Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson skrifar 19. desember 2018 07:00 Breytingar á lyfjalögum fengu flýtimeðferð í skugga skammdegisins. Vegið er óþyrmilega að heilbrigðisþjónustu kvenna í skjóli myrkurs þegar Alþingi samþykkti að koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi hér á landi. Það ætti ekki að hafa farið fram hjá landsmönnum að verulegur faglegur ágreiningur hefur verið milli lækna annars vegar og heilbrigðisstjórnarinnar og Alþingis hins vegar um nokkurt skeið. Þar má nefna ýmis mál er varða lýðheilsu og velferð borgaranna, eins og viljaleysi til að taka á sölu á rafsígarettum til barna og unglinga, heimild til reykinga rafsígaretta á veitingastöðum, tillögur um tilslökun á áfengislöggjöfinni, upphafningu skottulækninga dulinna í búningi svokallaðra viðbótarmeðferða, blekkingar um gagnsemi fíkniefna í lækningaskyni, skerðingar á aðgengi og valfrelsi notenda að heilbrigðisþjónustu og blindu stjórnvalda varðandi ástand og þörf á uppbyggingu grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Nýjasta útspil Alþingis er að gefa afslátt af þekkingu, gæðum og öryggi þegar kemur að lyfjaávísunum. Sú breyting hefur í för með sér að konur þurfa að sætta sig við að sækja lakari heilbrigðisþjónustu en læknar geta og hafa veitt. Í breytingunni felst innleiðing á sænsku kerfi sem hefur skilað daprari árangri í þjónustu sem hingað til hefur prýðilega verið sinnt af heimilislæknum og sérfræðingum í fæðinga- og kvensjúkdómum. Félag íslenskra kvensjúkdóma- og fæðingalækna skilaði umsögn um frumvarpið og taldi það óunnið. Ekki var hlustað á álit þessa hóps lækna sem best þekkir til stöðu mála.Fóstureyðingum fjölgar Aðgengi að fræðslu og upplýsingum um getnaðarvarnir hefur verið án takmarkana hingað til. Árangur mældur í fjölda fóstureyðinga er, samkvæmt talnabrunni Embættis landlæknis og algengi fæðinga í aldurshópnum 15 til 19 ára, lægra hér en þar sem tilslökun á menntun, reynslu og gæðakröfum um lyfjaávísanir getnaðarvarna hefur verið innleidd, t.d. í Svíþjóð. Þar hefur breytingin leitt til þess að fjöldi fóstureyðinga er hæstur á Norðurlöndum eða 17,6/1.000 konur en er 12,5/1.000 konur að meðaltali á Íslandi frá aldamótum. Það er ekki síður áhyggjuefni að reynslan sýnir að þar sem öðrum starfsstéttum er falin heimild til læknisverka án viðhlítandi sambærilegrar menntunar og þjálfunar hefur kostnaður skattborgaranna og samfélagsins að jafnaði vaxið. Ljóst er að með þessari lagabreytingu hefur Alþingi hvorki verið umhugað um að tryggja rétt til bestu þekkingar sem völ er á skv. lögum um réttindi sjúklinga, velferð kvenna né bestun í nýtingu á skattfé borgaranna eða haft það að leiðarljósi. Læknar geta hvorki tekið ábyrgð á né þátt í slíkum vinnubrögðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Breytingar á lyfjalögum fengu flýtimeðferð í skugga skammdegisins. Vegið er óþyrmilega að heilbrigðisþjónustu kvenna í skjóli myrkurs þegar Alþingi samþykkti að koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi hér á landi. Það ætti ekki að hafa farið fram hjá landsmönnum að verulegur faglegur ágreiningur hefur verið milli lækna annars vegar og heilbrigðisstjórnarinnar og Alþingis hins vegar um nokkurt skeið. Þar má nefna ýmis mál er varða lýðheilsu og velferð borgaranna, eins og viljaleysi til að taka á sölu á rafsígarettum til barna og unglinga, heimild til reykinga rafsígaretta á veitingastöðum, tillögur um tilslökun á áfengislöggjöfinni, upphafningu skottulækninga dulinna í búningi svokallaðra viðbótarmeðferða, blekkingar um gagnsemi fíkniefna í lækningaskyni, skerðingar á aðgengi og valfrelsi notenda að heilbrigðisþjónustu og blindu stjórnvalda varðandi ástand og þörf á uppbyggingu grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Nýjasta útspil Alþingis er að gefa afslátt af þekkingu, gæðum og öryggi þegar kemur að lyfjaávísunum. Sú breyting hefur í för með sér að konur þurfa að sætta sig við að sækja lakari heilbrigðisþjónustu en læknar geta og hafa veitt. Í breytingunni felst innleiðing á sænsku kerfi sem hefur skilað daprari árangri í þjónustu sem hingað til hefur prýðilega verið sinnt af heimilislæknum og sérfræðingum í fæðinga- og kvensjúkdómum. Félag íslenskra kvensjúkdóma- og fæðingalækna skilaði umsögn um frumvarpið og taldi það óunnið. Ekki var hlustað á álit þessa hóps lækna sem best þekkir til stöðu mála.Fóstureyðingum fjölgar Aðgengi að fræðslu og upplýsingum um getnaðarvarnir hefur verið án takmarkana hingað til. Árangur mældur í fjölda fóstureyðinga er, samkvæmt talnabrunni Embættis landlæknis og algengi fæðinga í aldurshópnum 15 til 19 ára, lægra hér en þar sem tilslökun á menntun, reynslu og gæðakröfum um lyfjaávísanir getnaðarvarna hefur verið innleidd, t.d. í Svíþjóð. Þar hefur breytingin leitt til þess að fjöldi fóstureyðinga er hæstur á Norðurlöndum eða 17,6/1.000 konur en er 12,5/1.000 konur að meðaltali á Íslandi frá aldamótum. Það er ekki síður áhyggjuefni að reynslan sýnir að þar sem öðrum starfsstéttum er falin heimild til læknisverka án viðhlítandi sambærilegrar menntunar og þjálfunar hefur kostnaður skattborgaranna og samfélagsins að jafnaði vaxið. Ljóst er að með þessari lagabreytingu hefur Alþingi hvorki verið umhugað um að tryggja rétt til bestu þekkingar sem völ er á skv. lögum um réttindi sjúklinga, velferð kvenna né bestun í nýtingu á skattfé borgaranna eða haft það að leiðarljósi. Læknar geta hvorki tekið ábyrgð á né þátt í slíkum vinnubrögðum.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar