Björgvin Skúli hættur sem framkvæmdastjóri Korta Hörður Ægisson skrifar 5. desember 2018 08:00 Björgvin Skúli Sigurðsson Björgvin Skúli Sigurðsson, sem var ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar í janúar á þessu ári, hefur látið af störfum hjá færsluhirðingarfyrirtækinu. Hildur Árnadóttir, stjórnarformaður Kortaþjónustunnar, staðfestir í samtali við Markaðinn að samkomulag hafi náðst um starfslok Björgvins Skúla. Aðspurð um ástæðuna segir Hildur að Björgvin Skúli hafi verið fenginn til að leiða fyrirtækið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í kjölfar þess áfalls sem Kortaþjónustan varð fyrir við gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch haustið 2017. Þeirri vinnu sé nú lokið. Leit að nýjum framkvæmdastjóra stendur yfir en Sigurhjörtur Sigfússon, fjármálastjóri Kortaþjónustunnar, gegnir tímabundið starfi framkvæmdastjóra. Áður en Björgvin Skúli tók til starfa hjá Kortaþjónustunni í ársbyrjun hafði hann verið framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar á árunum 2013 til 2017. Þá vann hann um nokkurra ára skeið hjá slitastjórn bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers. Sem kunnugt er keyptu Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Kortafyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch Airlines en fyrirtækið var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Rekstrartekjur Kortaþjónustunnar námu ríflega 4,5 milljörðum á síðasta ári og nær tvöfölduðust frá fyrra ári þegar þær voru tæpir 2,3 milljarðar. Tap félagsins nam hins vegar um 1,6 milljörðum króna. Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Tengdar fréttir Kortaþjónustan gaf út 250 milljóna skuldabréf til hluthafa Bréfin, sem bera sjö prósenta fasta vexti, eru til sjö ára. 21. nóvember 2018 06:30 Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19 Óskabein næststærsti hluthafi Korta með tíu prósenta hlut Fjárfestingafélagið Óskabein skráði sig fyrir 10 prósenta hlut þegar fjárfestar lögðu Kortaþjónustunni til nærri 1.500 milljónir króna í nýtt hlutafé. Bakkavararbræður eiga fimm prósent og Sigurður Bollason er með sex prósenta hlut. 10. janúar 2018 07:30 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Björgvin Skúli Sigurðsson, sem var ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar í janúar á þessu ári, hefur látið af störfum hjá færsluhirðingarfyrirtækinu. Hildur Árnadóttir, stjórnarformaður Kortaþjónustunnar, staðfestir í samtali við Markaðinn að samkomulag hafi náðst um starfslok Björgvins Skúla. Aðspurð um ástæðuna segir Hildur að Björgvin Skúli hafi verið fenginn til að leiða fyrirtækið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í kjölfar þess áfalls sem Kortaþjónustan varð fyrir við gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch haustið 2017. Þeirri vinnu sé nú lokið. Leit að nýjum framkvæmdastjóra stendur yfir en Sigurhjörtur Sigfússon, fjármálastjóri Kortaþjónustunnar, gegnir tímabundið starfi framkvæmdastjóra. Áður en Björgvin Skúli tók til starfa hjá Kortaþjónustunni í ársbyrjun hafði hann verið framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar á árunum 2013 til 2017. Þá vann hann um nokkurra ára skeið hjá slitastjórn bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers. Sem kunnugt er keyptu Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Kortafyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch Airlines en fyrirtækið var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Rekstrartekjur Kortaþjónustunnar námu ríflega 4,5 milljörðum á síðasta ári og nær tvöfölduðust frá fyrra ári þegar þær voru tæpir 2,3 milljarðar. Tap félagsins nam hins vegar um 1,6 milljörðum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Tengdar fréttir Kortaþjónustan gaf út 250 milljóna skuldabréf til hluthafa Bréfin, sem bera sjö prósenta fasta vexti, eru til sjö ára. 21. nóvember 2018 06:30 Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19 Óskabein næststærsti hluthafi Korta með tíu prósenta hlut Fjárfestingafélagið Óskabein skráði sig fyrir 10 prósenta hlut þegar fjárfestar lögðu Kortaþjónustunni til nærri 1.500 milljónir króna í nýtt hlutafé. Bakkavararbræður eiga fimm prósent og Sigurður Bollason er með sex prósenta hlut. 10. janúar 2018 07:30 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Kortaþjónustan gaf út 250 milljóna skuldabréf til hluthafa Bréfin, sem bera sjö prósenta fasta vexti, eru til sjö ára. 21. nóvember 2018 06:30
Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19
Óskabein næststærsti hluthafi Korta með tíu prósenta hlut Fjárfestingafélagið Óskabein skráði sig fyrir 10 prósenta hlut þegar fjárfestar lögðu Kortaþjónustunni til nærri 1.500 milljónir króna í nýtt hlutafé. Bakkavararbræður eiga fimm prósent og Sigurður Bollason er með sex prósenta hlut. 10. janúar 2018 07:30