Telur makrílsdóm Hæstaréttar skapa vafa um sameign þjóðarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 8. desember 2018 14:23 Verulegur vafi leikur á eignarhaldi þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni eftir að Hæstiréttur taldi ríkið bótaskylt fyrir að hafa ekki litið til veiðireynslu við úthlutun makrílskvóta, að mati Þorsteins Víglundssonar, varaformanns Viðreisnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segir að veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar leysi ekki grundvallarréttlætisspurningu. Þingmennirnir tveir ræddu um veiðigjaldafrumvarpið í umræðuþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag en Rósa Björk sat hjá við atkvæðagreiðslu um það ásamt flokksbróður sínum Andrési Inga Jónssyni í vikunni. Rósa Björk sagði að henni fyndist frumvarp ríkisstjórnar hennar ekki leysa þá grundvallarspurningu sem glímt hefði verið við um áratugaskeið um hver væri réttlátur hlutur þjóðarinnar í auðlindarentu af fiskinum í sjónum. Ekki væri hægt að aftengja frumvarp um veiðigjöld þeirri spurningu. Ekkert í umsögnum um frumvarpið, greinum sérfræðinga eða umræðum í þinginu hafi sannfært hana um að greiða atkvæði með því.Stjórnarþingmaðurinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir greiddi atkvæði gegn veiðgjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.Fréttablaðið/StefánFyrir fram samið handrit að lækkun veiðigjalda Þorsteinn sagði að í tveggja áratuga langri deilu um hvernig skyldi hátta gjaldtöku á auðlindanýtingu hefði það grundvallaratriði alltaf verið til staðar að veiðiheimildirnar sem veiðigjaldið á að vera afgjald fyrir séu tímabundin úthlutun en ekki einhvers konar hefðar- eða eignarréttu útgerða. Nefndi hann dóm sem féll í Hæstarétti í vikunni þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda íslenska ríkisins í garð tveggja útgerða sem töldu sig hafa fengið úthlutað minni veiðiheimildum á makríl en lög gerðu ráð fyrir því ekki hefði verið litið til veiðireynslu þeirra. „Ég myndi bara segja í verulegum vafa,“ sagði Þorsteinn spurður að því hvað dómurinn þýddi fyrir eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni. Sagði hann Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkinn alltaf hafa barist hatrammlega gegn fullri viðurkenningu á sameiginlegu eignarhaldi þjóðarinnar á auðlindinni með því að koma á formlegum tímabundnum veiðiheimildum. Sakaði hann ríkisstjórnina um að leggja fram frumvarp eftir fyrir fram skrifuðu handriti um að lækka veiðigjöld og að finna svo eftiráskýringar til að réttlæta lækkunina. „Það var lagt af stað með ákveðna fjárhæð, svo var fundin hentug aðferðafræði til þess að búa til kerfi sem skilaði henni,“ sagði Þorsteinn. Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Bíða viðbragða ríkisins vegna makríldóms Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Hugins segist bíða viðbragða frá íslenska ríkinu vegna hæstaréttardóms um bótaskyldu ríkisins vegna úthlutunar á makrílkvóta. 7. desember 2018 12:00 Rósa og Andrés styðja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar „Ástæða þess að ég styð ekki málið og ætla að sitja hjá við afgreiðslu þess er í fyrsta lagi sú að mér finnst verið að keyra málið í gegn.“ 7. desember 2018 06:00 Ríkið dæmt skaðabótaskylt gagnvart útgerðum vegna makrílsveiða Endurskoðunarfyrirtæki mat samanlagðan hagnaðarmissi útgerðanna tveggja um 2,6 milljarða króna. 6. desember 2018 16:23 Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hissa á dómi Hæstiréttur dæmdi ríkið skaðabótaskylt vegna ákvörðunar ráðherra um ráðstöfun á aflaheimildum á makríl. 8. desember 2018 10:41 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Verulegur vafi leikur á eignarhaldi þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni eftir að Hæstiréttur taldi ríkið bótaskylt fyrir að hafa ekki litið til veiðireynslu við úthlutun makrílskvóta, að mati Þorsteins Víglundssonar, varaformanns Viðreisnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segir að veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar leysi ekki grundvallarréttlætisspurningu. Þingmennirnir tveir ræddu um veiðigjaldafrumvarpið í umræðuþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag en Rósa Björk sat hjá við atkvæðagreiðslu um það ásamt flokksbróður sínum Andrési Inga Jónssyni í vikunni. Rósa Björk sagði að henni fyndist frumvarp ríkisstjórnar hennar ekki leysa þá grundvallarspurningu sem glímt hefði verið við um áratugaskeið um hver væri réttlátur hlutur þjóðarinnar í auðlindarentu af fiskinum í sjónum. Ekki væri hægt að aftengja frumvarp um veiðigjöld þeirri spurningu. Ekkert í umsögnum um frumvarpið, greinum sérfræðinga eða umræðum í þinginu hafi sannfært hana um að greiða atkvæði með því.Stjórnarþingmaðurinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir greiddi atkvæði gegn veiðgjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.Fréttablaðið/StefánFyrir fram samið handrit að lækkun veiðigjalda Þorsteinn sagði að í tveggja áratuga langri deilu um hvernig skyldi hátta gjaldtöku á auðlindanýtingu hefði það grundvallaratriði alltaf verið til staðar að veiðiheimildirnar sem veiðigjaldið á að vera afgjald fyrir séu tímabundin úthlutun en ekki einhvers konar hefðar- eða eignarréttu útgerða. Nefndi hann dóm sem féll í Hæstarétti í vikunni þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda íslenska ríkisins í garð tveggja útgerða sem töldu sig hafa fengið úthlutað minni veiðiheimildum á makríl en lög gerðu ráð fyrir því ekki hefði verið litið til veiðireynslu þeirra. „Ég myndi bara segja í verulegum vafa,“ sagði Þorsteinn spurður að því hvað dómurinn þýddi fyrir eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni. Sagði hann Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkinn alltaf hafa barist hatrammlega gegn fullri viðurkenningu á sameiginlegu eignarhaldi þjóðarinnar á auðlindinni með því að koma á formlegum tímabundnum veiðiheimildum. Sakaði hann ríkisstjórnina um að leggja fram frumvarp eftir fyrir fram skrifuðu handriti um að lækka veiðigjöld og að finna svo eftiráskýringar til að réttlæta lækkunina. „Það var lagt af stað með ákveðna fjárhæð, svo var fundin hentug aðferðafræði til þess að búa til kerfi sem skilaði henni,“ sagði Þorsteinn.
Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Bíða viðbragða ríkisins vegna makríldóms Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Hugins segist bíða viðbragða frá íslenska ríkinu vegna hæstaréttardóms um bótaskyldu ríkisins vegna úthlutunar á makrílkvóta. 7. desember 2018 12:00 Rósa og Andrés styðja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar „Ástæða þess að ég styð ekki málið og ætla að sitja hjá við afgreiðslu þess er í fyrsta lagi sú að mér finnst verið að keyra málið í gegn.“ 7. desember 2018 06:00 Ríkið dæmt skaðabótaskylt gagnvart útgerðum vegna makrílsveiða Endurskoðunarfyrirtæki mat samanlagðan hagnaðarmissi útgerðanna tveggja um 2,6 milljarða króna. 6. desember 2018 16:23 Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hissa á dómi Hæstiréttur dæmdi ríkið skaðabótaskylt vegna ákvörðunar ráðherra um ráðstöfun á aflaheimildum á makríl. 8. desember 2018 10:41 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Bíða viðbragða ríkisins vegna makríldóms Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Hugins segist bíða viðbragða frá íslenska ríkinu vegna hæstaréttardóms um bótaskyldu ríkisins vegna úthlutunar á makrílkvóta. 7. desember 2018 12:00
Rósa og Andrés styðja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar „Ástæða þess að ég styð ekki málið og ætla að sitja hjá við afgreiðslu þess er í fyrsta lagi sú að mér finnst verið að keyra málið í gegn.“ 7. desember 2018 06:00
Ríkið dæmt skaðabótaskylt gagnvart útgerðum vegna makrílsveiða Endurskoðunarfyrirtæki mat samanlagðan hagnaðarmissi útgerðanna tveggja um 2,6 milljarða króna. 6. desember 2018 16:23
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hissa á dómi Hæstiréttur dæmdi ríkið skaðabótaskylt vegna ákvörðunar ráðherra um ráðstöfun á aflaheimildum á makríl. 8. desember 2018 10:41