Chicago Bulls rak þjálfarann sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2018 15:34 Fred Hoiberg. Vísir/Getty Fred Hoiberg verður ekki lengur þjálfari Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta. Chicago Bulls ákvað að reka Hoiberg og mun Jim Boylen taka við liðinu. Boylen hefur verið aðstoðarþjálfari Fred Hoiberg allan hans tíma hjá Bulls. Jim Boylen hefur ekki áður verið aðalþjálfari í NBA-deildinni en hann vann NBA-titilinn þrisvar sem aðstoðarþjálfari, fyrst tvisvar sem aðstoðarþjálfari Rudy Tomjanovich hjá Houston Rockets (1994 og 1995) og svo sem aðstoðarmaður Gregg "Pop" Popovich hjá San Antonio Spurs (2014). Hoiberg er annar þjálfarinn sem er rekinn á tímabilinu en Cleveland Cavaliers rak Tyronn Lue á dögunum.OFFICIAL: Chicago Bulls Executive Vice President of Basketball Operations John Paxson announced today that Fred Hoiberg has been relieved of his duties as head coach of the team. MORE: https://t.co/EV3vZhjOCC — Chicago Bulls (@chicagobulls) December 3, 2018Chicago Bulls hefur aðeins unnð 5 af 24 fyrstu leikjum tímabilsins en það hjálpaði ekki að liðið hefur verið án Finnans snjalla Lauri Markkanen. Fred Hoiberg varð þjálfari Chicago Bulls 2. júní 2015 en hann var þar áður þjálfari Iowa State í fimm ár. Undir stjórn Fred Hoiberg vann Chicago Bulls 115 leiki en tapaði 155. Hann var því með 42,6 prósent sigurhlutfall. Bulls fór í úrslitakeppnina undir hans stjórn árið 2017 en hafa ekki verið nálægt úrslitakeppninni síðan. Chicago Bulls hættir samt ekki að borga Fred Hoiberg laun. Hann gerði fimm ára samning við félagið árið 2015 sem færði honum samtals 25 milljónir dollara eða þrjá milljarða íslenskra króna. Fred Hoiberg fær því allan þann pening svo framarlega sem hann tekur ekki við öðru starfi á þessum tíma. NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Fred Hoiberg verður ekki lengur þjálfari Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta. Chicago Bulls ákvað að reka Hoiberg og mun Jim Boylen taka við liðinu. Boylen hefur verið aðstoðarþjálfari Fred Hoiberg allan hans tíma hjá Bulls. Jim Boylen hefur ekki áður verið aðalþjálfari í NBA-deildinni en hann vann NBA-titilinn þrisvar sem aðstoðarþjálfari, fyrst tvisvar sem aðstoðarþjálfari Rudy Tomjanovich hjá Houston Rockets (1994 og 1995) og svo sem aðstoðarmaður Gregg "Pop" Popovich hjá San Antonio Spurs (2014). Hoiberg er annar þjálfarinn sem er rekinn á tímabilinu en Cleveland Cavaliers rak Tyronn Lue á dögunum.OFFICIAL: Chicago Bulls Executive Vice President of Basketball Operations John Paxson announced today that Fred Hoiberg has been relieved of his duties as head coach of the team. MORE: https://t.co/EV3vZhjOCC — Chicago Bulls (@chicagobulls) December 3, 2018Chicago Bulls hefur aðeins unnð 5 af 24 fyrstu leikjum tímabilsins en það hjálpaði ekki að liðið hefur verið án Finnans snjalla Lauri Markkanen. Fred Hoiberg varð þjálfari Chicago Bulls 2. júní 2015 en hann var þar áður þjálfari Iowa State í fimm ár. Undir stjórn Fred Hoiberg vann Chicago Bulls 115 leiki en tapaði 155. Hann var því með 42,6 prósent sigurhlutfall. Bulls fór í úrslitakeppnina undir hans stjórn árið 2017 en hafa ekki verið nálægt úrslitakeppninni síðan. Chicago Bulls hættir samt ekki að borga Fred Hoiberg laun. Hann gerði fimm ára samning við félagið árið 2015 sem færði honum samtals 25 milljónir dollara eða þrjá milljarða íslenskra króna. Fred Hoiberg fær því allan þann pening svo framarlega sem hann tekur ekki við öðru starfi á þessum tíma.
NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira