Sara: Gott að vera komin aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2018 09:00 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir ánægð í mótslok. Mynd/Instagram/sarasigmunds Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. Þetta var endurkoma fyrir Söru eftir að hún lenti í því að rifbeinsbrotna í miðri keppni á heimsleikunum í ágúst og varð þá að hætta keppni. Meiðslin voru mikil vonbrigði fyrir okkar konu enda hafði hún líklega aldrei verið í betra formi eða meira tilbúin að ná alla leið á heimsleikunum. Mótið í Dúbaí var góð prófraun á stöðu Söru eftir meiðslin og það er óhætt að segja að hún hafi staðið það próf með glans þótt að ekki hafi hún náð gullinu að þessu sinni. Sara endaði með 805 stig eða aðeins sex stigum frá öðru sætinu (Jamie Greene) og bara tólf stigum frá efstu konu sem var Samantha Briggs. Sara var að vinna á þær í lokin og náði sem dæmi í 190 stig af 200 mögulegum í síðustu tveimur greinunum. Það vantaði kannski bara eina grein í viðbót til að ná efsta sætinu. Í boði var sæti á heimsleikunum en Sara þarf nú að fara í gegnum undankeppnina til að komast aftur til Madison. Sara var mjög ánægð með endurkomuna og birti mynd af sér skælbrosandi á Instagram. „Gott að vera komin aftur,“ skrifaði Sara undir myndina af sér með verðlaunapeninginn og bikarinn sem hún fékk fyrir að ná þriðja sætinu. Sara er með 1,3 milljón fylgendur á Instagram og þeir hafa keppst við að líka við myndina og senda henni góðar kveðjur. Sara er þegar komin með yfir 83 þúsund hjörtu (like) við myndina eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramWow it is good to be back . .. ... @dxbfitnesschamp A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Dec 15, 2018 at 6:13pm PST CrossFit Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Sjá meira
Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. Þetta var endurkoma fyrir Söru eftir að hún lenti í því að rifbeinsbrotna í miðri keppni á heimsleikunum í ágúst og varð þá að hætta keppni. Meiðslin voru mikil vonbrigði fyrir okkar konu enda hafði hún líklega aldrei verið í betra formi eða meira tilbúin að ná alla leið á heimsleikunum. Mótið í Dúbaí var góð prófraun á stöðu Söru eftir meiðslin og það er óhætt að segja að hún hafi staðið það próf með glans þótt að ekki hafi hún náð gullinu að þessu sinni. Sara endaði með 805 stig eða aðeins sex stigum frá öðru sætinu (Jamie Greene) og bara tólf stigum frá efstu konu sem var Samantha Briggs. Sara var að vinna á þær í lokin og náði sem dæmi í 190 stig af 200 mögulegum í síðustu tveimur greinunum. Það vantaði kannski bara eina grein í viðbót til að ná efsta sætinu. Í boði var sæti á heimsleikunum en Sara þarf nú að fara í gegnum undankeppnina til að komast aftur til Madison. Sara var mjög ánægð með endurkomuna og birti mynd af sér skælbrosandi á Instagram. „Gott að vera komin aftur,“ skrifaði Sara undir myndina af sér með verðlaunapeninginn og bikarinn sem hún fékk fyrir að ná þriðja sætinu. Sara er með 1,3 milljón fylgendur á Instagram og þeir hafa keppst við að líka við myndina og senda henni góðar kveðjur. Sara er þegar komin með yfir 83 þúsund hjörtu (like) við myndina eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramWow it is good to be back . .. ... @dxbfitnesschamp A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Dec 15, 2018 at 6:13pm PST
CrossFit Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Sjá meira