Innlent

Hótaði að sleppa dreng fram af svölum og stangaði lögreglumann

Kjartan Kjartansson skrifar
Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa rifbeinsbrotið lögreglumann.
Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa rifbeinsbrotið lögreglumann. Fréttablaðið/Stefán
Ákæra héraðssaksóknara gegn manni sem er sakaður um að hafa stofnaði lífi sonar síns í hættu og ráðist á lögreglumann fyrir fjórum árum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn hélt syni sínum yfir svalahandriði og hótaði að sleppa honum.

Atvikið átti sér stað í íbúð á þriðju hæð sem maðurinn bjó þá í 28. ágúst árið 2014. Í ákærunni er hann sagður hafa haldið þriggja ára gömlum syni sínum yfir svalahandriði íbúðarinnar og út fyrir handriðið, sveiflað honum og hótað að sleppa honum. Maðurinn er ákærður fyrir brot á nánu sambandi og hættu brot með því að hafa á ófyrirleitinn og alvarlegan hátt stofnaði lífi og heilsu sonar síns í hættu.

Maðurinn er einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Honum er gefið að hafa stangað lögreglumann við skyldustörf í búkinn í kjölfar þess að hann ógnaði syni sínum. Lögreglumaðurinn er sagður hafa hlotið verki og hafi verið greindur með grun um ótilfært rifbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×