Á grænni grein Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 18. desember 2018 07:00 Í þrígang hafa þingmenn Pírata lagt fram tillögu til þingsályktunar um notkun og ræktun kannabiss í lækningaskyni. Tillagan var síðast til umræðu í þinginu um miðjan síðasta mánuð. Hún gekk í kjölfarið til umfjöllunar í velferðarnefnd, sem nú hefur óskað eftir umsögnum. Þingmönnunum ber að hrósa fyrir þrautseigjuna, enda er hér um að ræða mikilvægt mál sem iðulega er afgreitt og afskrifað með einfeldningslegum hætti – jafnvel með yfirlæti – án þess að efnisleg umræða hafi átt sér stað. Slík umræða hefur raunar átt sér stað víða um heim á undanförnum árum. Helmingur ríkja Bandaríkjanna hefur ýmist lögleitt kannabisnotkun í læknisfræðilegum tilgangi, eða afnumið refsingar vegna neyslu efnisins. Svipuð þróun hefur átt sér stað í tíu Evrópulöndum, auk Kanada og Ástralíu. Í ritrýndri úttekt Bandarísku vísindanefndarinnar (NASEM) á þeirri þekkingu sem aflast hefur undanfarið á áhrifum kannabiss og kannabínóíða á heilsu fólks kemur fram að veigamiklar vísbendingar séu um tölfræðilegt samhengi milli neyslu á kannabis og geðklofa og annarra geðtruflana. Sama athugun leiðir í ljós að tiltölulega miklar vísbendingar séu um samhengi milli slíkrar neyslu og vitsmunaskerðingar, lágrar fæðingarþyngdar nýbura og aukinnar áhættu á alvarlegum slysum í umferðinni. Vísindanefndin kemst jafnframt að þeirri niðurstöðu að fullvíst sé að kannabis geti linað þjáningar þeirra sem þjást af krónískum sársauka, hjálpað þeim sem glíma við velgju eftir krabbameinsmeðferð og bætt lífsgæði þeirra sem þjást af hreyfiröskun og krampa sökum MS. Margt er enn á huldu um áhrif þessarar alræmdu jurtar á heilsu fólks. Ein af ástæðunum fyrir þessum skorti á gögnum og niðurstöðum er sú staðreynd að það er hægara sagt en gert að stunda yfirgripsmiklar rannsóknir á efni sem er ólöglegt. Sally Davies, prófessor og landlæknir á Englandi, tók mið af þessari skýrslu NASEM, og öðrum vísindalegum úttektum, þegar hún lagði til í júní síðastliðnum að algjört bann við notkun kannabislyfja yrði afnumið. Hún sagði óyggjandi vísbendingar til staðar um notagildi kannabislyfja við ákveðnum sjúkdómum. Hún ítrekaði jafnframt að breyting á lagalegri skilgreiningu efnisins opnaði dyrnar fyrir frekari rannsóknum á kostum og göllum þess. Kannabis hefur sína kosti og sannarlega sína galla, rétt eins og öll lyf. Því er mikilvægt að hugmyndir þingmannanna fái þá umræðu sem hún á skilið. Umræðan er bæði tímabær og sanngjörn þeim sem kunna að njóta góðs af henni; sjúklingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Sjá meira
Í þrígang hafa þingmenn Pírata lagt fram tillögu til þingsályktunar um notkun og ræktun kannabiss í lækningaskyni. Tillagan var síðast til umræðu í þinginu um miðjan síðasta mánuð. Hún gekk í kjölfarið til umfjöllunar í velferðarnefnd, sem nú hefur óskað eftir umsögnum. Þingmönnunum ber að hrósa fyrir þrautseigjuna, enda er hér um að ræða mikilvægt mál sem iðulega er afgreitt og afskrifað með einfeldningslegum hætti – jafnvel með yfirlæti – án þess að efnisleg umræða hafi átt sér stað. Slík umræða hefur raunar átt sér stað víða um heim á undanförnum árum. Helmingur ríkja Bandaríkjanna hefur ýmist lögleitt kannabisnotkun í læknisfræðilegum tilgangi, eða afnumið refsingar vegna neyslu efnisins. Svipuð þróun hefur átt sér stað í tíu Evrópulöndum, auk Kanada og Ástralíu. Í ritrýndri úttekt Bandarísku vísindanefndarinnar (NASEM) á þeirri þekkingu sem aflast hefur undanfarið á áhrifum kannabiss og kannabínóíða á heilsu fólks kemur fram að veigamiklar vísbendingar séu um tölfræðilegt samhengi milli neyslu á kannabis og geðklofa og annarra geðtruflana. Sama athugun leiðir í ljós að tiltölulega miklar vísbendingar séu um samhengi milli slíkrar neyslu og vitsmunaskerðingar, lágrar fæðingarþyngdar nýbura og aukinnar áhættu á alvarlegum slysum í umferðinni. Vísindanefndin kemst jafnframt að þeirri niðurstöðu að fullvíst sé að kannabis geti linað þjáningar þeirra sem þjást af krónískum sársauka, hjálpað þeim sem glíma við velgju eftir krabbameinsmeðferð og bætt lífsgæði þeirra sem þjást af hreyfiröskun og krampa sökum MS. Margt er enn á huldu um áhrif þessarar alræmdu jurtar á heilsu fólks. Ein af ástæðunum fyrir þessum skorti á gögnum og niðurstöðum er sú staðreynd að það er hægara sagt en gert að stunda yfirgripsmiklar rannsóknir á efni sem er ólöglegt. Sally Davies, prófessor og landlæknir á Englandi, tók mið af þessari skýrslu NASEM, og öðrum vísindalegum úttektum, þegar hún lagði til í júní síðastliðnum að algjört bann við notkun kannabislyfja yrði afnumið. Hún sagði óyggjandi vísbendingar til staðar um notagildi kannabislyfja við ákveðnum sjúkdómum. Hún ítrekaði jafnframt að breyting á lagalegri skilgreiningu efnisins opnaði dyrnar fyrir frekari rannsóknum á kostum og göllum þess. Kannabis hefur sína kosti og sannarlega sína galla, rétt eins og öll lyf. Því er mikilvægt að hugmyndir þingmannanna fái þá umræðu sem hún á skilið. Umræðan er bæði tímabær og sanngjörn þeim sem kunna að njóta góðs af henni; sjúklingum.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun