Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2018 08:20 Marius og Maren á Íslandi í sumar. Mynd/Marius Fuglestad Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Þau dvöldu á Íslandi í sumar og ferðuðust um landið, þar sem hann sá Maren síðast á lífi. Lík Marenar og danskrar samferðakonu hennar, Louisu Vesterager Jespersen, fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun en svæðið er vinsæll ferðamannastaður um hundrað kílómetra sunnan af Marrakesh. Þær stunduðu báðar nám í leiðsögumennsku við háskóla í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó.Dreymdi saman um ÍslandsferðLouisa Vesterager Jespersen.Marius Fuglestad er norskur ferðalangur sem heldur úti nokkuð vinsælli Instagram-síðu undir nafninu Eventyrgauken, eða Ævintýragaukurinn upp á íslensku. Hann segir í samtali við VG að þau Maren hafi kynnst í sumar. Þau hafi bæði haft unun af útivist og ákváðu að endingu að láta sameiginlegan draum rætast. „Við töluðum lengi um að fara til Íslands og tveimur dögum síðar vorum við búin að bóka ferðina.“ Marius og Maren komu til landsins í júlí en Maren þurfti að hætta göngunni fyrr en áætlað var vegna meiðsla í fæti. Leiðir þeirra skildu því eftir nokkra daga en Marius hélt sjálfur áfram ferð sinni. Þetta var í síðasta skipti sem hann sá Maren á lífi. „Þetta er síðasta minning mín um hana. Við fórum saman þvert yfir Ísland fyrir fimm mánuðum. Nú er hún farin. Við töluðum um að lífið gæti verið stutt og að við yrðum að lifa því á meðan við gætum.“ Að sögn Mariusar var Maren jákvæð, ljúf og undi sér best úti í náttúrunni. Í kjölfar Íslandsferðarinnar hafi hana dreymt um að ganga á Grænlandsjökul en Marius leggur jafnframt þunga áherslu á að Maren hafi verið afar annt um öryggi sitt á ferðalögum. „Mig hefði aldrei grunað að svona nokkuð myndi henda hana, af öllu útivistarfólki sem ég þekki.“ View this post on InstagramRiver crossing - dangerous, exciting and refreshing A post shared by Marius Fuglestad (@eventyrgauken) on Jul 22, 2018 at 10:42am PDTÞrír Marokkómenn handteknirÞrír eru í haldi lögreglu í Marokkó vegna morðanna á Maren og Louisu. Allir eru mennirnir Marokkómenn og er talið að málið tengist öfgastefnu eða hryðjuverkum. Vegfarandi gekk fram á lík þeirra en þær höfðu búið sér næturstað við göngustíg á fjallinu Toubkal. Áverkar eftir eggvopn fundust m.a. á hálsi þeirra en norskir fjölmiðlar lýsa morðinu sem hrottalegu. Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Handtekinn í tengslum við morðið á vinkonunum í Marokkó Lík Ueland og Jespersen fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 10:48 Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40 Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins í Marokkó Einn var handtekinn í morgun og því eru þrír í haldi lögreglu vegna málsins. 18. desember 2018 15:21 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Þau dvöldu á Íslandi í sumar og ferðuðust um landið, þar sem hann sá Maren síðast á lífi. Lík Marenar og danskrar samferðakonu hennar, Louisu Vesterager Jespersen, fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun en svæðið er vinsæll ferðamannastaður um hundrað kílómetra sunnan af Marrakesh. Þær stunduðu báðar nám í leiðsögumennsku við háskóla í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó.Dreymdi saman um ÍslandsferðLouisa Vesterager Jespersen.Marius Fuglestad er norskur ferðalangur sem heldur úti nokkuð vinsælli Instagram-síðu undir nafninu Eventyrgauken, eða Ævintýragaukurinn upp á íslensku. Hann segir í samtali við VG að þau Maren hafi kynnst í sumar. Þau hafi bæði haft unun af útivist og ákváðu að endingu að láta sameiginlegan draum rætast. „Við töluðum lengi um að fara til Íslands og tveimur dögum síðar vorum við búin að bóka ferðina.“ Marius og Maren komu til landsins í júlí en Maren þurfti að hætta göngunni fyrr en áætlað var vegna meiðsla í fæti. Leiðir þeirra skildu því eftir nokkra daga en Marius hélt sjálfur áfram ferð sinni. Þetta var í síðasta skipti sem hann sá Maren á lífi. „Þetta er síðasta minning mín um hana. Við fórum saman þvert yfir Ísland fyrir fimm mánuðum. Nú er hún farin. Við töluðum um að lífið gæti verið stutt og að við yrðum að lifa því á meðan við gætum.“ Að sögn Mariusar var Maren jákvæð, ljúf og undi sér best úti í náttúrunni. Í kjölfar Íslandsferðarinnar hafi hana dreymt um að ganga á Grænlandsjökul en Marius leggur jafnframt þunga áherslu á að Maren hafi verið afar annt um öryggi sitt á ferðalögum. „Mig hefði aldrei grunað að svona nokkuð myndi henda hana, af öllu útivistarfólki sem ég þekki.“ View this post on InstagramRiver crossing - dangerous, exciting and refreshing A post shared by Marius Fuglestad (@eventyrgauken) on Jul 22, 2018 at 10:42am PDTÞrír Marokkómenn handteknirÞrír eru í haldi lögreglu í Marokkó vegna morðanna á Maren og Louisu. Allir eru mennirnir Marokkómenn og er talið að málið tengist öfgastefnu eða hryðjuverkum. Vegfarandi gekk fram á lík þeirra en þær höfðu búið sér næturstað við göngustíg á fjallinu Toubkal. Áverkar eftir eggvopn fundust m.a. á hálsi þeirra en norskir fjölmiðlar lýsa morðinu sem hrottalegu.
Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Handtekinn í tengslum við morðið á vinkonunum í Marokkó Lík Ueland og Jespersen fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 10:48 Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40 Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins í Marokkó Einn var handtekinn í morgun og því eru þrír í haldi lögreglu vegna málsins. 18. desember 2018 15:21 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Handtekinn í tengslum við morðið á vinkonunum í Marokkó Lík Ueland og Jespersen fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 10:48
Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40
Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins í Marokkó Einn var handtekinn í morgun og því eru þrír í haldi lögreglu vegna málsins. 18. desember 2018 15:21