Innlent

Losaði sig við fíkniefni við vopnaleitarborðið

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Flugstöð Leifs Eiríkssonar Vísir/Vilhelm
Maður sem var á leið í flug til Alicante á dögunum sást losa sig við poka með hvítu dufti í vopnaleit í Leifsstöð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Lögreglumönnum úr flugstöðinni var tilkynnt um málið en á eftirlitsmyndavél í vopnaleitinni sást viðkomandi taka pokann úr tösku og losa sig við hann undir vopnaleitarborðið.

Lögreglan hafði uppi á viðkomandi í fríhöfninni og var tekin skýrsla af honum áður en honum var heimilt að yfirgefa landið.

Þá handtók lögregla að karlmann sem hafði ásamt þremur öðrum verið ölvaður og með ólæti í flugstöðinni.

Fjórmenningunum hafði verið meinað að fara í flug vegna ástands og vildu þeir ekki una því. Sá handtekni lét verst og sýndi hann af sér ógnandi hegðun, að því er fram kemur í tilkynningunni. Maðurinn var vistaður á lögreglustöð þar til af honum rann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×