Samkaup hafa kært kaup Haga á Olís til áfrýjunarnefndar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 19. desember 2018 07:00 Kaup Haga á Olís voru heimiluð í síðasta mánuði. Fréttablaðið/Eyþór Samkaup hafa kært til áfrýjunarnefndar samkeppnismála þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að heimila kaup Haga á Olís. Krefst matvörukeðjan aðallega að ákvörðunin verði felld úr gildi og kaupin ógilt en til vara að áfrýjunarnefnd samkeppnismála ákveði að binda kaupin frekari skilyrðum og takmörkunum, einkum er varða möguleika sameinaðs félags til þess að vaxa á sviði dagvörumarkaðar. Samkeppniseftirlitið samþykkti sem kunnugt er samruna Haga, Olís og fasteignafélagsins DGV í lok síðasta mánaðar gegn ákveðnum skilyrðum, meðal annars um sölu eigna. Hagar fóru fram á að kæru Samkaupa yrði vísað frá áfrýjunarnefnd samkeppnismála þar sem félagið hefði ekki kæruaðild í málinu en nefndin hafnaði kröfunni í gær. Mun nefndin því taka kæru Samkaupa til efnislegrar meðferðar. Fram kom í tilkynningu sem Hagar birtu í Kauphöllinni í gær að ekki lægi fyrir hve langan tíma afgreiðsla málsins mun taka hjá nefndinni. Er það mat áfrýjunarnefndarinnar að umrædd kaup geti haft áhrif á stöðu Samkaupa og snert félagið með þeim hætti sem aðgreinir stöðu þess frá öðrum. Bendir nefndin í því sambandi á að við meðferð málsins hafi Samkeppniseftirlitið ítrekað leitað eftir umsögnum og sjónarmiðum Samkaupa til kaupanna. Telja verði því að Samkaup geti haft mikilvæga og sérstaka hagsmuni af kaupunum og eigi því með réttu aðild í málinu. Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Samkaup hafa kært til áfrýjunarnefndar samkeppnismála þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að heimila kaup Haga á Olís. Krefst matvörukeðjan aðallega að ákvörðunin verði felld úr gildi og kaupin ógilt en til vara að áfrýjunarnefnd samkeppnismála ákveði að binda kaupin frekari skilyrðum og takmörkunum, einkum er varða möguleika sameinaðs félags til þess að vaxa á sviði dagvörumarkaðar. Samkeppniseftirlitið samþykkti sem kunnugt er samruna Haga, Olís og fasteignafélagsins DGV í lok síðasta mánaðar gegn ákveðnum skilyrðum, meðal annars um sölu eigna. Hagar fóru fram á að kæru Samkaupa yrði vísað frá áfrýjunarnefnd samkeppnismála þar sem félagið hefði ekki kæruaðild í málinu en nefndin hafnaði kröfunni í gær. Mun nefndin því taka kæru Samkaupa til efnislegrar meðferðar. Fram kom í tilkynningu sem Hagar birtu í Kauphöllinni í gær að ekki lægi fyrir hve langan tíma afgreiðsla málsins mun taka hjá nefndinni. Er það mat áfrýjunarnefndarinnar að umrædd kaup geti haft áhrif á stöðu Samkaupa og snert félagið með þeim hætti sem aðgreinir stöðu þess frá öðrum. Bendir nefndin í því sambandi á að við meðferð málsins hafi Samkeppniseftirlitið ítrekað leitað eftir umsögnum og sjónarmiðum Samkaupa til kaupanna. Telja verði því að Samkaup geti haft mikilvæga og sérstaka hagsmuni af kaupunum og eigi því með réttu aðild í málinu.
Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira