Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2018 14:49 Netöryggisráðgjafi forseta Bandaríkjanna, Rudy Giuliani. EPA/MICHAEL REYNOLDS Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. Til sönnunar þess segir Giuliani að Twitter hafi bætt hatursskilaboðum um Trump í tíst sem hann skrifaði þann 30. nóvember. Það er óhætt að segja að borgarstjórinn fyrrverandi hafi rangt fyrir sér. Í það minnsta hefur hann rangt fyrir sér að starfsmenn Twitter hafi bætt við tíst hans. Það má vel vera að starfsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins hati Donald Trump. Í umræddu tísti var Giuliani að skammast út í Rússarannsóknina svokölluðu, sem er starf hans, og sagði Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, vera stjórnlausan. Hann gleymdi þó að gera bil á milli setninga og setti óvart inn vefslóðina G-20.In. Þegar slíkt er gert á Twitter, tengir forritið slóðina við umrætt vefsvæði. Vefsvæði þetta var þó ekki í notkun. Þar til maður að nafni Jason Velazques tók eftir mistökunum og keypti vefsvæðið fyrir nokkur hundruð krónur. Þar setti hann inn einföld skilaboð. „Donald Trump er föðurlandssvikari.“Skilaboðin á vefslóðinni G-20.In.Í samtali við New York Times segir Velazquez að þetta hafi tekið hann um fimmtán mínútur.Tiltölulega fáir tóku eftir hrekknum, þó einhverjir miðlar hefðu fjallað um hann, og hann hefði vafalaust horfið eins og dögg fyrir sólu, ef Giuliani sjálfur hefði ekki vakið athygli á honum í nótt. Velazquez segist gáttaður á því að Giuliani hafi ekki einfaldlega eytt tístinu.Twitter allowed someone to invade my text with a disgusting anti-President message. The same thing-period no space-occurred later and it didn’t happen. Don’t tell me they are not committed cardcarrying anti-Trumpers. Time Magazine also may fit that description. FAIRNESS PLEASE — Rudy Giuliani (@RudyGiuliani) December 5, 2018Giuliani hélt því fram á Twitter í nótt að Twitter hefði gert einhverjum kleift að brjótast inn í tíst hans og koma þar fyrir andstyggilegum skilaboðum um Trump. Til sönnunar þess að ekki hefði verið um slys að ræða benti giuliani á að hann hefði gleymt bili seinna í tístinu og þar hefði Twitter ekki sett tengil. Twitter hefði sum sé ekki sett tengil á hina meintu vefslóð: Helsinki.Either. Það er ekki virkt vefsvæði. Þetta sagði Giuliani, sem meðal annars er titlaður sem ráðgjafi Trump varðandi netöryggi, vera til sönnunar um hatur Twitter gagnvart Trump. Talsmaður Twitter sagði New York Times að ásakanir Giuliani væru algerlega rangar. Fyrirtækið gæti ekki breytt tístum notenda. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum og víðar hafa lengi sakað samfélagsmiðla og tæknifyrirtæki um að vinna gegn sér, án þess þó að hafa mikið fyrir sér í þeim málum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. Til sönnunar þess segir Giuliani að Twitter hafi bætt hatursskilaboðum um Trump í tíst sem hann skrifaði þann 30. nóvember. Það er óhætt að segja að borgarstjórinn fyrrverandi hafi rangt fyrir sér. Í það minnsta hefur hann rangt fyrir sér að starfsmenn Twitter hafi bætt við tíst hans. Það má vel vera að starfsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins hati Donald Trump. Í umræddu tísti var Giuliani að skammast út í Rússarannsóknina svokölluðu, sem er starf hans, og sagði Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, vera stjórnlausan. Hann gleymdi þó að gera bil á milli setninga og setti óvart inn vefslóðina G-20.In. Þegar slíkt er gert á Twitter, tengir forritið slóðina við umrætt vefsvæði. Vefsvæði þetta var þó ekki í notkun. Þar til maður að nafni Jason Velazques tók eftir mistökunum og keypti vefsvæðið fyrir nokkur hundruð krónur. Þar setti hann inn einföld skilaboð. „Donald Trump er föðurlandssvikari.“Skilaboðin á vefslóðinni G-20.In.Í samtali við New York Times segir Velazquez að þetta hafi tekið hann um fimmtán mínútur.Tiltölulega fáir tóku eftir hrekknum, þó einhverjir miðlar hefðu fjallað um hann, og hann hefði vafalaust horfið eins og dögg fyrir sólu, ef Giuliani sjálfur hefði ekki vakið athygli á honum í nótt. Velazquez segist gáttaður á því að Giuliani hafi ekki einfaldlega eytt tístinu.Twitter allowed someone to invade my text with a disgusting anti-President message. The same thing-period no space-occurred later and it didn’t happen. Don’t tell me they are not committed cardcarrying anti-Trumpers. Time Magazine also may fit that description. FAIRNESS PLEASE — Rudy Giuliani (@RudyGiuliani) December 5, 2018Giuliani hélt því fram á Twitter í nótt að Twitter hefði gert einhverjum kleift að brjótast inn í tíst hans og koma þar fyrir andstyggilegum skilaboðum um Trump. Til sönnunar þess að ekki hefði verið um slys að ræða benti giuliani á að hann hefði gleymt bili seinna í tístinu og þar hefði Twitter ekki sett tengil. Twitter hefði sum sé ekki sett tengil á hina meintu vefslóð: Helsinki.Either. Það er ekki virkt vefsvæði. Þetta sagði Giuliani, sem meðal annars er titlaður sem ráðgjafi Trump varðandi netöryggi, vera til sönnunar um hatur Twitter gagnvart Trump. Talsmaður Twitter sagði New York Times að ásakanir Giuliani væru algerlega rangar. Fyrirtækið gæti ekki breytt tístum notenda. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum og víðar hafa lengi sakað samfélagsmiðla og tæknifyrirtæki um að vinna gegn sér, án þess þó að hafa mikið fyrir sér í þeim málum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira