Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. desember 2018 08:30 Þrjár helstu CrossFit konur landsins, Sara, Katrín Tanja og Annie Mist. Fréttablaðið/Eyþór Á Íslandi fer fram stórt alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí sem er hluti af nýju mótafyrirkomulagi CrossFit í aðdraganda heimsleikanna í ágúst næstkomandi. Mótið er hluti af undankeppninni og fá sigurvegararnir í karla- og kvennaflokki þátttökurétt á Heimsleikunum en þetta staðfesti Evert Víglundsson, yfirþjálfari og einn eigenda CrossFit Reykjavík, í samtali við Fréttablaðið á dögunum. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram næsta sumar í þrettánda sinn en undankeppnin er með breyttu fyrirkomulagi í ár. Hér áður var fyrsta stigið að keppa í undankeppni (e. The Open) og þau bestu í karla- og kvennaflokki komust á síðasta stig undankeppninnar (e. Regionals). Þá þurftu Íslendingar ýmist að keppa á lokastigi undankeppninnar í Evrópu eða Norður-Ameríku þar sem aðeins fimm manns komust áfram í hvert sinn og fjörutíu manns komust inn á leikana en í ár eru fjölbreytilegri möguleikar fyrir hendi sem leysa af Regionals. Alls fara sextán mót fram í aðdraganda Heimsleikanna og hófst það með móti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um helgina. Sigurvegararnir í karla- og kvennaflokki ásamt sigurliðinu í liðakeppninni öðlast þátttökurétt á heimsleikunum í þessum sextán mótum. Önnur leið inn á heimsleikana sjálfa er að komast inn í gegnum undankeppnina (e. The Open) sem er opin öllum. Efstu einstaklingarnir í undankeppninni frá 164 löndunum sem eru með CrossFit-stöðvar í heiminum í karla- og kvennaflokki fá þátttökurétt ásamt tuttugu stigahæstu í undankeppninni sem hafa ekki tryggt sér þátttökurétt í gegnum eitt af sextán mótunum. Eitt þessara sextán móta mun fara fram á Íslandi og sjá Evert og Annie Mist frá CrossFit Reykjavík um að skipuleggja mótið sem fer fram 3.-5. maí næstkomandi. „Sviðsljósið verður á þessum sextán mótum í aðdraganda heimsleikanna og við erum með þrettánda mótið af sextán í byrjun maí. Ef einhver af stærstu nöfnum heimsins í CrossFit verða ekki komin inn á mótið munu þau eflaust fjölmenna hingað til að reyna að tryggja sér þátttökurétt á leikunum.“ Íslenskir þátttakendur hafa átt góðu gengi að fagna í gegnum árin á heimsleikum CrossFit þar sem barist er um titilinn hraustasti karl og kona heimsins. Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar tvívegis sigrað á leikunum og í karlaflokki náði Björgvin Karl Guðmundsson besta árangri Íslendings í keppninni þegar hann lauk keppni í þriðja sæti árið 2015. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl komust bæði á verðlaunapall á fyrsta mótinu af sextán í mótaröðinni sem hófst um helgina en náðu þó ekki fyrsta sæti og þurfa því að gera aðra atlögu á næstu fimmtán mótum. Birtist í Fréttablaðinu CrossFit Tengdar fréttir Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Á Íslandi fer fram stórt alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí sem er hluti af nýju mótafyrirkomulagi CrossFit í aðdraganda heimsleikanna í ágúst næstkomandi. Mótið er hluti af undankeppninni og fá sigurvegararnir í karla- og kvennaflokki þátttökurétt á Heimsleikunum en þetta staðfesti Evert Víglundsson, yfirþjálfari og einn eigenda CrossFit Reykjavík, í samtali við Fréttablaðið á dögunum. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram næsta sumar í þrettánda sinn en undankeppnin er með breyttu fyrirkomulagi í ár. Hér áður var fyrsta stigið að keppa í undankeppni (e. The Open) og þau bestu í karla- og kvennaflokki komust á síðasta stig undankeppninnar (e. Regionals). Þá þurftu Íslendingar ýmist að keppa á lokastigi undankeppninnar í Evrópu eða Norður-Ameríku þar sem aðeins fimm manns komust áfram í hvert sinn og fjörutíu manns komust inn á leikana en í ár eru fjölbreytilegri möguleikar fyrir hendi sem leysa af Regionals. Alls fara sextán mót fram í aðdraganda Heimsleikanna og hófst það með móti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um helgina. Sigurvegararnir í karla- og kvennaflokki ásamt sigurliðinu í liðakeppninni öðlast þátttökurétt á heimsleikunum í þessum sextán mótum. Önnur leið inn á heimsleikana sjálfa er að komast inn í gegnum undankeppnina (e. The Open) sem er opin öllum. Efstu einstaklingarnir í undankeppninni frá 164 löndunum sem eru með CrossFit-stöðvar í heiminum í karla- og kvennaflokki fá þátttökurétt ásamt tuttugu stigahæstu í undankeppninni sem hafa ekki tryggt sér þátttökurétt í gegnum eitt af sextán mótunum. Eitt þessara sextán móta mun fara fram á Íslandi og sjá Evert og Annie Mist frá CrossFit Reykjavík um að skipuleggja mótið sem fer fram 3.-5. maí næstkomandi. „Sviðsljósið verður á þessum sextán mótum í aðdraganda heimsleikanna og við erum með þrettánda mótið af sextán í byrjun maí. Ef einhver af stærstu nöfnum heimsins í CrossFit verða ekki komin inn á mótið munu þau eflaust fjölmenna hingað til að reyna að tryggja sér þátttökurétt á leikunum.“ Íslenskir þátttakendur hafa átt góðu gengi að fagna í gegnum árin á heimsleikum CrossFit þar sem barist er um titilinn hraustasti karl og kona heimsins. Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar tvívegis sigrað á leikunum og í karlaflokki náði Björgvin Karl Guðmundsson besta árangri Íslendings í keppninni þegar hann lauk keppni í þriðja sæti árið 2015. Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl komust bæði á verðlaunapall á fyrsta mótinu af sextán í mótaröðinni sem hófst um helgina en náðu þó ekki fyrsta sæti og þurfa því að gera aðra atlögu á næstu fimmtán mótum.
Birtist í Fréttablaðinu CrossFit Tengdar fréttir Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00
Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30