Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sveitarstjórnarmála mætti nýlega á Selfoss í verknámshúsið Hamar í Fjölbrautaskóla Suðurlands og opnaði Fablab smiðjuna formlega að viðstöddum fjölda gesta. FabLab Selfoss er samstarfsverkefni Héraðsnefndar Árnesinga, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Háskólafélags Suðurlands, Atorku – félags atvinnurekenda á Suðurlandi og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Frosti segir að tilgangur smiðjanna um allt sé að hver sem er geti framkallað hugmyndir sínar, þar að segja að skapa raunverulega ný atvinnutækifæri og gera okkur samkeppnishæfari, bæði sem nemendur, starfsmenn og sem staði og þjóð, gera okkur samkeppnishæfari við önnur lönd.
FabLab smiðjan á Selfossi er sú áttunda í landinu en alls erum um fimmtán hundruð FabLab smiðjur í heiminum sem vinna saman og deila þekkingu á milli staða.
Sigurður Ingi er ánægður með smiðjuna á Selfossi.
„Og ég er sannfærður um að það verði ekki langt að bíða að FabLabið sanni gildi sitt hér og reyndar lít ég svo á að það hafi þegar gert það bara að það sé komið“, segir Sigurður Ingi.