Breytingar á jólahefðum landsmanna Sigrún Drífa Jónsdóttir skrifar 19. desember 2018 08:00 Hefðir skipa það stóran sess í jólahaldi og undirbúningi jólanna að við eigum sérstakt orð yfir þær og tölum um jólahefðir. Þannig hafa flestir þættir jólahalds Íslendinga verið með nær óbreyttu sniði undanfarin ár og litlar sem engar breytingar sjást milli ára í mælingum Gallup á jólavenjum landsmanna. Þetta á almennt við um gjafir, samveru, skreytingar, jólatré, aðventukransa, smákökubakstur, jólahlaðborð, tónleika, skötuát, laufabrauðsgerð, jólaböll, piparkökumálun, föndur og konfektgerð svo eitthvað sé nefnt. Það er því áhugavert að skoða hvað það er sem hefur þó breyst á undanförnum árum.Jólagjafir Flestir eru sammála um að jólin eigi ekki að snúast um gjafir en þær eru áberandi í jólahaldi okkar enda gefa 98% landsmanna jólagjafir. Þó hlutfall þeirra sem gefa jólagjafir hafi haldist óbreytt síðustu ár hafa orðið breytingar á jólagjafakaupum landsmanna þar sem það hefur bæði færst í vöxt að fólk kaupi gjafirnar erlendis og að þær séu keyptar á netinu. Tveir af hverjum þremur keyptu megnið af jólagjöfunum innanlands síðustu jól. Þó það sé drjúgur meirihluti hefur hlutfallið lækkað mikið því átta árum áður keyptu níu af hverjum tíu megnið af gjöfunum innanlands. Netverslun Íslendinga hefur aukist hratt síðustu ár og eru jólagjafakaup þar ekki undanskilin. Fyrir ellefu árum keypti um einn af hverjum tíu landsmönnum einhverjar jólagjafir á netinu en fyrir síðustu jól var hlutfallið komið upp í 43%. Í fyrra keyptu aðeins fleiri jólagjafir á netinu af erlendum fyrirtækjum en innlendum en það verður áhugavert að fylgjast með þróun vefverslunar íslenskra fyrirtækja á næstu árum þar sem hún er í örum vexti.Jólakort og rafrænar jólakveðjur Annað sem hefur tekið miklum breytingum eru jólakveðjur landsmanna. Fyrir átta árum sendu nær þrír af hverjum fjórum jólakort í bréfpósti en fyrir síðustu jól var hlutfallið komið niður í um helming. Hlutfall þeirra sem sendu rafrænt jólakort eða rafræna jólakveðju fyrir átta árum var um fjórir af hverjum tíu. Það fór hækkandi næstu ár og jólin 2015 og 2016 sendi rösklega helmingur landsmanna rafræna jólakveðju. Fyrir jólin í fyrra mældist hlutfallið hins vegar aftur talsvert lægra og verður forvitnilegt að sjá hvort sú þróun sést áfram nú um jólin.Jólamaturinn Langalgengast er að það sé hamborgarhryggur á borðum landsmanna á aðfangadagskvöld en þeim fer þó fjölgandi sem velja annan jólamat. Þeim fer einnig fækkandi sem borða rjúpu eða svínasteik á aðfangadag, ef frá er talið það tímabil þegar bann ríkti við rjúpnaveiðum, en vinsældir hangikjöts og lambasteikur hafa haldist stöðugar. Þeim hefur fjölgað sem borða kalkún og einnig þeim sem borða annan mat en talinn hefur verið upp, eins og t.d. nauta- eða hnetusteik.Aðventuljós Aðventuljós, eða stjakar með sjö ljósum, eru áberandi í gluggum íslenskra heimila um jólin enda setur nær helmingur landsmanna slík ljós út í glugga. Með auknu úrvali jólaljósa er þessi hefð þó á undanhaldi, en hlutfall þeirra sem skreyta með þessum hætti hefur lækkað um 14 prósentustig á síðustu sjö árum.Kirkjur og kirkjugarðar Síðustu ár hefur um þriðjungur landsmanna farið í kirkju fyrir eða um jólin en í fyrra mældist það hlutfall nokkuð lægra þegar aðeins rúmlega fimmtungur landsmanna fór í kirkju. Eins fór aðeins ríflega helmingur landsmanna í kirkjugarð að vitja leiðis á móti tveimur af hverjum þremur árið áður. Aftur eru þetta breytingar sem mældust fyrst síðustu jól og verður því áhugavert að sjá hvort þær sjást áfram þessi jól. Þó að jólin séu tími skemmtilegra hefða og samveru við fjölskyldu og vini eru aðstæður landsmanna ólíkar og það er umhugsunarvert að nær fimmtungur landsmanna ber kvíða í brjósti fyrir jólunum, að minnsta kosti í bland við tilhlökkun, og hefur það hlutfall verið svipað um árabil. Fyrir því geta verið margvíslegar ástæður en fólk er líklegra til að kvíða jólunum eftir því sem fjölskyldutekjur þess eru lægri og einnig eftir því sem það er eldra. Það er einlæg ósk okkar hjá Gallup að sem flestir geti fundið gleði og frið jólanna, hver með sínum hætti, og átt ánægjulega jólahátíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hefðir skipa það stóran sess í jólahaldi og undirbúningi jólanna að við eigum sérstakt orð yfir þær og tölum um jólahefðir. Þannig hafa flestir þættir jólahalds Íslendinga verið með nær óbreyttu sniði undanfarin ár og litlar sem engar breytingar sjást milli ára í mælingum Gallup á jólavenjum landsmanna. Þetta á almennt við um gjafir, samveru, skreytingar, jólatré, aðventukransa, smákökubakstur, jólahlaðborð, tónleika, skötuát, laufabrauðsgerð, jólaböll, piparkökumálun, föndur og konfektgerð svo eitthvað sé nefnt. Það er því áhugavert að skoða hvað það er sem hefur þó breyst á undanförnum árum.Jólagjafir Flestir eru sammála um að jólin eigi ekki að snúast um gjafir en þær eru áberandi í jólahaldi okkar enda gefa 98% landsmanna jólagjafir. Þó hlutfall þeirra sem gefa jólagjafir hafi haldist óbreytt síðustu ár hafa orðið breytingar á jólagjafakaupum landsmanna þar sem það hefur bæði færst í vöxt að fólk kaupi gjafirnar erlendis og að þær séu keyptar á netinu. Tveir af hverjum þremur keyptu megnið af jólagjöfunum innanlands síðustu jól. Þó það sé drjúgur meirihluti hefur hlutfallið lækkað mikið því átta árum áður keyptu níu af hverjum tíu megnið af gjöfunum innanlands. Netverslun Íslendinga hefur aukist hratt síðustu ár og eru jólagjafakaup þar ekki undanskilin. Fyrir ellefu árum keypti um einn af hverjum tíu landsmönnum einhverjar jólagjafir á netinu en fyrir síðustu jól var hlutfallið komið upp í 43%. Í fyrra keyptu aðeins fleiri jólagjafir á netinu af erlendum fyrirtækjum en innlendum en það verður áhugavert að fylgjast með þróun vefverslunar íslenskra fyrirtækja á næstu árum þar sem hún er í örum vexti.Jólakort og rafrænar jólakveðjur Annað sem hefur tekið miklum breytingum eru jólakveðjur landsmanna. Fyrir átta árum sendu nær þrír af hverjum fjórum jólakort í bréfpósti en fyrir síðustu jól var hlutfallið komið niður í um helming. Hlutfall þeirra sem sendu rafrænt jólakort eða rafræna jólakveðju fyrir átta árum var um fjórir af hverjum tíu. Það fór hækkandi næstu ár og jólin 2015 og 2016 sendi rösklega helmingur landsmanna rafræna jólakveðju. Fyrir jólin í fyrra mældist hlutfallið hins vegar aftur talsvert lægra og verður forvitnilegt að sjá hvort sú þróun sést áfram nú um jólin.Jólamaturinn Langalgengast er að það sé hamborgarhryggur á borðum landsmanna á aðfangadagskvöld en þeim fer þó fjölgandi sem velja annan jólamat. Þeim fer einnig fækkandi sem borða rjúpu eða svínasteik á aðfangadag, ef frá er talið það tímabil þegar bann ríkti við rjúpnaveiðum, en vinsældir hangikjöts og lambasteikur hafa haldist stöðugar. Þeim hefur fjölgað sem borða kalkún og einnig þeim sem borða annan mat en talinn hefur verið upp, eins og t.d. nauta- eða hnetusteik.Aðventuljós Aðventuljós, eða stjakar með sjö ljósum, eru áberandi í gluggum íslenskra heimila um jólin enda setur nær helmingur landsmanna slík ljós út í glugga. Með auknu úrvali jólaljósa er þessi hefð þó á undanhaldi, en hlutfall þeirra sem skreyta með þessum hætti hefur lækkað um 14 prósentustig á síðustu sjö árum.Kirkjur og kirkjugarðar Síðustu ár hefur um þriðjungur landsmanna farið í kirkju fyrir eða um jólin en í fyrra mældist það hlutfall nokkuð lægra þegar aðeins rúmlega fimmtungur landsmanna fór í kirkju. Eins fór aðeins ríflega helmingur landsmanna í kirkjugarð að vitja leiðis á móti tveimur af hverjum þremur árið áður. Aftur eru þetta breytingar sem mældust fyrst síðustu jól og verður því áhugavert að sjá hvort þær sjást áfram þessi jól. Þó að jólin séu tími skemmtilegra hefða og samveru við fjölskyldu og vini eru aðstæður landsmanna ólíkar og það er umhugsunarvert að nær fimmtungur landsmanna ber kvíða í brjósti fyrir jólunum, að minnsta kosti í bland við tilhlökkun, og hefur það hlutfall verið svipað um árabil. Fyrir því geta verið margvíslegar ástæður en fólk er líklegra til að kvíða jólunum eftir því sem fjölskyldutekjur þess eru lægri og einnig eftir því sem það er eldra. Það er einlæg ósk okkar hjá Gallup að sem flestir geti fundið gleði og frið jólanna, hver með sínum hætti, og átt ánægjulega jólahátíð.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar