Þurfa að greiða Samskipum 162 milljónir króna í skaðabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2018 15:02 Gamla Eimskip hefur verið dæmt til að greiða 162 milljónir króna til Samskipa. FBL/Stefán Félagið A1988, áður Eimskipafélag Íslands, hefur verið dæmt til greiðslu 162 milljóna króna skaðabóta vegna máls sem má rekja aftur til ársins 2011. Þá höfðuðu Samskip skaðabótamál vegna samkeppnisbrota Gamla Eimskips. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna en greint er frá niðurstöðunni á vef Samskipa. Þar segir að málshöfðunin sé grundvölluð á ólögmætum aðgerðum sem Gamla Eimskip beitti Samskip á árunum 1999-2002. Sektuðu samkeppnisyfirvöld Gamla Eimskip fyrir ólögmætar aðgerðir félagsins. Málið nú var höfðað gegn félaginu A1988 hf. en eftir efnahagshrunið leitaði Gamla Eimskip nauðasamninga og var nafni félagsins breytt í A1988 hf. á hluthafafundi félagsins þann 8. september 2011. „Eimskip bar því við að eiga ekki aðild að málinu, en í dómnum kemur fram að nafnabreytingar Eimskips fái ekki haggað þeirri staðreynd að flutningastarfssemi félagsins á fyrri kennitölu þess hafi sannanlega flust, með öllum réttindum og skyldum, yfir til hinnar nýju kennitölu A1988 hf,“ segir á vef Samskipa. Samskip hf. höfðuðu málið til að sækja skaðabætur en upprunalega var Gamla Eimskip dæmt til stjórnvaldssektar að fjárhæð 230 milljónir króna fyrir brot gegn 11. grein samkeppnislaga. Segir í fréttinni á vef Samskipa að Gamla Eimskip hafi misnotað markaðsráðandi stöðu og gert viðskiptamönnum sínum ólögmæt tilboð og samið við þá um ólögmæt einkakaup eða tryggðarafslætti. Var Gamla Eimskip dæmt til að greiða 162 milljónir króna í skaðabætur að viðbættum vöxtum frá 11. október. Þá þarf Eimskip að greiða málskostnað upp á 45 milljónir.Fréttin var uppfærð klukkan 15:43 til að árétta að ekki væri um Eimskip hf að ræða heldur Gamla Eimskip. Að neðan má sjá tilkynningu frá Eimskipum: Rétt er að félagið A 1988 hefur verið dæmt til að greiða Samskipum bætur en það félag hefur ekki neitt með rekstur Eimskips að gera og því er Eimskip ekki að greiða neinar bætur til Samskipa. Myndbirting með fréttinni er einnig hörmuð og gefur í raun ranga mynd af dómi héraðsdóms. Það er ljóst að Eimskipafélag Íslands HF var og hefur aldrei átt neina aðild að málinu. Dómsmál Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Félagið A1988, áður Eimskipafélag Íslands, hefur verið dæmt til greiðslu 162 milljóna króna skaðabóta vegna máls sem má rekja aftur til ársins 2011. Þá höfðuðu Samskip skaðabótamál vegna samkeppnisbrota Gamla Eimskips. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna en greint er frá niðurstöðunni á vef Samskipa. Þar segir að málshöfðunin sé grundvölluð á ólögmætum aðgerðum sem Gamla Eimskip beitti Samskip á árunum 1999-2002. Sektuðu samkeppnisyfirvöld Gamla Eimskip fyrir ólögmætar aðgerðir félagsins. Málið nú var höfðað gegn félaginu A1988 hf. en eftir efnahagshrunið leitaði Gamla Eimskip nauðasamninga og var nafni félagsins breytt í A1988 hf. á hluthafafundi félagsins þann 8. september 2011. „Eimskip bar því við að eiga ekki aðild að málinu, en í dómnum kemur fram að nafnabreytingar Eimskips fái ekki haggað þeirri staðreynd að flutningastarfssemi félagsins á fyrri kennitölu þess hafi sannanlega flust, með öllum réttindum og skyldum, yfir til hinnar nýju kennitölu A1988 hf,“ segir á vef Samskipa. Samskip hf. höfðuðu málið til að sækja skaðabætur en upprunalega var Gamla Eimskip dæmt til stjórnvaldssektar að fjárhæð 230 milljónir króna fyrir brot gegn 11. grein samkeppnislaga. Segir í fréttinni á vef Samskipa að Gamla Eimskip hafi misnotað markaðsráðandi stöðu og gert viðskiptamönnum sínum ólögmæt tilboð og samið við þá um ólögmæt einkakaup eða tryggðarafslætti. Var Gamla Eimskip dæmt til að greiða 162 milljónir króna í skaðabætur að viðbættum vöxtum frá 11. október. Þá þarf Eimskip að greiða málskostnað upp á 45 milljónir.Fréttin var uppfærð klukkan 15:43 til að árétta að ekki væri um Eimskip hf að ræða heldur Gamla Eimskip. Að neðan má sjá tilkynningu frá Eimskipum: Rétt er að félagið A 1988 hefur verið dæmt til að greiða Samskipum bætur en það félag hefur ekki neitt með rekstur Eimskips að gera og því er Eimskip ekki að greiða neinar bætur til Samskipa. Myndbirting með fréttinni er einnig hörmuð og gefur í raun ranga mynd af dómi héraðsdóms. Það er ljóst að Eimskipafélag Íslands HF var og hefur aldrei átt neina aðild að málinu.
Dómsmál Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira