta. Bradley Beal skoraði 25 stig og tók 12 fráköst fyrir Wizards og þeir Jeff Green og Sam Dekker voru báðir með 20 stig. Daginn eftir að LeBron James og voru báðir með þrennu, skoraði LeBron James aðeins 13 stig, tók 6 fráköst og gaf bara 3 stoðsendingar. James hefur ekki skorað minna í einum leik á leiktíðinni. Ball var með 10 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar.Denver Nuggets vann topplið deildarinnar, Toronto Raptors, en það vantaði öfluga leikmenn í bæði lið. Ekki þó þeirra bestu menn, Nikola Jokic hjá Denver og Kawhi Leonard hjá Toronto. Nikola Jokic skoraði 26 stig í þessum 95-86 sigri Denver Nuggets á Toronto Raptors. Jamal Murray var með 15 af 19 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Toronto var 70-57 yfir í þriðja leikhluta en Denver liðið náði þá 23-2 spretti og lagði grunninn að sínum tíunda sigri í síðustu tólf leikjum. Kawhi Leonard skoraði mest fyrir Toronto eða 29 stig auk 14 frákasta. Fyrir vikið er Denver Nuggets aðeins á undan Golden State Warriors í baráttunni um efsta sætið í Vesturdeildinni. Toronto Raptors er áfram á toppnum í Austurdeildinni og með besta árangurinn í deildinni en þetta var samt annað tap liðsins í röð.Ben Simmons var með 22 stig, 11 fráköst og 14 stoðsendingar þegar lið hans Philadelphia 76ers vann 128-105 stórsigur á Cleveland Cavaliers á útivelli. Joel Embiid bætti við 24 stigum og Jimmy Butler skoraði 19 stig í endurkomu sinni eftir tveggja leikja fjarveru vegna meiðsla. 76ers liðið tapaði báðum leikjunum án Butler. Simmons setti met með því að vera yngsti leikmaður sögunnar sem skorar 20 stig, tekur 10 fráköst og gefur 10 stoðsendingar í leik án þess að tapa einum einasta bolta.Ben Simmons (22p/11r/14a) becomes youngest in @NBAHistory with 20+ PTS, 10+ REB, 10+ AST, 0 TOs. Previous youngest was Grant Hill (23 years, 58 days) with 24p/13r/11a in a @DetroitPistons win on Dec. 2, 1995. pic.twitter.com/uuQgaN7Sye — NBA.com/Stats (@nbastats) December 17, 2018Josh Richardson skoraði 22 stig og var með 19 stig þegar Miami Heat vann 102-96 útisigur á New Orleans Pelicans. Hassan Whiteside bætti við 17 stigum og 12 fráköstum en hjá Pelíkönunum var Anthony Davis atkvæðamestur með 27 stig, 12 fráköst, 3 varin skot og 3 stolna bolta.Dirk Nowitzki snéri aftur í lið og lék sinn fyrsta leik á tímabilinu. Dallas Mavericks náði ekki að nýta sér það og tapaði 120-113 á móti Sacramento Kings. Buddy Hield og De’Aaron Fox skoruðu báðir 28 stig fyrir Kings liðið sem endaði þarna ellefu leikja sigurgöngu Dallas á heimavelli. Nowitzki missti af fyrstu 26 leikjum tímabilsins eftir að hafa verið að jafna sig eftir aðgerð á ökkla. Þýska goðsögnin var með 3 stig á 8 mínútum í nótt en nýliðinn Luka Doncic var atkvæðamestur hjá Dallas með 28 stig og 9 stoðsendingar.Úrslitin í öllum leikjum NBA í nótt: Denver Nuggets - Toronto Raptors 95-86 Dallas Mavericks - Sacramento Kings 113-120 New Orleans Pelicans - Miami Heat 96-102 Washington Wizards - Los Angeles Lakers 128-110 Indiana Pacers - New York Knicks 110-99 Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 105-128 Brooklyn Nets - Atlanta Hawks 144-127
NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna „Níutíuogníu prósent fólks skorar aldrei eina svona körfu, Ja Morant gerði tvær“ „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Sjá meira