Meira af miðaldra drengjum Þórlindur Kjartansson skrifar 7. desember 2018 07:30 Illt umtal um annað fólk tíðkaðist ekki á mínu æskuheimili. Þar var sú regla lamin inn í okkur systkinin að ef maður hefði ekkert gott um einhvern að segja þá ætti maður einfaldlega að þegja. Sjálfur þykist ég ekki hafa haft styrk til þess að standa algjörlega undir þessari lífsreglu, en hún hefur þó haft þau áhrif að ég skammast mín og líður illa ef ég stend sjálfan mig að því að segja eða hugsa ljóta hluti um fólk. Eins og almennt í uppeldi þá hafði reglan góð áhrif fyrst og fremst vegna þess að pabbi og mamma höfðu þessa reglu ekki einvörðungu uppi í orði heldur fylgdu henni á borði. Það er stundum sagt að fólk eigi að hegða sér samkvæmt því sem það prédikar—og það er góð regla, ekki síst í tilviki foreldra minna sem voru prestshjónin í bænum. Engu að síður voru undantekningar. Þótt foreldrar mínir töluðu aldrei beinlínis illa um fólk þá sögðu þau stundum hluti sem hefðu ekki endilega valdið gleði hjá þeim sem um var rætt. Ætli svæsnasta móðgunin sem ég heyrði föður minn segja um annan mann hafi ekki verið sú staðhæfing að „hann hafi ekki beint fundið upp djúpa diskinn“. Þessi snyrtilega afgreiðsla er kannski ekki illgjörn en hún var greinilega ekki ætluð til almennrar dreifingar. Það borgar sig vitaskuld að fara varlega með það sem maður segir. Þessu komst Jón Bjarni að í skáldsögunni ódauðlegu eftir Guðrúnu Helgadóttur. „Heldurðu að þú verðir kosinn...jafnvel þótt þú sért kannski óttalegur auli?“ spurði hann kennara sinn sem var í framboði. Vingjarnlegt brosið rann af vörum kennarans. Óþægileg þögn tók við þangað til hann bætti við til útskýringar: „Mamma segir að þú sért óttalegur auli.“ Engum leið mikið betur með það.Miðaldra drengir Og að sama skapi hefði það ekki verið sérlega þægilegt ef ég hefði borið það upp á einhvern að pabbi minn hefði sagt að sá hefði ekki beinlínis fundið upp djúpa diskinn. Ég man auðvitað ekki um hvern var rætt, en mér finnst ekki ólíklegt að sá hinn sami hafi verið umtalsvert gáfulegri heldur en hinir miðaldra drengir á Klausturbarnum. Í sínu ástandi á Klaustri er ekki bara óhætt að fullyrða að þeir hefðu ekki fundið upp djúpa diskinn; það mætti líka efast um að þeir gætu fundið út úr því hvernig eigi að snúa honum áður en súpunni er ausið. Rausið, dómgreindarleysið, valdhrokinn, kven- og mannfyrirlitningin sem þeir urðu uppvísir að á fylleríi sínu á Klaustri ætti að taka af allan vafa um hvort þeim er treystandi til þess að setja okkur hinum lög og reglur, fara með hagsmuni almennings eða vera á nokkurn hátt í forsvari fyrir íslensku þjóðina. Mér finnst þeir ættu að segja af sér þingmennsku og taka þannig ábyrgð á sjálfum sér. Hrollvekjandi innsýn Klaustursupptökurnar veita áhugaverða, ómengaða og hrollvekjandi innsýn í það hvernig þessir menn geta, við rangar aðstæður, sýnt á sér allra verstu hliðarnar. En það er samt sem áður mjög mikilvægt að við gleymum því ekki að undir öllum venjulegum kringumstæðum teldist það mjög freklegt og alvarlegt brot á réttindum fólks, hvort sem það er frægt fólk eða ekki, að taka leynilega upp fyllerístal þess og birta í fjölmiðlum. Það er alveg sama hversu illa fólki kann að vera við Sigmund Davíð, Gunnar Braga og Bergþór—og það er alveg sama hversu ógeðslegur talsmáti þeirra var—það er samt sem áður fullkomlega lögmætt að spyrja hvort það hafi verið réttlætanlegt að taka upp samtal þeirra; og ennfremur hvort rétt hafi verið að birta það opinberlega með þeim hætti sem fjölmiðlar ákváðu að gera. Það þarf nefnilega ekki mjög mikla þekkingu á sögunni (eða mannlegu eðli) til þess að sjá á hversu hörmulegar slóðir það getur leitt samfélög ef það telst við hæfi að fjölmiðlar birti opinberlega upptökur og frásagnir af því sem fólk telur sig hafa rétt til þess að eiga í friði frá öðrum. Flóknar spurningar Gerum smá hugsanatilraun. Hvað ef samtal sexmenninganna hefði ekki farið fram í opnu rými á veitingastað heldur inni í lokuðu herbergi, en með því að stilla upptökutæki upp við hurð þá hefði verið hægt að ná því. Hefði það verið í lagi? Hvað ef samtalið hefði átt sér stað á svölum á hótelherbergi á Tenerife og gestirnir á næstu svölum hefðu heyrt það. Hefði þá verið í lagi að taka upp og birta? Hvað ef samtalið hefði farið fram í lágum hljóðum, nánast hvísli, en í staðinn fyrir bjánalegt fyllerísraus þá hefðu þeir verið að skipuleggja vopnað valdarán í fullri alvöru—hefði þá verið í lagi að taka upp leynilega? Hvað ef maður heyrir tvo þingmenn tala um að sá þriðji sé að halda við hinn fjórða, má taka það upp og birta í fjölmiðlum? En ef þeir segja að sá þriðji sé að halda við hinn fjórða og þess vegna ætli þeir að skipa frænda annars þeirra sem sendiherra—má taka það upp? Hvað ef þingmaður situr blindfullur úti í horni á veitingastað, má smella mynd af honum og birta opinberlega? En ef þetta gerist á meðan þingfundur er í gangi, má það þá? Væri í lagi að taka mynd af hópi lögregluþjóna lemja varnarlausa borgara? Væri í lagi að taka upp á myndband opinbera persónu að atyrðast í pirringi við maka sinn eða börn? En ef þingkona slær til barns síns úti á götu. Má birta það? En ef hún togar harkalega í það? En ef þetta er ekki þingmaður heldur forstjóri stórs fyrirtækis? Eða lítils fyrirtækis? Eða fyrrverandi íþróttastjarna? Er einhvern tímann í lagi að lesa upphátt úr dagbókum fólks? Allt er þetta á risastóru gráu svæði þar sem engin svör eru einföld. Fréttir eða hnýsnifýsn Náunginn sem tók upp samtalið á Klaustri gerði að mínu viti það rétta í stöðunni. Honum blöskraði og taldi sig þar að auki heyra að talið snerist um spillingu og lögbrot. Í stað þess að henda öllu á netið sendi hann upptökurnar til fjölmiðla sem hann hefur væntanlega talið að myndu beita dómgreind sinni til þess að vinsa út það sem erindi ætti við almenning og gera úr því fréttir, ef tilefni væri til. Hvort fjölmiðlarnir hafi staðið undir því trausti, eða látið smellugræðgi ráða of miklu, má hafa ólíkar skoðanir á. Allt er það á risastóru gráu svæði þar sem lögmæti, dómgreind og smekkur koma við sögu. Engin svör eru einföld. Við vitum þó fyrir víst að það er ekki til góðs fyrir neinn ef réttur okkar til þess að eiga eigin hugsanir og skoðanir í friði er rifinn af okkur. Spyrjið Jan Prochazka og tékknesku andspyrnuhreyfinguna. Spyrjið alla þá sem þurft hafa að alast upp í samfélögum þar sem yfirvöld stunduðu njósnir og söguburð til þess að sundra samstöðu almennings. Tilgangurinn helgar oftast ekki meðalið í þessum efnum og þegar einstaklingar og fjölmiðlar meta hvenær brjóta megi meginregluna um friðhelgi einkalífs þá er ekki lögmætt að líta til þess hvort manni er vel eða illa við fólkið á upptökunum, hvort manni finnst efni upptökunnar smekklegt eða ósmekklegt—og allra síst hvort efnið sé líklegt til þess að vekja upp óseðjandi hnýsnifýsn hjá smelluglöðum lesendum vefmiðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Þórlindur Kjartansson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Illt umtal um annað fólk tíðkaðist ekki á mínu æskuheimili. Þar var sú regla lamin inn í okkur systkinin að ef maður hefði ekkert gott um einhvern að segja þá ætti maður einfaldlega að þegja. Sjálfur þykist ég ekki hafa haft styrk til þess að standa algjörlega undir þessari lífsreglu, en hún hefur þó haft þau áhrif að ég skammast mín og líður illa ef ég stend sjálfan mig að því að segja eða hugsa ljóta hluti um fólk. Eins og almennt í uppeldi þá hafði reglan góð áhrif fyrst og fremst vegna þess að pabbi og mamma höfðu þessa reglu ekki einvörðungu uppi í orði heldur fylgdu henni á borði. Það er stundum sagt að fólk eigi að hegða sér samkvæmt því sem það prédikar—og það er góð regla, ekki síst í tilviki foreldra minna sem voru prestshjónin í bænum. Engu að síður voru undantekningar. Þótt foreldrar mínir töluðu aldrei beinlínis illa um fólk þá sögðu þau stundum hluti sem hefðu ekki endilega valdið gleði hjá þeim sem um var rætt. Ætli svæsnasta móðgunin sem ég heyrði föður minn segja um annan mann hafi ekki verið sú staðhæfing að „hann hafi ekki beint fundið upp djúpa diskinn“. Þessi snyrtilega afgreiðsla er kannski ekki illgjörn en hún var greinilega ekki ætluð til almennrar dreifingar. Það borgar sig vitaskuld að fara varlega með það sem maður segir. Þessu komst Jón Bjarni að í skáldsögunni ódauðlegu eftir Guðrúnu Helgadóttur. „Heldurðu að þú verðir kosinn...jafnvel þótt þú sért kannski óttalegur auli?“ spurði hann kennara sinn sem var í framboði. Vingjarnlegt brosið rann af vörum kennarans. Óþægileg þögn tók við þangað til hann bætti við til útskýringar: „Mamma segir að þú sért óttalegur auli.“ Engum leið mikið betur með það.Miðaldra drengir Og að sama skapi hefði það ekki verið sérlega þægilegt ef ég hefði borið það upp á einhvern að pabbi minn hefði sagt að sá hefði ekki beinlínis fundið upp djúpa diskinn. Ég man auðvitað ekki um hvern var rætt, en mér finnst ekki ólíklegt að sá hinn sami hafi verið umtalsvert gáfulegri heldur en hinir miðaldra drengir á Klausturbarnum. Í sínu ástandi á Klaustri er ekki bara óhætt að fullyrða að þeir hefðu ekki fundið upp djúpa diskinn; það mætti líka efast um að þeir gætu fundið út úr því hvernig eigi að snúa honum áður en súpunni er ausið. Rausið, dómgreindarleysið, valdhrokinn, kven- og mannfyrirlitningin sem þeir urðu uppvísir að á fylleríi sínu á Klaustri ætti að taka af allan vafa um hvort þeim er treystandi til þess að setja okkur hinum lög og reglur, fara með hagsmuni almennings eða vera á nokkurn hátt í forsvari fyrir íslensku þjóðina. Mér finnst þeir ættu að segja af sér þingmennsku og taka þannig ábyrgð á sjálfum sér. Hrollvekjandi innsýn Klaustursupptökurnar veita áhugaverða, ómengaða og hrollvekjandi innsýn í það hvernig þessir menn geta, við rangar aðstæður, sýnt á sér allra verstu hliðarnar. En það er samt sem áður mjög mikilvægt að við gleymum því ekki að undir öllum venjulegum kringumstæðum teldist það mjög freklegt og alvarlegt brot á réttindum fólks, hvort sem það er frægt fólk eða ekki, að taka leynilega upp fyllerístal þess og birta í fjölmiðlum. Það er alveg sama hversu illa fólki kann að vera við Sigmund Davíð, Gunnar Braga og Bergþór—og það er alveg sama hversu ógeðslegur talsmáti þeirra var—það er samt sem áður fullkomlega lögmætt að spyrja hvort það hafi verið réttlætanlegt að taka upp samtal þeirra; og ennfremur hvort rétt hafi verið að birta það opinberlega með þeim hætti sem fjölmiðlar ákváðu að gera. Það þarf nefnilega ekki mjög mikla þekkingu á sögunni (eða mannlegu eðli) til þess að sjá á hversu hörmulegar slóðir það getur leitt samfélög ef það telst við hæfi að fjölmiðlar birti opinberlega upptökur og frásagnir af því sem fólk telur sig hafa rétt til þess að eiga í friði frá öðrum. Flóknar spurningar Gerum smá hugsanatilraun. Hvað ef samtal sexmenninganna hefði ekki farið fram í opnu rými á veitingastað heldur inni í lokuðu herbergi, en með því að stilla upptökutæki upp við hurð þá hefði verið hægt að ná því. Hefði það verið í lagi? Hvað ef samtalið hefði átt sér stað á svölum á hótelherbergi á Tenerife og gestirnir á næstu svölum hefðu heyrt það. Hefði þá verið í lagi að taka upp og birta? Hvað ef samtalið hefði farið fram í lágum hljóðum, nánast hvísli, en í staðinn fyrir bjánalegt fyllerísraus þá hefðu þeir verið að skipuleggja vopnað valdarán í fullri alvöru—hefði þá verið í lagi að taka upp leynilega? Hvað ef maður heyrir tvo þingmenn tala um að sá þriðji sé að halda við hinn fjórða, má taka það upp og birta í fjölmiðlum? En ef þeir segja að sá þriðji sé að halda við hinn fjórða og þess vegna ætli þeir að skipa frænda annars þeirra sem sendiherra—má taka það upp? Hvað ef þingmaður situr blindfullur úti í horni á veitingastað, má smella mynd af honum og birta opinberlega? En ef þetta gerist á meðan þingfundur er í gangi, má það þá? Væri í lagi að taka mynd af hópi lögregluþjóna lemja varnarlausa borgara? Væri í lagi að taka upp á myndband opinbera persónu að atyrðast í pirringi við maka sinn eða börn? En ef þingkona slær til barns síns úti á götu. Má birta það? En ef hún togar harkalega í það? En ef þetta er ekki þingmaður heldur forstjóri stórs fyrirtækis? Eða lítils fyrirtækis? Eða fyrrverandi íþróttastjarna? Er einhvern tímann í lagi að lesa upphátt úr dagbókum fólks? Allt er þetta á risastóru gráu svæði þar sem engin svör eru einföld. Fréttir eða hnýsnifýsn Náunginn sem tók upp samtalið á Klaustri gerði að mínu viti það rétta í stöðunni. Honum blöskraði og taldi sig þar að auki heyra að talið snerist um spillingu og lögbrot. Í stað þess að henda öllu á netið sendi hann upptökurnar til fjölmiðla sem hann hefur væntanlega talið að myndu beita dómgreind sinni til þess að vinsa út það sem erindi ætti við almenning og gera úr því fréttir, ef tilefni væri til. Hvort fjölmiðlarnir hafi staðið undir því trausti, eða látið smellugræðgi ráða of miklu, má hafa ólíkar skoðanir á. Allt er það á risastóru gráu svæði þar sem lögmæti, dómgreind og smekkur koma við sögu. Engin svör eru einföld. Við vitum þó fyrir víst að það er ekki til góðs fyrir neinn ef réttur okkar til þess að eiga eigin hugsanir og skoðanir í friði er rifinn af okkur. Spyrjið Jan Prochazka og tékknesku andspyrnuhreyfinguna. Spyrjið alla þá sem þurft hafa að alast upp í samfélögum þar sem yfirvöld stunduðu njósnir og söguburð til þess að sundra samstöðu almennings. Tilgangurinn helgar oftast ekki meðalið í þessum efnum og þegar einstaklingar og fjölmiðlar meta hvenær brjóta megi meginregluna um friðhelgi einkalífs þá er ekki lögmætt að líta til þess hvort manni er vel eða illa við fólkið á upptökunum, hvort manni finnst efni upptökunnar smekklegt eða ósmekklegt—og allra síst hvort efnið sé líklegt til þess að vekja upp óseðjandi hnýsnifýsn hjá smelluglöðum lesendum vefmiðla.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun