Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. desember 2018 08:30 Þrjár helstu CrossFit konur landsins, Sara, Katrín Tanja og Annie Mist. Fréttablaðið/Eyþór Á Íslandi fer fram stórt alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí sem er hluti af nýju mótafyrirkomulagi CrossFit í aðdraganda heimsleikanna í ágúst næstkomandi. Mótið er hluti af undankeppninni og fá sigurvegararnir í karla- og kvennaflokki þátttökurétt á Heimsleikunum en þetta staðfesti Evert Víglundsson, yfirþjálfari og einn eigenda CrossFit Reykjavík, í samtali við Fréttablaðið á dögunum. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram næsta sumar í þrettánda sinn en undankeppnin er með breyttu fyrirkomulagi í ár. Hér áður var fyrsta stigið að keppa í undankeppni (e. The Open) og þau bestu í karla- og kvennaflokki komust á síðasta stig undankeppninnar (e. Regionals). Þá þurftu Íslendingar ýmist að keppa á lokastigi undankeppninnar í Evrópu eða Norður-Ameríku þar sem aðeins fimm manns komust áfram í hvert sinn og fjörutíu manns komust inn á leikana en í ár eru fjölbreytilegri möguleikar fyrir hendi sem leysa af Regionals. Alls fara sextán mót fram í aðdraganda Heimsleikanna og hófst það með móti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um helgina. Sigurvegararnir í karla- og kvennaflokki ásamt sigurliðinu í liðakeppninni öðlast þátttökurétt á heimsleikunum í þessum sextán mótum. Önnur leið inn á heimsleikana sjálfa er að komast inn í gegnum undankeppnina (e. The Open) sem er opin öllum. Efstu einstaklingarnir í undankeppninni frá 164 löndunum sem eru með CrossFit-stöðvar í heiminum í karla- og kvennaflokki fá þátttökurétt ásamt tuttugu stigahæstu í undankeppninni sem hafa ekki tryggt sér þátttökurétt í gegnum eitt af sextán mótunum. Eitt þessara sextán móta mun fara fram á Íslandi og sjá Evert og Annie Mist frá CrossFit Reykjavík um að skipuleggja mótið sem fer fram 3.-5. maí næstkomandi. „Sviðsljósið verður á þessum sextán mótum í aðdraganda heimsleikanna og við erum með þrettánda mótið af sextán í byrjun maí. Ef einhver af stærstu nöfnum heimsins í CrossFit verða ekki komin inn á mótið munu þau eflaust fjölmenna hingað til að reyna að tryggja sér þátttökurétt á leikunum.“ Íslenskir þátttakendur hafa átt góðu gengi að fagna í gegnum árin á heimsleikum CrossFit þar sem barist er um titilinn hraustasti karl og kona heimsins. Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar tvívegis sigrað á leikunum og í karlaflokki náði Björgvin Karl Guðmundsson besta árangri Íslendings í keppninni þegar hann lauk keppni í þriðja sæti árið 2015. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl komust bæði á verðlaunapall á fyrsta mótinu af sextán í mótaröðinni sem hófst um helgina en náðu þó ekki fyrsta sæti og þurfa því að gera aðra atlögu á næstu fimmtán mótum. Birtist í Fréttablaðinu CrossFit Tengdar fréttir Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Eins í íþróttum og jarðgöngum Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Sjá meira
Á Íslandi fer fram stórt alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí sem er hluti af nýju mótafyrirkomulagi CrossFit í aðdraganda heimsleikanna í ágúst næstkomandi. Mótið er hluti af undankeppninni og fá sigurvegararnir í karla- og kvennaflokki þátttökurétt á Heimsleikunum en þetta staðfesti Evert Víglundsson, yfirþjálfari og einn eigenda CrossFit Reykjavík, í samtali við Fréttablaðið á dögunum. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram næsta sumar í þrettánda sinn en undankeppnin er með breyttu fyrirkomulagi í ár. Hér áður var fyrsta stigið að keppa í undankeppni (e. The Open) og þau bestu í karla- og kvennaflokki komust á síðasta stig undankeppninnar (e. Regionals). Þá þurftu Íslendingar ýmist að keppa á lokastigi undankeppninnar í Evrópu eða Norður-Ameríku þar sem aðeins fimm manns komust áfram í hvert sinn og fjörutíu manns komust inn á leikana en í ár eru fjölbreytilegri möguleikar fyrir hendi sem leysa af Regionals. Alls fara sextán mót fram í aðdraganda Heimsleikanna og hófst það með móti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um helgina. Sigurvegararnir í karla- og kvennaflokki ásamt sigurliðinu í liðakeppninni öðlast þátttökurétt á heimsleikunum í þessum sextán mótum. Önnur leið inn á heimsleikana sjálfa er að komast inn í gegnum undankeppnina (e. The Open) sem er opin öllum. Efstu einstaklingarnir í undankeppninni frá 164 löndunum sem eru með CrossFit-stöðvar í heiminum í karla- og kvennaflokki fá þátttökurétt ásamt tuttugu stigahæstu í undankeppninni sem hafa ekki tryggt sér þátttökurétt í gegnum eitt af sextán mótunum. Eitt þessara sextán móta mun fara fram á Íslandi og sjá Evert og Annie Mist frá CrossFit Reykjavík um að skipuleggja mótið sem fer fram 3.-5. maí næstkomandi. „Sviðsljósið verður á þessum sextán mótum í aðdraganda heimsleikanna og við erum með þrettánda mótið af sextán í byrjun maí. Ef einhver af stærstu nöfnum heimsins í CrossFit verða ekki komin inn á mótið munu þau eflaust fjölmenna hingað til að reyna að tryggja sér þátttökurétt á leikunum.“ Íslenskir þátttakendur hafa átt góðu gengi að fagna í gegnum árin á heimsleikum CrossFit þar sem barist er um titilinn hraustasti karl og kona heimsins. Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar tvívegis sigrað á leikunum og í karlaflokki náði Björgvin Karl Guðmundsson besta árangri Íslendings í keppninni þegar hann lauk keppni í þriðja sæti árið 2015. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl komust bæði á verðlaunapall á fyrsta mótinu af sextán í mótaröðinni sem hófst um helgina en náðu þó ekki fyrsta sæti og þurfa því að gera aðra atlögu á næstu fimmtán mótum.
Birtist í Fréttablaðinu CrossFit Tengdar fréttir Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Eins í íþróttum og jarðgöngum Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Dagskráin í dag: Málin brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Donni öflugur í sigri á Spáni Annar sigur KR kom í Garðabæ Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Sjá meira
Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00
Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30