Katrín þiggur boð Bernie Sanders Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. desember 2018 18:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur þegið boð um að taka þátt í stofnun alþjóðasamtaka framfarasinna. Bernie Sanders er annar forsprakka samtakanna. Vísir/Vilhelm/Getty Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur þegið boð um að taka þátt í stofnun samtakanna Progressive Internternational. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Katrínar sem birtist síðdegis í dag. Forsprakkar Progressive International eru Yanis Varfoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, og Bernie Sanders, fyrrum forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum. Miðað við þær upplýsingar sem fást á vefsíðu Progressive International, sem þýða mætti sem „Alþjóðasamtök Framfarasinna,“ eru samtökin hugsuð sem sameiginlegur alþjóðlegur vettvangur þeirra sem flokkast myndu sem vinstrisinnaðir á hinum pólitíska ás. Í kynningarmynbandi sem birtist þegar farið er á heimasíðu samtakanna er samtökunum lýst sem „grasrótarhreyfingu sem virkjar vinnandi fólk um allan heim í krafti sameiginlegrar sýnar um lýðræði, sjálfbærni og samstöðu.“Grundvöllur þáttökunnar tvíþætturÍ færslu Katrínar segir hún þátttöku sína í stofnun samtakanna grundvallast á tveimur þáttum. Annars vegar telji Katrín að mikilvægt sé að „bregðast í sameiningu við uppgangi valdboðshyggju í heiminum, sem er bein ógn við lýðræði og mannréttindi.“ Hins vegar sé það vilji forsætisráðherra að styðja við þá sýn sem Progressive International standi fyrir, sem Katrín segir vera „baráttuna fyrir almennri velferð, öryggi og reisn fyrir allt fólk.“ Katrín segir að hleypa þurfi lífi í alþjóðlega samvinnu vinstrifólks til þess að mögulegt sé að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði, breyta hinu alþjóðlega fjármálakerfi, stöðva vígvæðingu um heiminn og stemma stigu við loftslagsbreytingum. Færslu Katrínar í heild sinni má sjá hér að neðan. Birtist stuttlega í myndbandi samtakannaÍ áður nefndu kynningarmyndbandi Progressive International eru týnd til þau mál sem samtökin hafa á sinni könnu, ýmist til að berjast gegn eða fylgja eftir. Meðal þess sem kemur fram í myndbandinu er að 1% jarðarbúa hafi yfirráð yfir um helmingi þess auðs sem til er í heiminum, meðan hundruð milljóna verkafólks búi við fjárhagslegt óöryggi og jafnvel fátækt. Eins er bent á að loftslag jarðarinnar „færist á meðan í átt til eyðileggingar.“ Þá vara samtökin við uppgangi valdboðssinna víðs vegar um heiminn. Á meðan alvörugefinn þulur talar ómyrkur í máli um þær hættur sem þeim fylgja má sjá svipmyndir af heimsþekktum stjórnmálaleiðtogum á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta, Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og Boris Johnson, Brexit-sinna og fyrrum utanríkisráðherra Bretlands. Undir hvatningarorðum samtakanna um að nú sé tími framfarasinna heimsins til að sameinast má sjá myndbrot af heimsþekktu stjórnmálafólki. Til að mynda sjást stofnendur samtakanna, þeir Yanis Varfoufakis og Bernie Sanders. Þá má sjá leiðtoga breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, Alexandriu Ocasio-Cortez, nýkjörinn fulltrúadeildarþingmann Bandaríkjanna og sjálfa Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands. Myndband samtakanna má sjá hér að neðan.Progressive International from MEANS OF PRODUCTION on Vimeo. Loftslagsmál Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur þegið boð um að taka þátt í stofnun samtakanna Progressive Internternational. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Katrínar sem birtist síðdegis í dag. Forsprakkar Progressive International eru Yanis Varfoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, og Bernie Sanders, fyrrum forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum. Miðað við þær upplýsingar sem fást á vefsíðu Progressive International, sem þýða mætti sem „Alþjóðasamtök Framfarasinna,“ eru samtökin hugsuð sem sameiginlegur alþjóðlegur vettvangur þeirra sem flokkast myndu sem vinstrisinnaðir á hinum pólitíska ás. Í kynningarmynbandi sem birtist þegar farið er á heimasíðu samtakanna er samtökunum lýst sem „grasrótarhreyfingu sem virkjar vinnandi fólk um allan heim í krafti sameiginlegrar sýnar um lýðræði, sjálfbærni og samstöðu.“Grundvöllur þáttökunnar tvíþætturÍ færslu Katrínar segir hún þátttöku sína í stofnun samtakanna grundvallast á tveimur þáttum. Annars vegar telji Katrín að mikilvægt sé að „bregðast í sameiningu við uppgangi valdboðshyggju í heiminum, sem er bein ógn við lýðræði og mannréttindi.“ Hins vegar sé það vilji forsætisráðherra að styðja við þá sýn sem Progressive International standi fyrir, sem Katrín segir vera „baráttuna fyrir almennri velferð, öryggi og reisn fyrir allt fólk.“ Katrín segir að hleypa þurfi lífi í alþjóðlega samvinnu vinstrifólks til þess að mögulegt sé að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði, breyta hinu alþjóðlega fjármálakerfi, stöðva vígvæðingu um heiminn og stemma stigu við loftslagsbreytingum. Færslu Katrínar í heild sinni má sjá hér að neðan. Birtist stuttlega í myndbandi samtakannaÍ áður nefndu kynningarmyndbandi Progressive International eru týnd til þau mál sem samtökin hafa á sinni könnu, ýmist til að berjast gegn eða fylgja eftir. Meðal þess sem kemur fram í myndbandinu er að 1% jarðarbúa hafi yfirráð yfir um helmingi þess auðs sem til er í heiminum, meðan hundruð milljóna verkafólks búi við fjárhagslegt óöryggi og jafnvel fátækt. Eins er bent á að loftslag jarðarinnar „færist á meðan í átt til eyðileggingar.“ Þá vara samtökin við uppgangi valdboðssinna víðs vegar um heiminn. Á meðan alvörugefinn þulur talar ómyrkur í máli um þær hættur sem þeim fylgja má sjá svipmyndir af heimsþekktum stjórnmálaleiðtogum á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta, Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og Boris Johnson, Brexit-sinna og fyrrum utanríkisráðherra Bretlands. Undir hvatningarorðum samtakanna um að nú sé tími framfarasinna heimsins til að sameinast má sjá myndbrot af heimsþekktu stjórnmálafólki. Til að mynda sjást stofnendur samtakanna, þeir Yanis Varfoufakis og Bernie Sanders. Þá má sjá leiðtoga breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, Alexandriu Ocasio-Cortez, nýkjörinn fulltrúadeildarþingmann Bandaríkjanna og sjálfa Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands. Myndband samtakanna má sjá hér að neðan.Progressive International from MEANS OF PRODUCTION on Vimeo.
Loftslagsmál Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira