Innlent

Alþingi birtir laun þingmanna frá árinu 2007

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Upplýsingarnar eru aðgengilegar á heimasíðu Alþingis.
Upplýsingarnar eru aðgengilegar á heimasíðu Alþingis. Vísir/vilhelm
Alþingi birti í dag upplýsingar um laun og kostnaðargreiðslur þingmanna frá alþingiskosningunum árið 2007. Birtingin er í samræmi við ákvörðun forsætisnefndar frá því í apríl síðastliðnum en áður höfðu verið birt laun og greiðslur þingmanna sem nú eiga sæti á Alþingi.

Sjá einnig: Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram



Upplýsingarnar eru aðgengilegar á heimasíðu Alþingis. Hægt er að velja ártal á bilinu 2007 til 2018 og fá upp lista þeirra þingmanna sem þá sátu á Alþingi. Þá er hægt að smella á hvern þingmann og athuga hver laun hans eru eða voru, hverjar fastar kostnaðargreiðslur til hans hafa verið og hvað hann hefur fengið endurgreitt fyrir útlagðan kostnað.

Á vef Alþingis segir jafnframt að leitað hafi verið til Persónuverndar vegna birtingar á upplýsingunum auk þess sem öllum þingmönnum sem í hlut eiga var gefinn kostur á að gera athugasemdir við birtinguna. Undanskildir birtingunni eru fyrrverandi þingmenn sem látist hafa og er miðað við andlát fyrir 1. desember 2018.

Vefsíðan er uppfærð um 25. hvers mánaðar og birtar nýjar upplýsingar fyrir undangenginn mánuð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×