Halldór Helgason tilnefndur sem snjóbrettamaður ársins Tinni Sveinsson skrifar 4. desember 2018 15:30 Halldór tryggir stað sinn sem einn virtasti og vinsælasti snjóbrettamaður í heiminum. The Future of Yesterday Akureyrski snjóbrettamaðurinn Halldór Helgason átti enn og aftur frábært ár í snjóbrettaíþróttinni og heldur sér í fámennum hópi bestu brettamanna heims. Í gær var það tilkynnt að hann er tilnefndur af vinsælasta og virtasta tímariti snjóbrettabransans, Transworld Snowboarding, bæði sem snjóbrettamaður ársins og fyrir besta atriði ársins í snjóbrettamynd. Verðlaunin eru valin af 100 fremstu snjóbrettamönnum heims en Halldór er einnig tilnefndur sem uppáhalds brettamaður lesenda Transworld. Atriðið sem hann er tilnefndur fyrir í ár er í myndinni The Future of Yesterday, sem kom út fyrr í haust. Þar má sjá Halldór framkvæma hreint ótrúleg stökk, meðal annars fram af himinháum klettum undir lok myndar. The Future of Yesterday er einnig tilnefnd sem snjóbrettamynd ársins, enda er hún ein sú metnaðarfyllsta á árinu, en bróðir Halldórs, Eiki Helgason, á einnig atriði í henni.Þetta er annað árið í röð sem Halldór er áberandi á tilnefningalista Transworld sem er eftirsóttur í snjóbrettabransanum, en í fyrra vann hann bæði verðlaun fyrir atriði ársins og sem uppáhalds snjóbrettamaður lesenda. Halldór var einnig valinn uppáhalds snjóbrettamaður ársins af lesendum Transworld árið 2015 og árið 2011 var hann valinn nýliði ársins. Þá var hann einnig valinn besti evrópski snjóbrettamaðurinn af tímaritinu Onboard í fyrra. Þeir sem keppa við Halldór um titilinn brettamaður ársins eru Norðmaðurinn Torstein Horgmo, Japaninn Kazu Kokubo og Bandaríkjamennirnir Eric Jackson og Austin Sweetin. Á vef Transworld Snowboarding er hægt að horfa á fleiri atriði sem sköruðu fram úr á árinu og kynna sér tilnefningar í öllum flokkum.Halldór lætur sig flakka í heljarstökk niður himinháa kletta undir lok myndarinnar.The Future of Yesterday Fréttir ársins 2018 Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Staðfestir þriðju seríuna af Atvinnumönnunum okkar og þetta eru fyrstu gestir Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal staðfesti á Twitter að þriðja þáttaröðin af Atvinnumönnunum okkar fer von bráðar í framleiðslu. 12. nóvember 2018 12:30 Halldór og Eiríkur Helgasynir í spor Freddie Mercury í nýjustu myndinni Nýjasta snjóbrettamynd Transworld Snowboarding kom út á dögunum en þar fara Akureyringarnir Halldór og Eiríkur Helgason með aðalhlutverk. 16. október 2018 14:30 Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Allskonar fyrir öll „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Fimm Íslandsmet og jafn mörg HM lágmörk litu dagsins ljós í Hafnafirði Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Anton Sveinn er hættur Oliver kveður Breiðablik Má búast við hasar í hörkuverkefni Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Sjá meira
Akureyrski snjóbrettamaðurinn Halldór Helgason átti enn og aftur frábært ár í snjóbrettaíþróttinni og heldur sér í fámennum hópi bestu brettamanna heims. Í gær var það tilkynnt að hann er tilnefndur af vinsælasta og virtasta tímariti snjóbrettabransans, Transworld Snowboarding, bæði sem snjóbrettamaður ársins og fyrir besta atriði ársins í snjóbrettamynd. Verðlaunin eru valin af 100 fremstu snjóbrettamönnum heims en Halldór er einnig tilnefndur sem uppáhalds brettamaður lesenda Transworld. Atriðið sem hann er tilnefndur fyrir í ár er í myndinni The Future of Yesterday, sem kom út fyrr í haust. Þar má sjá Halldór framkvæma hreint ótrúleg stökk, meðal annars fram af himinháum klettum undir lok myndar. The Future of Yesterday er einnig tilnefnd sem snjóbrettamynd ársins, enda er hún ein sú metnaðarfyllsta á árinu, en bróðir Halldórs, Eiki Helgason, á einnig atriði í henni.Þetta er annað árið í röð sem Halldór er áberandi á tilnefningalista Transworld sem er eftirsóttur í snjóbrettabransanum, en í fyrra vann hann bæði verðlaun fyrir atriði ársins og sem uppáhalds snjóbrettamaður lesenda. Halldór var einnig valinn uppáhalds snjóbrettamaður ársins af lesendum Transworld árið 2015 og árið 2011 var hann valinn nýliði ársins. Þá var hann einnig valinn besti evrópski snjóbrettamaðurinn af tímaritinu Onboard í fyrra. Þeir sem keppa við Halldór um titilinn brettamaður ársins eru Norðmaðurinn Torstein Horgmo, Japaninn Kazu Kokubo og Bandaríkjamennirnir Eric Jackson og Austin Sweetin. Á vef Transworld Snowboarding er hægt að horfa á fleiri atriði sem sköruðu fram úr á árinu og kynna sér tilnefningar í öllum flokkum.Halldór lætur sig flakka í heljarstökk niður himinháa kletta undir lok myndarinnar.The Future of Yesterday
Fréttir ársins 2018 Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Staðfestir þriðju seríuna af Atvinnumönnunum okkar og þetta eru fyrstu gestir Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal staðfesti á Twitter að þriðja þáttaröðin af Atvinnumönnunum okkar fer von bráðar í framleiðslu. 12. nóvember 2018 12:30 Halldór og Eiríkur Helgasynir í spor Freddie Mercury í nýjustu myndinni Nýjasta snjóbrettamynd Transworld Snowboarding kom út á dögunum en þar fara Akureyringarnir Halldór og Eiríkur Helgason með aðalhlutverk. 16. október 2018 14:30 Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Allskonar fyrir öll „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Fimm Íslandsmet og jafn mörg HM lágmörk litu dagsins ljós í Hafnafirði Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Anton Sveinn er hættur Oliver kveður Breiðablik Má búast við hasar í hörkuverkefni Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Henry harðorður í garð Mbappé Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Sjáðu hinn verðmæta Orra skora með skalla í Tékklandi Valgeir laus í Svíþjóð og gæti verið á heimleið Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Sjá meira
Staðfestir þriðju seríuna af Atvinnumönnunum okkar og þetta eru fyrstu gestir Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal staðfesti á Twitter að þriðja þáttaröðin af Atvinnumönnunum okkar fer von bráðar í framleiðslu. 12. nóvember 2018 12:30
Halldór og Eiríkur Helgasynir í spor Freddie Mercury í nýjustu myndinni Nýjasta snjóbrettamynd Transworld Snowboarding kom út á dögunum en þar fara Akureyringarnir Halldór og Eiríkur Helgason með aðalhlutverk. 16. október 2018 14:30
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti