Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2018 08:20 Marius og Maren á Íslandi í sumar. Mynd/Marius Fuglestad Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Þau dvöldu á Íslandi í sumar og ferðuðust um landið, þar sem hann sá Maren síðast á lífi. Lík Marenar og danskrar samferðakonu hennar, Louisu Vesterager Jespersen, fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun en svæðið er vinsæll ferðamannastaður um hundrað kílómetra sunnan af Marrakesh. Þær stunduðu báðar nám í leiðsögumennsku við háskóla í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó.Dreymdi saman um ÍslandsferðLouisa Vesterager Jespersen.Marius Fuglestad er norskur ferðalangur sem heldur úti nokkuð vinsælli Instagram-síðu undir nafninu Eventyrgauken, eða Ævintýragaukurinn upp á íslensku. Hann segir í samtali við VG að þau Maren hafi kynnst í sumar. Þau hafi bæði haft unun af útivist og ákváðu að endingu að láta sameiginlegan draum rætast. „Við töluðum lengi um að fara til Íslands og tveimur dögum síðar vorum við búin að bóka ferðina.“ Marius og Maren komu til landsins í júlí en Maren þurfti að hætta göngunni fyrr en áætlað var vegna meiðsla í fæti. Leiðir þeirra skildu því eftir nokkra daga en Marius hélt sjálfur áfram ferð sinni. Þetta var í síðasta skipti sem hann sá Maren á lífi. „Þetta er síðasta minning mín um hana. Við fórum saman þvert yfir Ísland fyrir fimm mánuðum. Nú er hún farin. Við töluðum um að lífið gæti verið stutt og að við yrðum að lifa því á meðan við gætum.“ Að sögn Mariusar var Maren jákvæð, ljúf og undi sér best úti í náttúrunni. Í kjölfar Íslandsferðarinnar hafi hana dreymt um að ganga á Grænlandsjökul en Marius leggur jafnframt þunga áherslu á að Maren hafi verið afar annt um öryggi sitt á ferðalögum. „Mig hefði aldrei grunað að svona nokkuð myndi henda hana, af öllu útivistarfólki sem ég þekki.“ View this post on InstagramRiver crossing - dangerous, exciting and refreshing A post shared by Marius Fuglestad (@eventyrgauken) on Jul 22, 2018 at 10:42am PDTÞrír Marokkómenn handteknirÞrír eru í haldi lögreglu í Marokkó vegna morðanna á Maren og Louisu. Allir eru mennirnir Marokkómenn og er talið að málið tengist öfgastefnu eða hryðjuverkum. Vegfarandi gekk fram á lík þeirra en þær höfðu búið sér næturstað við göngustíg á fjallinu Toubkal. Áverkar eftir eggvopn fundust m.a. á hálsi þeirra en norskir fjölmiðlar lýsa morðinu sem hrottalegu. Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Handtekinn í tengslum við morðið á vinkonunum í Marokkó Lík Ueland og Jespersen fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 10:48 Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40 Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins í Marokkó Einn var handtekinn í morgun og því eru þrír í haldi lögreglu vegna málsins. 18. desember 2018 15:21 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Þau dvöldu á Íslandi í sumar og ferðuðust um landið, þar sem hann sá Maren síðast á lífi. Lík Marenar og danskrar samferðakonu hennar, Louisu Vesterager Jespersen, fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun en svæðið er vinsæll ferðamannastaður um hundrað kílómetra sunnan af Marrakesh. Þær stunduðu báðar nám í leiðsögumennsku við háskóla í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó.Dreymdi saman um ÍslandsferðLouisa Vesterager Jespersen.Marius Fuglestad er norskur ferðalangur sem heldur úti nokkuð vinsælli Instagram-síðu undir nafninu Eventyrgauken, eða Ævintýragaukurinn upp á íslensku. Hann segir í samtali við VG að þau Maren hafi kynnst í sumar. Þau hafi bæði haft unun af útivist og ákváðu að endingu að láta sameiginlegan draum rætast. „Við töluðum lengi um að fara til Íslands og tveimur dögum síðar vorum við búin að bóka ferðina.“ Marius og Maren komu til landsins í júlí en Maren þurfti að hætta göngunni fyrr en áætlað var vegna meiðsla í fæti. Leiðir þeirra skildu því eftir nokkra daga en Marius hélt sjálfur áfram ferð sinni. Þetta var í síðasta skipti sem hann sá Maren á lífi. „Þetta er síðasta minning mín um hana. Við fórum saman þvert yfir Ísland fyrir fimm mánuðum. Nú er hún farin. Við töluðum um að lífið gæti verið stutt og að við yrðum að lifa því á meðan við gætum.“ Að sögn Mariusar var Maren jákvæð, ljúf og undi sér best úti í náttúrunni. Í kjölfar Íslandsferðarinnar hafi hana dreymt um að ganga á Grænlandsjökul en Marius leggur jafnframt þunga áherslu á að Maren hafi verið afar annt um öryggi sitt á ferðalögum. „Mig hefði aldrei grunað að svona nokkuð myndi henda hana, af öllu útivistarfólki sem ég þekki.“ View this post on InstagramRiver crossing - dangerous, exciting and refreshing A post shared by Marius Fuglestad (@eventyrgauken) on Jul 22, 2018 at 10:42am PDTÞrír Marokkómenn handteknirÞrír eru í haldi lögreglu í Marokkó vegna morðanna á Maren og Louisu. Allir eru mennirnir Marokkómenn og er talið að málið tengist öfgastefnu eða hryðjuverkum. Vegfarandi gekk fram á lík þeirra en þær höfðu búið sér næturstað við göngustíg á fjallinu Toubkal. Áverkar eftir eggvopn fundust m.a. á hálsi þeirra en norskir fjölmiðlar lýsa morðinu sem hrottalegu.
Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Handtekinn í tengslum við morðið á vinkonunum í Marokkó Lík Ueland og Jespersen fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 10:48 Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40 Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins í Marokkó Einn var handtekinn í morgun og því eru þrír í haldi lögreglu vegna málsins. 18. desember 2018 15:21 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Handtekinn í tengslum við morðið á vinkonunum í Marokkó Lík Ueland og Jespersen fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 10:48
Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40
Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins í Marokkó Einn var handtekinn í morgun og því eru þrír í haldi lögreglu vegna málsins. 18. desember 2018 15:21