Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2018 13:41 Sigurður Yngvi segist hafa neyðst til að víkja Sigrúnu úr rannsóknahóp sínum og hún hafi í kjölfarið ráðist á sig í vitna viðurvist og hafði í hótunum. Mynd/Samsett Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands hafnar alfarið ásökunum um kynferðislega áreitni af sinni hálfu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir að greint var frá því að Sigrún Helga Lund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefði sagt starfi sínu við háskólann lausu vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um kynferðislega áreitni hans sem yfirmanns í hennar garð.Vísir greindi frá því í morgun en nú hefur Sigurður Yngvi sent frá sér yfirlýsingu til að bregðast við því.Hafnar því að hafa beitt Sigrúnu andlegu ofbeldi eða áreitni „Fram til þessa hef ég ekki viljað tjá mig opinberlega um samstarf mitt við Sigrúnu og ástæður þess að því samstarfi lauk. Í ljósi ásakana í minn garð sem hún hefur sett fram á samfélagsmiðlum og fjölmiðlar hafa sagt frá vil ég koma eftirfarandi á framfæri,“ segir í yfirlýsingunni: „Ég hafna því eindregið að hafa beitt hana andlegu ofbeldi eða áreitni af neinu tagi.Eftir farsælt samstarf komu upp erfiðleikar á milli okkar, og ég neyddist á endanum til að víkja henni úr rannsóknahóp mínum. Í kjölfarið gerði hún sig seka um tilefnislausa líkamsárás á skrifstofu minni í vitna viðurvist og hafði í hótunum við mig. Sá atburður var mér og öðru samstarfsfólki okkar mikið áfall.“ Sigurður segir siðanefnd Háskóla Íslands hafa tekið málið til umfjöllunar að kröfu Sigrúnar. Siðanefndin gaf út ákvörðun sína í málinu 9. júlí 2018. Hann vísar til þess:„Siðanefnd Háskóla Íslands vísar frá þeim kæruatriðum sem fjallað er um undir liðum 1 og 2 þar sem kæran telst í þessum tilvikum hafa verið tilefnislaus, sbr. 4. gr. starfsreglna siðanefndar. Í lið 3 er fjallað um greinar 1.3.1 og 1.3.4., í siðareglum Háskóla Íslands. Niðurstaða nefndarinnar er að ekki sé um brot að ræða að hluta, en brot að hluta auk brots á jafnræðisreglu 1.3.2. Brotið telst ekki alvarlegt. Þá er hluta þessa liðar vísað frá vegna skorts á upplýsingum, sbr. 9. gr. starfsreglna nefndarinnar. Liðum 4 og 5 er vísað frá þar sem málsgrundvöllur er ekki til staðar, sbr. 9. gr. starfsreglna nefndarinnar.“Enginn fótur fyrir ásökunum Sigurður segir að eins og sjá má af þessum „ákvörðunarorðum nefndarinnar er öllum kæruatriðum hafnað eða vísað frá nema einu kæruatriði sem varðaði breytingu á skipan stýrihóps, sem fól í sér að Sigrún fór úr honum, sem siðanefndin taldi þó ekki alvarlegt, og var Sigrún tekin aftur inn í stýrihópinn síðar. Öllum ásökunum um áreitni var því hafnað enda enginn fótur fyrir slíkum ásökunum. Mér þykir leitt að Sigrún kjósi að fara fram með rangar ásakanir í minn garð en óska henni alls hins besta,“ segir í yfirlýsingu Sigurðar Yngva prófessors. Skóla - og menntamál MeToo Vísindi Tengdar fréttir Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33 Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands hafnar alfarið ásökunum um kynferðislega áreitni af sinni hálfu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir að greint var frá því að Sigrún Helga Lund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefði sagt starfi sínu við háskólann lausu vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um kynferðislega áreitni hans sem yfirmanns í hennar garð.Vísir greindi frá því í morgun en nú hefur Sigurður Yngvi sent frá sér yfirlýsingu til að bregðast við því.Hafnar því að hafa beitt Sigrúnu andlegu ofbeldi eða áreitni „Fram til þessa hef ég ekki viljað tjá mig opinberlega um samstarf mitt við Sigrúnu og ástæður þess að því samstarfi lauk. Í ljósi ásakana í minn garð sem hún hefur sett fram á samfélagsmiðlum og fjölmiðlar hafa sagt frá vil ég koma eftirfarandi á framfæri,“ segir í yfirlýsingunni: „Ég hafna því eindregið að hafa beitt hana andlegu ofbeldi eða áreitni af neinu tagi.Eftir farsælt samstarf komu upp erfiðleikar á milli okkar, og ég neyddist á endanum til að víkja henni úr rannsóknahóp mínum. Í kjölfarið gerði hún sig seka um tilefnislausa líkamsárás á skrifstofu minni í vitna viðurvist og hafði í hótunum við mig. Sá atburður var mér og öðru samstarfsfólki okkar mikið áfall.“ Sigurður segir siðanefnd Háskóla Íslands hafa tekið málið til umfjöllunar að kröfu Sigrúnar. Siðanefndin gaf út ákvörðun sína í málinu 9. júlí 2018. Hann vísar til þess:„Siðanefnd Háskóla Íslands vísar frá þeim kæruatriðum sem fjallað er um undir liðum 1 og 2 þar sem kæran telst í þessum tilvikum hafa verið tilefnislaus, sbr. 4. gr. starfsreglna siðanefndar. Í lið 3 er fjallað um greinar 1.3.1 og 1.3.4., í siðareglum Háskóla Íslands. Niðurstaða nefndarinnar er að ekki sé um brot að ræða að hluta, en brot að hluta auk brots á jafnræðisreglu 1.3.2. Brotið telst ekki alvarlegt. Þá er hluta þessa liðar vísað frá vegna skorts á upplýsingum, sbr. 9. gr. starfsreglna nefndarinnar. Liðum 4 og 5 er vísað frá þar sem málsgrundvöllur er ekki til staðar, sbr. 9. gr. starfsreglna nefndarinnar.“Enginn fótur fyrir ásökunum Sigurður segir að eins og sjá má af þessum „ákvörðunarorðum nefndarinnar er öllum kæruatriðum hafnað eða vísað frá nema einu kæruatriði sem varðaði breytingu á skipan stýrihóps, sem fól í sér að Sigrún fór úr honum, sem siðanefndin taldi þó ekki alvarlegt, og var Sigrún tekin aftur inn í stýrihópinn síðar. Öllum ásökunum um áreitni var því hafnað enda enginn fótur fyrir slíkum ásökunum. Mér þykir leitt að Sigrún kjósi að fara fram með rangar ásakanir í minn garð en óska henni alls hins besta,“ segir í yfirlýsingu Sigurðar Yngva prófessors.
Skóla - og menntamál MeToo Vísindi Tengdar fréttir Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33 Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33
Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48