Innlent

Lögðu dagsektir á fiskvinnslu í Hafnarfirði

Birgir Olgeirsson skrifar
Vinnueftirlitið hafði nokkrum sinnum gert athugasemdir við fiskvinnsluna og ákvað að leggja dagsektir á fyrirtækið vegna vanrækslu á að fara eftir fyrirmælum stofnunarinnar um úrbætur á aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi starfsmanna.
Vinnueftirlitið hafði nokkrum sinnum gert athugasemdir við fiskvinnsluna og ákvað að leggja dagsektir á fyrirtækið vegna vanrækslu á að fara eftir fyrirmælum stofnunarinnar um úrbætur á aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi starfsmanna. fréttablaðið/gva
Fiskvinnslan Hamrafell í Hafnarfirði hefur gert úrbætur í samræmi við fyrirmæli Vinnueftirlitsins. Hafði Vinnueftirlitið gert athugasemdir við að ekki væri hægt að opna kæli- og frystiklefa innan frá og beindi þess til forsvarsmanna fyrirtækisins að setja skyldi nema fyrir ammoníak í frystiklefann eftir fyrirmælum framleiðanda.

Vinnueftirlitið hafði nokkrum sinnum gert athugasemdir við fiskvinnsluna og ákvað að leggja dagsektir á fyrirtækið vegna vanrækslu á að fara eftir fyrirmælum stofnunarinnar um úrbætur á aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi starfsmanna. Voru dagsektirnar settar á þann 13. desember síðastliðinn og námu 90 þúsund krónum á dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×