Forviða á hugmyndum um niðurskurð til Rannsóknasjóðs Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. desember 2018 06:00 Prófessor segir Ísland standa nágrannalöndum langt að baki í fjármögnun háskóla og vísindastarfs. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Þetta er svolítill skellur en meirihluti fjárlaganefndar hyggst skera framlög til Rannsóknasjóðs niður um tæpar 150 milljónir. Við fréttum þetta bara í síðustu viku. Rannsóknasjóður er grunnvísindasjóður og í raun stoðin undir öll grunnvísindi á Íslandi. Hann er samt mjög lítill og það er hörð samkeppni um úthlutanir,“ segir Erna Magnúsdóttir, forseti Vísindafélags Íslendinga. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar við 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið segir að draga eigi úr útgjaldavexti til vísinda og samkeppnissjóða í rannsóknum um tæpar 147 milljónir. „Þetta skýtur svo skökku við en þarna verður um 17 prósenta niðurskurður á nýveitingum styrkja. Það eru um tíu verkefnastyrkir. Ég held að þingmenn séu ekki meðvitaðir um það hvað þetta er stór breyting og hefur mikil áhrif.“ Hún segir Vísindafélagið og þá vísindamenn sem hún hafi rætt við forviða. „Við hefðum frekar búist við að það yrði bætt við í sjóðina.“ Hafin er undirskriftasöfnun meðal vísindamanna til að mótmæla þessum áformum og þá hyggjast þeir mæta á þingpalla á morgun. Einar Stefánsson, prófessor við læknadeild Háskólans og yfirlæknir á augndeild Landspítala, tekur undir þetta og segir að verið sé að taka lítið skref til baka. „Þegar kemur að fjármögnun háskóla og rannsókna erum við langt frá þeim þjóðum sem við viljum miða okkur við.“ Hann bendir á að bandarísk stjórnvöld hafi gefið það út að 75 prósent hagvaxtar landsins frá lokum seinni heimsstyrjaldar komi í gegnum rannsóknir og þróun. „Bandaríkjamenn hafa verið fremstir en eiginlega allar aðrar þjóðir eru að reyna fara sömu leið og byggja sína framtíð á rannsóknum og nýsköpun.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Þetta er svolítill skellur en meirihluti fjárlaganefndar hyggst skera framlög til Rannsóknasjóðs niður um tæpar 150 milljónir. Við fréttum þetta bara í síðustu viku. Rannsóknasjóður er grunnvísindasjóður og í raun stoðin undir öll grunnvísindi á Íslandi. Hann er samt mjög lítill og það er hörð samkeppni um úthlutanir,“ segir Erna Magnúsdóttir, forseti Vísindafélags Íslendinga. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar við 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið segir að draga eigi úr útgjaldavexti til vísinda og samkeppnissjóða í rannsóknum um tæpar 147 milljónir. „Þetta skýtur svo skökku við en þarna verður um 17 prósenta niðurskurður á nýveitingum styrkja. Það eru um tíu verkefnastyrkir. Ég held að þingmenn séu ekki meðvitaðir um það hvað þetta er stór breyting og hefur mikil áhrif.“ Hún segir Vísindafélagið og þá vísindamenn sem hún hafi rætt við forviða. „Við hefðum frekar búist við að það yrði bætt við í sjóðina.“ Hafin er undirskriftasöfnun meðal vísindamanna til að mótmæla þessum áformum og þá hyggjast þeir mæta á þingpalla á morgun. Einar Stefánsson, prófessor við læknadeild Háskólans og yfirlæknir á augndeild Landspítala, tekur undir þetta og segir að verið sé að taka lítið skref til baka. „Þegar kemur að fjármögnun háskóla og rannsókna erum við langt frá þeim þjóðum sem við viljum miða okkur við.“ Hann bendir á að bandarísk stjórnvöld hafi gefið það út að 75 prósent hagvaxtar landsins frá lokum seinni heimsstyrjaldar komi í gegnum rannsóknir og þróun. „Bandaríkjamenn hafa verið fremstir en eiginlega allar aðrar þjóðir eru að reyna fara sömu leið og byggja sína framtíð á rannsóknum og nýsköpun.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira