Alþjóðageirinn til bjargar Konráð S. Guðjónsson skrifar 5. desember 2018 07:00 Hagfræðingar eru snillingar þegar kemur að því að spá fyrir um framtíðina. Snillingar að því leyti að sumir þeirra hafa atvinnu af spám þó að stundum sé eins og öllum mögulegum útkomum sé spáð. Einnig eru sumir hagfræðingar snillingar í að stökkva fram og segja: „Sko, ég sagði það!“ Og í raun fleiri en bara hagfræðingar ef út í það er farið. Hagfræðingar eru þó við nánari skoðun ekki alltaf snillingar þegar kemur að spádómum um framtíðina, ekki fremur en annað fólk. Það er mjög auðvelt að spá kreppu áratugum saman og segja: „Sko, ég sagði það!“ þegar höggið kemur. Klukka sem er stopp er rétt tvisvar á sólarhring.Lendingu frestað? Í meira en ár hafa margir, þar með talið undirritaður, viðrað áhyggjur af kólnun í hagkerfinu og því hefur verið spáð að verri tíð sé fram undan í efnahagsmálum. Líklega er það enn rétt – öll teikn eru á lofti um um að fádæma góðæri sé að ljúka, í bili að minnsta kosti. Sumar hagtölur sem birst hafa síðustu mánuði benda þó til að endalokum uppsveiflunnar hafi verið frestað um nokkra mánuði, sem er enn eitt dæmið um takmarkaða spádómsgáfu hagfræðinga – og mannfólks ef út í það er farið. Nýjar tölur um utanríkisviðskipti bera þetta með sér. Á fyrstu níu mánuðum ársins jókst útflutningur á föstu gengi um 9% og þar af um heil 11% á þriðja ársfjórðungi. Á hverjum degi frá byrjun janúar til loka september bættu Íslendingar við 307 milljónum króna í útflutningsverðmæti frá síðasta ári, samtals um 84 milljarðar króna á árinu. Sama hvernig á það er litið er þetta mikill vöxtur og gleðileg tíðindi þar sem öflugur útflutningur er grundvallarforsenda þess að við getum búið við öryggi og þau lífsgæði sem þykja sjálfsögð á 21. öldinni. 227 milljarða útflutningurinn sem enginn vissi af Mikill útflutningsvöxtur er engin nýmæli eftir uppgang ferðaþjónustunnar síðustu ár, en það sem er nýmæli er að ferðaþjónustan sjálf á ekki nema um fjóra milljarða af þeim 81 milljarði króna sem bæst hafa við útflutning landsmanna, að teknu tillit til gengisbreytinga. Sjávarútvegur og álframleiðsla eiga stóran þátt í þessum vexti, en þó að tekið sé einnig tillit til þeirra er um 34 milljarða aukning útflutnings frá greinum sem sjaldnar er fjallað um og mynda samanlagt um 277 milljarða króna af útflutningi Íslands fyrstu níu mánuði ársins. Stærstur hluti þeirra greina fellur undir alþjóðageirann. Þar ber hæst 12 milljarða innspýtingu vegna hugverka íslenskra aðila, ríflega fjögurra milljarða aukningu útflutningstekna af fjarskiptum, upplýsingatækni og annarri viðskiptaþjónustu, fimm milljarða frá öðrum iðnaði og þrjá milljarða frá öðrum vöruútflutningi. Þessi talnasúpa endurspeglar miklu stærri veruleika en einhverjar tölur á blaði. Hún endurspeglar nýtingu íslensks hugvits sem skapar tækifæri, störf og verðmæti. Hún endurspeglar aukinn kaupmátt landsmanna og þannig launahækkanir sem raunverulega skila ávinningi. Hún endurspeglar þó fyrst og fremst að íslensku hagkerfi er fært, ef rétt er haldið á spöðunum, að auka útflutning á breiðum grunni og þannig bæta lífskjör allra landsmanna. Með öflugri og breiðari útflutningi minnka líka sveiflur efnahagslífsins, sem auðveldar okkur hagfræðingum og öllum öðrum að spá fyrir um framtíðina. Augun á boltanum Til að halda áfram á þessari braut þurfa stjórnvöld að setja enn meiri kraft í að skapa atvinnulífinu stöðugt, hagfellt og samkeppnishæft rekstrarumhverfi. Ekki þarf hvað síst að hlúa að nýsköpun sem á í harðri alþjóðlegri samkeppni og er lífsnauðsynleg til að tryggja góð lífskjör til framtíðar. Nýsköpun er líka nauðsynleg til að takast á við áskoranir framtíðarinnar við hlýnun jarðar og öldrun þjóðarinnar. Höfum augun á boltanum og látum ekki stríðsyfirlýsingar og hótanir telja okkur trú um annað.Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Konráð S. Guðjónsson Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Hagfræðingar eru snillingar þegar kemur að því að spá fyrir um framtíðina. Snillingar að því leyti að sumir þeirra hafa atvinnu af spám þó að stundum sé eins og öllum mögulegum útkomum sé spáð. Einnig eru sumir hagfræðingar snillingar í að stökkva fram og segja: „Sko, ég sagði það!“ Og í raun fleiri en bara hagfræðingar ef út í það er farið. Hagfræðingar eru þó við nánari skoðun ekki alltaf snillingar þegar kemur að spádómum um framtíðina, ekki fremur en annað fólk. Það er mjög auðvelt að spá kreppu áratugum saman og segja: „Sko, ég sagði það!“ þegar höggið kemur. Klukka sem er stopp er rétt tvisvar á sólarhring.Lendingu frestað? Í meira en ár hafa margir, þar með talið undirritaður, viðrað áhyggjur af kólnun í hagkerfinu og því hefur verið spáð að verri tíð sé fram undan í efnahagsmálum. Líklega er það enn rétt – öll teikn eru á lofti um um að fádæma góðæri sé að ljúka, í bili að minnsta kosti. Sumar hagtölur sem birst hafa síðustu mánuði benda þó til að endalokum uppsveiflunnar hafi verið frestað um nokkra mánuði, sem er enn eitt dæmið um takmarkaða spádómsgáfu hagfræðinga – og mannfólks ef út í það er farið. Nýjar tölur um utanríkisviðskipti bera þetta með sér. Á fyrstu níu mánuðum ársins jókst útflutningur á föstu gengi um 9% og þar af um heil 11% á þriðja ársfjórðungi. Á hverjum degi frá byrjun janúar til loka september bættu Íslendingar við 307 milljónum króna í útflutningsverðmæti frá síðasta ári, samtals um 84 milljarðar króna á árinu. Sama hvernig á það er litið er þetta mikill vöxtur og gleðileg tíðindi þar sem öflugur útflutningur er grundvallarforsenda þess að við getum búið við öryggi og þau lífsgæði sem þykja sjálfsögð á 21. öldinni. 227 milljarða útflutningurinn sem enginn vissi af Mikill útflutningsvöxtur er engin nýmæli eftir uppgang ferðaþjónustunnar síðustu ár, en það sem er nýmæli er að ferðaþjónustan sjálf á ekki nema um fjóra milljarða af þeim 81 milljarði króna sem bæst hafa við útflutning landsmanna, að teknu tillit til gengisbreytinga. Sjávarútvegur og álframleiðsla eiga stóran þátt í þessum vexti, en þó að tekið sé einnig tillit til þeirra er um 34 milljarða aukning útflutnings frá greinum sem sjaldnar er fjallað um og mynda samanlagt um 277 milljarða króna af útflutningi Íslands fyrstu níu mánuði ársins. Stærstur hluti þeirra greina fellur undir alþjóðageirann. Þar ber hæst 12 milljarða innspýtingu vegna hugverka íslenskra aðila, ríflega fjögurra milljarða aukningu útflutningstekna af fjarskiptum, upplýsingatækni og annarri viðskiptaþjónustu, fimm milljarða frá öðrum iðnaði og þrjá milljarða frá öðrum vöruútflutningi. Þessi talnasúpa endurspeglar miklu stærri veruleika en einhverjar tölur á blaði. Hún endurspeglar nýtingu íslensks hugvits sem skapar tækifæri, störf og verðmæti. Hún endurspeglar aukinn kaupmátt landsmanna og þannig launahækkanir sem raunverulega skila ávinningi. Hún endurspeglar þó fyrst og fremst að íslensku hagkerfi er fært, ef rétt er haldið á spöðunum, að auka útflutning á breiðum grunni og þannig bæta lífskjör allra landsmanna. Með öflugri og breiðari útflutningi minnka líka sveiflur efnahagslífsins, sem auðveldar okkur hagfræðingum og öllum öðrum að spá fyrir um framtíðina. Augun á boltanum Til að halda áfram á þessari braut þurfa stjórnvöld að setja enn meiri kraft í að skapa atvinnulífinu stöðugt, hagfellt og samkeppnishæft rekstrarumhverfi. Ekki þarf hvað síst að hlúa að nýsköpun sem á í harðri alþjóðlegri samkeppni og er lífsnauðsynleg til að tryggja góð lífskjör til framtíðar. Nýsköpun er líka nauðsynleg til að takast á við áskoranir framtíðarinnar við hlýnun jarðar og öldrun þjóðarinnar. Höfum augun á boltanum og látum ekki stríðsyfirlýsingar og hótanir telja okkur trú um annað.Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar