Banna farsíma á skólatíma: Dæmi um að foreldrar hafi samband við börnin í kennslustund Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2018 08:32 Farsímar verða bannaðir í Öldutúnsskóla frá áramótum. vísir/hanna Farsímanotkun verður bönnuð í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði frá og með 1. janúar næstkomandi. Valdimar Víðisson, skólastjóri skólans, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í gær og sagði ástæðuna fyrst og fremst þá að farsímar hafi ekker kennslufræðilegt gildi. Sú sé að minnsta kosti raunin í Öldutúnsskóla þar sem aðgengi nemenda að spjaldtölvum og borðtölvum er gott en auk þessa vilja skólastjórnendur takmarka áreitið sem nemendur verða fyrir frá símunum. „Farsímarnir eru eingöngu áreiti á skólatíma og það er þetta áreiti sem við viljum minnka og það er líka aðgengi að börnunum. Þetta er orðið þannig að foreldrar hafa samband við börnin sín í gegnum þeirra síma í kennslustund þannig að þetta er orðið aðgengi að börnunum er orðið allan sólarhringinn. Við viljum bara verja börnin frá þessu áreiti og aðgengi sem er að þeim allan daginn,“ sagði Valdimar. Hann sagði málið hafa verið í vinnslu í svolítinn tíma. „Við erum búin að ræða þetta við starfsmannahópinn, skólaráð og stjórn nemendafélagsins og þetta er búið að vera í vinnslu. Nú er komið að því að taka ákvörðun um að banna farsímanotkun á skólatíma frá og með 1. janúar og þá náttúrulega á meðal nemenda og að sjálfsögðu verða starfsmenn að vera fyrirmyndir og passa upp á notkun símanna í starfi.“ Valdimar sagði að Öldutúnsskóli væri ekki fyrsti skólinn til þess að banna farsímanotkun; hann hefði heyrt af minni skólum úti á landi sem hefðu gripið til þessa ráðs en hann hefði ekki heyrt að farsímar hefðu verið bannaðir í jafn fjölmennum skóla. 600 nemendur ganga í Öldutúnsskóla. Að sögn Valdimars eru farsímarnir orðnir það mikið áreiti að þeir eru jafnvel orðnir hamlandi fyrir börnin. Þau séu að kanna símana í kennslustundum og sitja jafnvel hlið við hlið í frímínútum en tala saman í gegnum símana. Aðspurður um viðbrögð nemenda og foreldra þeirra segir Valdimar að nemendurnir hafi verið óhressir með þessa nýjung en að viðbrögð frá foreldrum hafi verið jákvæð. Viðtalið við Valdimar má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Farsímanotkun verður bönnuð í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði frá og með 1. janúar næstkomandi. Valdimar Víðisson, skólastjóri skólans, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í gær og sagði ástæðuna fyrst og fremst þá að farsímar hafi ekker kennslufræðilegt gildi. Sú sé að minnsta kosti raunin í Öldutúnsskóla þar sem aðgengi nemenda að spjaldtölvum og borðtölvum er gott en auk þessa vilja skólastjórnendur takmarka áreitið sem nemendur verða fyrir frá símunum. „Farsímarnir eru eingöngu áreiti á skólatíma og það er þetta áreiti sem við viljum minnka og það er líka aðgengi að börnunum. Þetta er orðið þannig að foreldrar hafa samband við börnin sín í gegnum þeirra síma í kennslustund þannig að þetta er orðið aðgengi að börnunum er orðið allan sólarhringinn. Við viljum bara verja börnin frá þessu áreiti og aðgengi sem er að þeim allan daginn,“ sagði Valdimar. Hann sagði málið hafa verið í vinnslu í svolítinn tíma. „Við erum búin að ræða þetta við starfsmannahópinn, skólaráð og stjórn nemendafélagsins og þetta er búið að vera í vinnslu. Nú er komið að því að taka ákvörðun um að banna farsímanotkun á skólatíma frá og með 1. janúar og þá náttúrulega á meðal nemenda og að sjálfsögðu verða starfsmenn að vera fyrirmyndir og passa upp á notkun símanna í starfi.“ Valdimar sagði að Öldutúnsskóli væri ekki fyrsti skólinn til þess að banna farsímanotkun; hann hefði heyrt af minni skólum úti á landi sem hefðu gripið til þessa ráðs en hann hefði ekki heyrt að farsímar hefðu verið bannaðir í jafn fjölmennum skóla. 600 nemendur ganga í Öldutúnsskóla. Að sögn Valdimars eru farsímarnir orðnir það mikið áreiti að þeir eru jafnvel orðnir hamlandi fyrir börnin. Þau séu að kanna símana í kennslustundum og sitja jafnvel hlið við hlið í frímínútum en tala saman í gegnum símana. Aðspurður um viðbrögð nemenda og foreldra þeirra segir Valdimar að nemendurnir hafi verið óhressir með þessa nýjung en að viðbrögð frá foreldrum hafi verið jákvæð. Viðtalið við Valdimar má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira