Skrýtnast hvernig jörðin hélt bara áfram að snúast Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2018 15:30 Aron Már Ólafsson kallar sig AronMola á samfélagsmiðlum. Hann opnar sig í þættinum Íslandi í dag í kvöld. „Daginn eftir þá heldur allt umhverfið í kringum þig áfram að gera nákvæmlega það sama og í gær. Jörðin heldur áfram að snúast og það er það skrýtnasta sem þú lendir í þegar þú missir einhvern. Maður upplifir eins og allir ættu bara að koma að hlúa að manni eða gráta með þér, en það er bara ekki þannig.“ Þetta segir samfélagsmiðlastjarnan og leikarinn Aron Már Ólafsson, en rúm sjö ár eru nú liðin síðan hann missti fimm ára gamla systur sína, Evu Lynn, í slysi við sumarbústað á Suðurlandi. Hann segir að maður jafni sig aldrei almennilega á slíku áfalli, en læri frekar að lifa með því. Hann barðist lengi við tilfinningar sínar eftir áfallið, byrgði þær inni, notaði áfengi og vímuefni til að sefa sársaukann og á hann leituðu sjálfsskaðandi hugsanir.Sjá einnig: Lést af slysförum við HelluEkki hægt að „halda í sér skítnum“ Það liðu meira en tvö ár þar til Aron ákvað að leita sér aðstoðar hjá sálfræðingi, eitthvað sem hann hafði lengi haft litla trú á. Aftur á móti hafi það gjörbreytt allri sinni líðan að tala upphátt um tilfinningarnar. Þannig sé jafn mikilvægt að rækta andlegu hliðina eins og að sinna líkamlegum kvillum. „Þetta er ekkert annað en bara grunntilfinningar. Grunntilfinningar eru bara nákvæmlega að það sama og grunnþarfir. Ef þú ætlar bara að halda í þér skítnum í þrjá, fjóra mánuði og segja engum frá því, bara sleppa því að kúka, þá vil ég ekki ímynda mér hvað gerist. Það er bara beint upp á slysó og það þarf að þræða eitthvað, þú verður bara fárveikur.“Réðust á garðinn þar sem hann er lægstur Þessu vilja Aron og unnustan hans Hildur Skúladóttir, sem nýlega eignuðust fyrsta barn, koma til skila í nýrri barnabók um björninn Tilfinninga-Blæ. Bókina gefa þau út ásamt félaga sínum Orra Gunnlaugssyni, en saman mynda þau góðgerðasamtökin Allir gráta – sem láta allan ágóða af starfsemi sinni renna í verkefni til að bæta tilfinningavitund og líðan ungs fólks. Bókinni er ætlað að ná til tveggja til átta ára gamalla barna, en Aron segir aldrei of seint að byrja að ræða þessi mál við börn - og hefði sjálfur viljað fá slíka fræðslu miklu fyrr. „Við vildum bara ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur,“ segir Aron. Rætt verður við Aron Má og litið í heimsókn til ungu fjölskyldunnar á Hringbraut í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Ísland í dag Mest lesið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
„Daginn eftir þá heldur allt umhverfið í kringum þig áfram að gera nákvæmlega það sama og í gær. Jörðin heldur áfram að snúast og það er það skrýtnasta sem þú lendir í þegar þú missir einhvern. Maður upplifir eins og allir ættu bara að koma að hlúa að manni eða gráta með þér, en það er bara ekki þannig.“ Þetta segir samfélagsmiðlastjarnan og leikarinn Aron Már Ólafsson, en rúm sjö ár eru nú liðin síðan hann missti fimm ára gamla systur sína, Evu Lynn, í slysi við sumarbústað á Suðurlandi. Hann segir að maður jafni sig aldrei almennilega á slíku áfalli, en læri frekar að lifa með því. Hann barðist lengi við tilfinningar sínar eftir áfallið, byrgði þær inni, notaði áfengi og vímuefni til að sefa sársaukann og á hann leituðu sjálfsskaðandi hugsanir.Sjá einnig: Lést af slysförum við HelluEkki hægt að „halda í sér skítnum“ Það liðu meira en tvö ár þar til Aron ákvað að leita sér aðstoðar hjá sálfræðingi, eitthvað sem hann hafði lengi haft litla trú á. Aftur á móti hafi það gjörbreytt allri sinni líðan að tala upphátt um tilfinningarnar. Þannig sé jafn mikilvægt að rækta andlegu hliðina eins og að sinna líkamlegum kvillum. „Þetta er ekkert annað en bara grunntilfinningar. Grunntilfinningar eru bara nákvæmlega að það sama og grunnþarfir. Ef þú ætlar bara að halda í þér skítnum í þrjá, fjóra mánuði og segja engum frá því, bara sleppa því að kúka, þá vil ég ekki ímynda mér hvað gerist. Það er bara beint upp á slysó og það þarf að þræða eitthvað, þú verður bara fárveikur.“Réðust á garðinn þar sem hann er lægstur Þessu vilja Aron og unnustan hans Hildur Skúladóttir, sem nýlega eignuðust fyrsta barn, koma til skila í nýrri barnabók um björninn Tilfinninga-Blæ. Bókina gefa þau út ásamt félaga sínum Orra Gunnlaugssyni, en saman mynda þau góðgerðasamtökin Allir gráta – sem láta allan ágóða af starfsemi sinni renna í verkefni til að bæta tilfinningavitund og líðan ungs fólks. Bókinni er ætlað að ná til tveggja til átta ára gamalla barna, en Aron segir aldrei of seint að byrja að ræða þessi mál við börn - og hefði sjálfur viljað fá slíka fræðslu miklu fyrr. „Við vildum bara ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur,“ segir Aron. Rætt verður við Aron Má og litið í heimsókn til ungu fjölskyldunnar á Hringbraut í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Ísland í dag Mest lesið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira