Eltu uppi innbrotsþjóf með merki frá spjaldtölvu að vopni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2018 18:35 Hægt er að kveikja á staðsetningarforriti sem finnur staðsetningu spjaldtölva á borð við iPad. Apple Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um fjölmörg innbrot og aðra glæpi. Maðurinn er grunaður um nánast samfellda brotastarfsemi frá því í febrúar á þessu ári frá því að hann var handtekinn þann 21. nóvember síðastliðinn. Svo virðist sem hann hafi ekki gætt að því að hægt er að virkja forrit til þess að staðsetja síma og spjaldtölvur sem glatast hafa. Maðurinn var sem fyrr segir handtekinn í síðasta mánuði vegna gruns um að hann hafi stolið yfirhöfnum, veski með kortum og peningum ásamt lyklum að tveimur bílum. Íbúi í íbúðinni sem brotist var inn í virkjaði staðsetningarforrit í síma sem stolið var. Var síminn staðsettur í íbúð þar sem fannst „gríðarlega mikið magn af munum“, ætlað þýfi sem haldlagt var af lögreglu.Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem maðurinn fannst með þýfi eftir að staðsetningarforrit á tæki sem stolið hafi verið var virkjað. Þann 14. mars síðastliðinn var maðurinn handtekinn eftir að lögregla ók hann uppi. Sama kvöld hafði verið brotist inn í íbúð og þaðan stolið iPad-spjaldtölvu, Playstastion 4 leikjatölvu, rafmagnsgítar og fjölda persónulega muna. Sá sem tilkynnti innbrotið virkjaði staðsetningarforrit í spjaldtölvunni og sást þá á spjaldtölvan var á ferðinni í austurátt í átt að ótilgreindum stað. Ók lögregla af stað og elti uppi spjaldtölvuna samkvæmt merkinu sem staðsetningarforritið gaf upp. Þegar lögregla nálgaðist merkið frá tölvunni nálgaðist hún einnig hvítan sendiferðabíl. Sá bíll reyndist vera á stolnum númerum sem tilheyrði tjaldvagni. Bíllinn var í kjölfarið stöðvaður og við leit í bílnum fundust þeir munir sem saknað hafði verið eftir innbrotið fyrr um kvöldið. Við skýrslutöku hjá lögreglu játaði maðurinn innbrotið.Í mikilli neyslu Sem fyrr segir er maðurinn grunaður um töluverðan fjölda afbrota en alls eru 23 mál nefnd í gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Í rökstuðningi fyrir fyrir gæsluvarðhaldskröfunni segir að það sé mat lögreglu að um sé að ræða „afbrotahrinu sem nauðsynlegt sé fyrir lögreglu að stöðva.“ Þá segir einnig að þar sem maðurinn sé í mikilli neyslu vímuefna sé líklegt að brotaferillinn haldi áfram verði hann ekki hnepptur í gæsluvarðhald. Undir þetta tók Landsréttur sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur og þarf maðurinn því að sæta gæsluvarðhaldi til 20. desember næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um fjölmörg innbrot og aðra glæpi. Maðurinn er grunaður um nánast samfellda brotastarfsemi frá því í febrúar á þessu ári frá því að hann var handtekinn þann 21. nóvember síðastliðinn. Svo virðist sem hann hafi ekki gætt að því að hægt er að virkja forrit til þess að staðsetja síma og spjaldtölvur sem glatast hafa. Maðurinn var sem fyrr segir handtekinn í síðasta mánuði vegna gruns um að hann hafi stolið yfirhöfnum, veski með kortum og peningum ásamt lyklum að tveimur bílum. Íbúi í íbúðinni sem brotist var inn í virkjaði staðsetningarforrit í síma sem stolið var. Var síminn staðsettur í íbúð þar sem fannst „gríðarlega mikið magn af munum“, ætlað þýfi sem haldlagt var af lögreglu.Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem maðurinn fannst með þýfi eftir að staðsetningarforrit á tæki sem stolið hafi verið var virkjað. Þann 14. mars síðastliðinn var maðurinn handtekinn eftir að lögregla ók hann uppi. Sama kvöld hafði verið brotist inn í íbúð og þaðan stolið iPad-spjaldtölvu, Playstastion 4 leikjatölvu, rafmagnsgítar og fjölda persónulega muna. Sá sem tilkynnti innbrotið virkjaði staðsetningarforrit í spjaldtölvunni og sást þá á spjaldtölvan var á ferðinni í austurátt í átt að ótilgreindum stað. Ók lögregla af stað og elti uppi spjaldtölvuna samkvæmt merkinu sem staðsetningarforritið gaf upp. Þegar lögregla nálgaðist merkið frá tölvunni nálgaðist hún einnig hvítan sendiferðabíl. Sá bíll reyndist vera á stolnum númerum sem tilheyrði tjaldvagni. Bíllinn var í kjölfarið stöðvaður og við leit í bílnum fundust þeir munir sem saknað hafði verið eftir innbrotið fyrr um kvöldið. Við skýrslutöku hjá lögreglu játaði maðurinn innbrotið.Í mikilli neyslu Sem fyrr segir er maðurinn grunaður um töluverðan fjölda afbrota en alls eru 23 mál nefnd í gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Í rökstuðningi fyrir fyrir gæsluvarðhaldskröfunni segir að það sé mat lögreglu að um sé að ræða „afbrotahrinu sem nauðsynlegt sé fyrir lögreglu að stöðva.“ Þá segir einnig að þar sem maðurinn sé í mikilli neyslu vímuefna sé líklegt að brotaferillinn haldi áfram verði hann ekki hnepptur í gæsluvarðhald. Undir þetta tók Landsréttur sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur og þarf maðurinn því að sæta gæsluvarðhaldi til 20. desember næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira