Innri og ytri fegurð Úrsúla Jünemann skrifar 18. desember 2018 07:00 Hversu miklu máli skiptir útlit fólks í okkar þjóðfélagi? Ég held að það hafi talsverð áhrif á mat okkar hvernig við erum klædd, greidd, klippt og snyrt. Það byrjar þegar á ungum árum. Krakkar eru í hættu að verða lagðir í einelti ef þeir eru „öðruvísi“ í sínum klæðaburði, tolla ekki í tískunni. Nýlega var einum þingmanni mikið hjartans mál að ræða klæðaburð starfsbræðra sína, hvort það væri í lagi að menn kæmu í gallabuxum og án bindis. Sjálfstæðismaðurinn Ásmundur Friðriksson vildi ganga svo langt að álit á störfum Alþingis myndi dala ef menn myndu ekki halda í gamlar hefðir í klæðaburði. Hvað gengur manninum eiginlega til að tala um þetta í pontu þegar frekar þarf að ræða og afgreiða mörg mikilvæg mál? Það er stundum talað um innri og ytri fegurð. Menn sem eru til fara eins og klipptir út úr nýjasta tískublaði geta samt verið ljótir að innan: Spilltir, sjálfselskir, svikulir, lygnir, falskir og undirförulir. Það voru snyrtilega klæddir menn sem sátu að sumbli á bar í vinnutímanum og töluðu illa um samstarfsfólkið sitt. Þeir voru í jakka og með bindi þegar þeir sniðgengu fundarboð, þeir læðast meðfram veggjum og vona að fólkið sé fljótt að gleyma. Þeir taka ekki í mál að axla ábyrgð á eigin gerðum og segja af sér. Þeir stefna jafnvel að því að fara í mál við konu sem var svo hugrökk að segja frá. Ég vil frekar fá menn á þing sem eru án bindis en í bindindi, eru edrú í vinnutímanum og vinna sitt starf í þágu þjóðarinnar án þess að ota sínum tota. Ég vil sjá alþingismenn sem sinna starfinu sínu af alúð og festu, þykir vænt um alla þjóðfélagshópa og sjá til þess að allir fái að njóta sín. Menn sem setja almannahagsmuni ofar sínum eigin hagsmunum eða vildarvina sinna. Svona þingmenn myndu geisla af innri fegurð og væru sennilega vísir til þess að færa álit Alþingis á hærra plan. Þeir mættu mín vegna mæta til starfa klæddir í gamla kartöflupoka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Hversu miklu máli skiptir útlit fólks í okkar þjóðfélagi? Ég held að það hafi talsverð áhrif á mat okkar hvernig við erum klædd, greidd, klippt og snyrt. Það byrjar þegar á ungum árum. Krakkar eru í hættu að verða lagðir í einelti ef þeir eru „öðruvísi“ í sínum klæðaburði, tolla ekki í tískunni. Nýlega var einum þingmanni mikið hjartans mál að ræða klæðaburð starfsbræðra sína, hvort það væri í lagi að menn kæmu í gallabuxum og án bindis. Sjálfstæðismaðurinn Ásmundur Friðriksson vildi ganga svo langt að álit á störfum Alþingis myndi dala ef menn myndu ekki halda í gamlar hefðir í klæðaburði. Hvað gengur manninum eiginlega til að tala um þetta í pontu þegar frekar þarf að ræða og afgreiða mörg mikilvæg mál? Það er stundum talað um innri og ytri fegurð. Menn sem eru til fara eins og klipptir út úr nýjasta tískublaði geta samt verið ljótir að innan: Spilltir, sjálfselskir, svikulir, lygnir, falskir og undirförulir. Það voru snyrtilega klæddir menn sem sátu að sumbli á bar í vinnutímanum og töluðu illa um samstarfsfólkið sitt. Þeir voru í jakka og með bindi þegar þeir sniðgengu fundarboð, þeir læðast meðfram veggjum og vona að fólkið sé fljótt að gleyma. Þeir taka ekki í mál að axla ábyrgð á eigin gerðum og segja af sér. Þeir stefna jafnvel að því að fara í mál við konu sem var svo hugrökk að segja frá. Ég vil frekar fá menn á þing sem eru án bindis en í bindindi, eru edrú í vinnutímanum og vinna sitt starf í þágu þjóðarinnar án þess að ota sínum tota. Ég vil sjá alþingismenn sem sinna starfinu sínu af alúð og festu, þykir vænt um alla þjóðfélagshópa og sjá til þess að allir fái að njóta sín. Menn sem setja almannahagsmuni ofar sínum eigin hagsmunum eða vildarvina sinna. Svona þingmenn myndu geisla af innri fegurð og væru sennilega vísir til þess að færa álit Alþingis á hærra plan. Þeir mættu mín vegna mæta til starfa klæddir í gamla kartöflupoka.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun