Langar að koma mér aftur í landsliðið Hjörvar Ólafsson skrifar 8. desember 2018 11:00 Arnór reyndist Lilleström afar dýrmætur á lokasprettinum. Lilleström Knattspyrnumaðurinn Arnór Smárason náði ferli sínum á gott flug á nýjan leik þegar hann gekk til liðs við norska liðið Lilleström frá sænska liðinu Hammarby um mánaðamótin júlí og ágúst. Á þeim tíma var Lilleström að ganga í gegnum þjálfaraskipti, en við liðinu tók Jörgen Lennartsson sem þekkti til Arnórs eftir að hafa leikið gegn honum í Svíþjóð. „Ég hafði verið að glíma við meiðsli hjá Hammarby og var dottinn út úr liðinu og það hentað mér bara vel að gera stuttan samning við Lilleström til þess að fá meiri spiltíma. Jörgen mundi eftir mér eftir að við mættumst fjölmörgum sinnum í Svíþjóð og hann lagði áherslu á að fá mig til liðsins. Það var þægileg tilfinning að vera kominn aftur í lið þar sem ég var í lykilhlutverki eftir erfiða tíma hjá Hammarby,“ segir Arnór í samtali við Fréttablaðið. Hann var settur í nýja stöðu. „Þarna var ég settur í hlutverk falskrar níu fyrir aftan framherja og var í nokkuð frjálsu hlutverki. Mér gekk vel persónulega og liðinu tókst að bjarga sér frá falli þannig að þetta gat bara ekki farið betur. Ég skoraði sjö mörk í 13 deildarleikjum og lagði upp nokkur mörk fyrir samherja mína og ég var bara mjög sáttur við eigin frammistöðu,“ segir hann enn fremur um tíma sinn hjá Lilleström. „Eftir tímabilið hef ég fundið fyrir þó nokkrum áhuga frá liðum á kröftum mínum. Það er góð tilfinning að vera kominn aftur á flug og að geta valið úr tilboðum. Ég verð samningslaus í desember og býst við að taka ákvörðun öðrum hvorum megin við næstu áramót um hvar ég mun spila í framhaldinu. Lilleström er búið að bjóða mér nýjan samning og svo er ég kominn með tilboð frá tveimur öðrum norskum liðum. Það eru svo einhverjar fyrirspurnir frá liðum annars staðar í Skandinavíu og einnig annars staðar en í Evrópu,“ segir hann um framtíðina hjá sér. „Nú er bara að vega og meta það sem mér býðst og taka góða ákvörðun fyrir mig. Ég þarf líka að passa upp á það að finna lið þar sem mér er ætlað stórt hlutverk. Mig langar mjög mikið að koma mér inn í landsliðshópinn á komandi ári og til þess að svo geti farið verð ég að spila reglulega og standa mig vel áfram. Ég býst við því að verða valinn í landsliðsverkefnið sem verður í janúar og er staðráðinn í að sýna mig og sanna þar,“ segir Skagamaðurinn enn fremur. – hó Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Arnór Smárason náði ferli sínum á gott flug á nýjan leik þegar hann gekk til liðs við norska liðið Lilleström frá sænska liðinu Hammarby um mánaðamótin júlí og ágúst. Á þeim tíma var Lilleström að ganga í gegnum þjálfaraskipti, en við liðinu tók Jörgen Lennartsson sem þekkti til Arnórs eftir að hafa leikið gegn honum í Svíþjóð. „Ég hafði verið að glíma við meiðsli hjá Hammarby og var dottinn út úr liðinu og það hentað mér bara vel að gera stuttan samning við Lilleström til þess að fá meiri spiltíma. Jörgen mundi eftir mér eftir að við mættumst fjölmörgum sinnum í Svíþjóð og hann lagði áherslu á að fá mig til liðsins. Það var þægileg tilfinning að vera kominn aftur í lið þar sem ég var í lykilhlutverki eftir erfiða tíma hjá Hammarby,“ segir Arnór í samtali við Fréttablaðið. Hann var settur í nýja stöðu. „Þarna var ég settur í hlutverk falskrar níu fyrir aftan framherja og var í nokkuð frjálsu hlutverki. Mér gekk vel persónulega og liðinu tókst að bjarga sér frá falli þannig að þetta gat bara ekki farið betur. Ég skoraði sjö mörk í 13 deildarleikjum og lagði upp nokkur mörk fyrir samherja mína og ég var bara mjög sáttur við eigin frammistöðu,“ segir hann enn fremur um tíma sinn hjá Lilleström. „Eftir tímabilið hef ég fundið fyrir þó nokkrum áhuga frá liðum á kröftum mínum. Það er góð tilfinning að vera kominn aftur á flug og að geta valið úr tilboðum. Ég verð samningslaus í desember og býst við að taka ákvörðun öðrum hvorum megin við næstu áramót um hvar ég mun spila í framhaldinu. Lilleström er búið að bjóða mér nýjan samning og svo er ég kominn með tilboð frá tveimur öðrum norskum liðum. Það eru svo einhverjar fyrirspurnir frá liðum annars staðar í Skandinavíu og einnig annars staðar en í Evrópu,“ segir hann um framtíðina hjá sér. „Nú er bara að vega og meta það sem mér býðst og taka góða ákvörðun fyrir mig. Ég þarf líka að passa upp á það að finna lið þar sem mér er ætlað stórt hlutverk. Mig langar mjög mikið að koma mér inn í landsliðshópinn á komandi ári og til þess að svo geti farið verð ég að spila reglulega og standa mig vel áfram. Ég býst við því að verða valinn í landsliðsverkefnið sem verður í janúar og er staðráðinn í að sýna mig og sanna þar,“ segir Skagamaðurinn enn fremur. – hó
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu