Formaður VR veður reyk Björn Jón Bragason skrifar 6. desember 2018 07:00 Ég er líklega ekki einn um að hafa fyllst undrun þegar ég heyrði formann VR velta því upp í fréttaskýringarþættinum Kveik í Ríkissjónvarpinu á dögunum hvort ekki væri rétt að verkalýðshreyfingin beitti áhrifum sínum innan lífeyrissjóða til að „skrúfa fyrir allar fjárfestingar“ meðan óvissa ríkti um niðurstöðu kjarasamninga. Mér er málið skylt, rétt eins og stórum hluta þjóðarinnar. Ég hef verið félagsmaður í VR og sjóðfélagi í Lífeyrissjóði verslunarmanna í 18 ár. Með yfirlýsingum sínum gengur formaður VR gegn hagsmunum mínum og annarra sjóðfélaga í Lífeyrissjóði verslunarmanna. Hlutverk lífeyrissjóða er að taka á móti iðgjöldum, ávaxta þau með sem bestum hætti og greiða sjóðfélögum út lífeyri eftir starfslok. Það fer beinlínis í bága við lög að beita sjóðunum í þágu annarra markmiða. Mér finnst einnig ástæða til að vekja athygli formanns VR á að þó svo að fjórir stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verslunarmanna sitji í umboði félagsins þá eru þeir óháðir. Þeir bera eingöngu skyldur og ábyrgð gagnvart sjóðfélögum og mega ekki taka við fyrirmælum frá formanni VR eða öðrum. Og öllum má ljóst vera að það er ekki hagsmunamál okkar sjóðfélaga að gera fjárfestingar Lífeyrissjóðs verslunarmanna að tæki í baráttu formanns VR. Þess yrði þá ekki langt að bíða að fulltrúar atvinnurekenda gripu til sama óyndisúrræðis og beittu sjóðunum í eigin þágu. Raunar er þetta síður en svo í fyrsta skiptið sem formaður VR hefur uppi sérstæðar yfirlýsingar. Hann hefur til að mynda boðað skæruverkföll og kynnti nýlega kröfugerð sem er til þess fallin að koma verðbólgunni á nýjan leik í tveggja stafa tölu. Formaðurinn gerir okkur félagsmönnum ekkert gagn með illa ígrunduðum gífuryrðum. Við ríkjandi aðstæður í þjóðfélaginu skiptir meginmáli að verja þá kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum. Við þá vinnu mættu viðsemjendur hafa í huga þessi orð Jóns Sigurðssonar forseta sem birtust í Nýjum félagsritum árið 1841: „Kjör manna, stétta og þjóða eru svo samtvinnuð, að eins gagn er í rauninni allra gagn og eins skaði allra skaði.Höfundur er sagnfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég er líklega ekki einn um að hafa fyllst undrun þegar ég heyrði formann VR velta því upp í fréttaskýringarþættinum Kveik í Ríkissjónvarpinu á dögunum hvort ekki væri rétt að verkalýðshreyfingin beitti áhrifum sínum innan lífeyrissjóða til að „skrúfa fyrir allar fjárfestingar“ meðan óvissa ríkti um niðurstöðu kjarasamninga. Mér er málið skylt, rétt eins og stórum hluta þjóðarinnar. Ég hef verið félagsmaður í VR og sjóðfélagi í Lífeyrissjóði verslunarmanna í 18 ár. Með yfirlýsingum sínum gengur formaður VR gegn hagsmunum mínum og annarra sjóðfélaga í Lífeyrissjóði verslunarmanna. Hlutverk lífeyrissjóða er að taka á móti iðgjöldum, ávaxta þau með sem bestum hætti og greiða sjóðfélögum út lífeyri eftir starfslok. Það fer beinlínis í bága við lög að beita sjóðunum í þágu annarra markmiða. Mér finnst einnig ástæða til að vekja athygli formanns VR á að þó svo að fjórir stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verslunarmanna sitji í umboði félagsins þá eru þeir óháðir. Þeir bera eingöngu skyldur og ábyrgð gagnvart sjóðfélögum og mega ekki taka við fyrirmælum frá formanni VR eða öðrum. Og öllum má ljóst vera að það er ekki hagsmunamál okkar sjóðfélaga að gera fjárfestingar Lífeyrissjóðs verslunarmanna að tæki í baráttu formanns VR. Þess yrði þá ekki langt að bíða að fulltrúar atvinnurekenda gripu til sama óyndisúrræðis og beittu sjóðunum í eigin þágu. Raunar er þetta síður en svo í fyrsta skiptið sem formaður VR hefur uppi sérstæðar yfirlýsingar. Hann hefur til að mynda boðað skæruverkföll og kynnti nýlega kröfugerð sem er til þess fallin að koma verðbólgunni á nýjan leik í tveggja stafa tölu. Formaðurinn gerir okkur félagsmönnum ekkert gagn með illa ígrunduðum gífuryrðum. Við ríkjandi aðstæður í þjóðfélaginu skiptir meginmáli að verja þá kaupmáttaraukningu sem orðið hefur á undanförnum árum. Við þá vinnu mættu viðsemjendur hafa í huga þessi orð Jóns Sigurðssonar forseta sem birtust í Nýjum félagsritum árið 1841: „Kjör manna, stétta og þjóða eru svo samtvinnuð, að eins gagn er í rauninni allra gagn og eins skaði allra skaði.Höfundur er sagnfræðingur
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar