Erlent

Sex dæmdir til dauða á Gasaströndinni

Atli Ísleifsson skrifar
Hamas-samtökin hafa farið með stjórn á Gasaströndinni undanfarin ár, en Ísraelar hafa á meðan haldið Gasa í herkví frá 2006.
Hamas-samtökin hafa farið með stjórn á Gasaströndinni undanfarin ár, en Ísraelar hafa á meðan haldið Gasa í herkví frá 2006. Getty/Nurphoto
Herdómstóll á Gasaströndinni hefur dæmt sex manns til dauða fyrir að hafa starfað með Ísraelum. Þetta staðfestir innanríkisráðuneyti stjórnar Hamas-liða á Gasa. Herdómstóllinn dæmdi átta til viðbótar til refsingar vegna samstarfs við Ísraela.

Iyad al-Bozum, talsmaður ráðuneytisins, fagnaði dómum herdómstólsins í samtali við fjölmiðla og segja að samverkamenn Ísraels verði að gera sér grein fyrir því að Ísrael geti ekki verndað þá.

Að sögn fjölmiðla voru fimm karlmenn og ein kona dæmd til dauða og verða þau tekin af lífi með hengingu. Konan var dæmd í fjarveru sinni, en hún var sökuð um að hafa hvatt frænda sinn til að starfa með ísraelskri leyniþjónustu.

Hamas-samtökin hafa farið með stjórn á Gasaströndinni undanfarin ár, en Ísraelar hafa á meðan haldið Gasa í herkví allt frá 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×