Skrýtnast hvernig jörðin hélt bara áfram að snúast Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2018 15:30 Aron Már Ólafsson kallar sig AronMola á samfélagsmiðlum. Hann opnar sig í þættinum Íslandi í dag í kvöld. „Daginn eftir þá heldur allt umhverfið í kringum þig áfram að gera nákvæmlega það sama og í gær. Jörðin heldur áfram að snúast og það er það skrýtnasta sem þú lendir í þegar þú missir einhvern. Maður upplifir eins og allir ættu bara að koma að hlúa að manni eða gráta með þér, en það er bara ekki þannig.“ Þetta segir samfélagsmiðlastjarnan og leikarinn Aron Már Ólafsson, en rúm sjö ár eru nú liðin síðan hann missti fimm ára gamla systur sína, Evu Lynn, í slysi við sumarbústað á Suðurlandi. Hann segir að maður jafni sig aldrei almennilega á slíku áfalli, en læri frekar að lifa með því. Hann barðist lengi við tilfinningar sínar eftir áfallið, byrgði þær inni, notaði áfengi og vímuefni til að sefa sársaukann og á hann leituðu sjálfsskaðandi hugsanir.Sjá einnig: Lést af slysförum við HelluEkki hægt að „halda í sér skítnum“ Það liðu meira en tvö ár þar til Aron ákvað að leita sér aðstoðar hjá sálfræðingi, eitthvað sem hann hafði lengi haft litla trú á. Aftur á móti hafi það gjörbreytt allri sinni líðan að tala upphátt um tilfinningarnar. Þannig sé jafn mikilvægt að rækta andlegu hliðina eins og að sinna líkamlegum kvillum. „Þetta er ekkert annað en bara grunntilfinningar. Grunntilfinningar eru bara nákvæmlega að það sama og grunnþarfir. Ef þú ætlar bara að halda í þér skítnum í þrjá, fjóra mánuði og segja engum frá því, bara sleppa því að kúka, þá vil ég ekki ímynda mér hvað gerist. Það er bara beint upp á slysó og það þarf að þræða eitthvað, þú verður bara fárveikur.“Réðust á garðinn þar sem hann er lægstur Þessu vilja Aron og unnustan hans Hildur Skúladóttir, sem nýlega eignuðust fyrsta barn, koma til skila í nýrri barnabók um björninn Tilfinninga-Blæ. Bókina gefa þau út ásamt félaga sínum Orra Gunnlaugssyni, en saman mynda þau góðgerðasamtökin Allir gráta – sem láta allan ágóða af starfsemi sinni renna í verkefni til að bæta tilfinningavitund og líðan ungs fólks. Bókinni er ætlað að ná til tveggja til átta ára gamalla barna, en Aron segir aldrei of seint að byrja að ræða þessi mál við börn - og hefði sjálfur viljað fá slíka fræðslu miklu fyrr. „Við vildum bara ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur,“ segir Aron. Rætt verður við Aron Má og litið í heimsókn til ungu fjölskyldunnar á Hringbraut í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Ísland í dag Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Sjá meira
„Daginn eftir þá heldur allt umhverfið í kringum þig áfram að gera nákvæmlega það sama og í gær. Jörðin heldur áfram að snúast og það er það skrýtnasta sem þú lendir í þegar þú missir einhvern. Maður upplifir eins og allir ættu bara að koma að hlúa að manni eða gráta með þér, en það er bara ekki þannig.“ Þetta segir samfélagsmiðlastjarnan og leikarinn Aron Már Ólafsson, en rúm sjö ár eru nú liðin síðan hann missti fimm ára gamla systur sína, Evu Lynn, í slysi við sumarbústað á Suðurlandi. Hann segir að maður jafni sig aldrei almennilega á slíku áfalli, en læri frekar að lifa með því. Hann barðist lengi við tilfinningar sínar eftir áfallið, byrgði þær inni, notaði áfengi og vímuefni til að sefa sársaukann og á hann leituðu sjálfsskaðandi hugsanir.Sjá einnig: Lést af slysförum við HelluEkki hægt að „halda í sér skítnum“ Það liðu meira en tvö ár þar til Aron ákvað að leita sér aðstoðar hjá sálfræðingi, eitthvað sem hann hafði lengi haft litla trú á. Aftur á móti hafi það gjörbreytt allri sinni líðan að tala upphátt um tilfinningarnar. Þannig sé jafn mikilvægt að rækta andlegu hliðina eins og að sinna líkamlegum kvillum. „Þetta er ekkert annað en bara grunntilfinningar. Grunntilfinningar eru bara nákvæmlega að það sama og grunnþarfir. Ef þú ætlar bara að halda í þér skítnum í þrjá, fjóra mánuði og segja engum frá því, bara sleppa því að kúka, þá vil ég ekki ímynda mér hvað gerist. Það er bara beint upp á slysó og það þarf að þræða eitthvað, þú verður bara fárveikur.“Réðust á garðinn þar sem hann er lægstur Þessu vilja Aron og unnustan hans Hildur Skúladóttir, sem nýlega eignuðust fyrsta barn, koma til skila í nýrri barnabók um björninn Tilfinninga-Blæ. Bókina gefa þau út ásamt félaga sínum Orra Gunnlaugssyni, en saman mynda þau góðgerðasamtökin Allir gráta – sem láta allan ágóða af starfsemi sinni renna í verkefni til að bæta tilfinningavitund og líðan ungs fólks. Bókinni er ætlað að ná til tveggja til átta ára gamalla barna, en Aron segir aldrei of seint að byrja að ræða þessi mál við börn - og hefði sjálfur viljað fá slíka fræðslu miklu fyrr. „Við vildum bara ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur,“ segir Aron. Rætt verður við Aron Má og litið í heimsókn til ungu fjölskyldunnar á Hringbraut í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Ísland í dag Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Sjá meira