Stofnandi Twitter gagnrýndur fyrir tíst um Mjanmar Andri Eysteinsson skrifar 9. desember 2018 16:33 Stofnandi og framkvæmdastjóri samfélagsmiðilsins Twitter, Jack Dorsey, hefur legið undir gagnrýni eftir að hann dásamaði Asíuríkið Mjanmar í twitter-þræði í gær. Dorsey sagði frá ferðalagi hans í landinu og hvatti til ferðalaga þangað. BBC greinir frá á vef sínum.Dorsey minntist á hugleiðslu, fallega náttúru og hamingjusamt fólk í landinu. Dorsey minntist þó ekki á ofsóknir og þjóðernishreinsun mjanmarskra stjórnvalda á hendur minnihlutahóps Róhingja í landinu. Myanmar is an absolutely beautiful country. The people are full of joy and the food is amazing. I visited the cities of Yangon, Mandalay, and Bagan. We visited and meditated at many monasteries around the country. pic.twitter.com/wMp3cmkfwi — jack (@jack) December 9, 2018 And if you’re willing to travel a bit, go to Myanmar: https://t.co/9qKm78uq7o — jack (@jack) December 9, 2018 Dorsey, sem stofnaði Twitter ásamt félögum sínum árið 2006, tísti í gær ferðasögu sinni frá 10 daga hugleiðsluferð sinni um Mjanmar. Dorsey dásamaði upplifunina, matinn, fólkið og landið. Notendur Twitter gagnrýndu færslur stofnandans og sögðu færslurnar taktlausar og sökuðu hann um að hunsa veruleika Róhingja í landinu. One of the most tone deaf things I’ve read in a long time. Congrats, that meditation must really be working out for you. — lane hartwell (@lanehartwell) December 9, 2018 This is an extremely irresponsible recommendation. 700,000 #Rohingya forced to flee #Myanmar in just the last few years. Concentration camps still operating in Rakhine state. Thousands of women and girls raped. Babies slaughtered. If only you billionaires would open your eyes. — Jamila Hanan (@JamilaHanan) December 9, 2018 700 þúsund Róhingjar á flótta Samkvæmt skýrslu Amnesty International frá því fyrr á árinu hafa um 700 þúsund Róhingjar flúið til Bangladess þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum. Forsaga málsins er sú að í ágúst 2017 réðust uppreisnarmenn Róhingja á nokkrar lögreglustöðvar í Rakhine-héraðinu í Myanmar. Her landsins svaraði þessum árásum af mikilli hörku í aðgerðum sem sagt var að beint væri gegn uppreisnarmönnunum. Aðgerðir hersins urðu til að þúsundir Róhingja þurftu að flýja heimili sín þar sem þorp þeirra voru brennd til grunna. Stjórnvöld í Myanmar sjá þá sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess og neita þeim um ríkisborgararétt í landinu.Þá er fyrirlitning í garð Róhingja útbreidd á meðal almennings í Myanmar. Asía Bangladess Mjanmar Róhingjar Samfélagsmiðlar Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Stofnandi og framkvæmdastjóri samfélagsmiðilsins Twitter, Jack Dorsey, hefur legið undir gagnrýni eftir að hann dásamaði Asíuríkið Mjanmar í twitter-þræði í gær. Dorsey sagði frá ferðalagi hans í landinu og hvatti til ferðalaga þangað. BBC greinir frá á vef sínum.Dorsey minntist á hugleiðslu, fallega náttúru og hamingjusamt fólk í landinu. Dorsey minntist þó ekki á ofsóknir og þjóðernishreinsun mjanmarskra stjórnvalda á hendur minnihlutahóps Róhingja í landinu. Myanmar is an absolutely beautiful country. The people are full of joy and the food is amazing. I visited the cities of Yangon, Mandalay, and Bagan. We visited and meditated at many monasteries around the country. pic.twitter.com/wMp3cmkfwi — jack (@jack) December 9, 2018 And if you’re willing to travel a bit, go to Myanmar: https://t.co/9qKm78uq7o — jack (@jack) December 9, 2018 Dorsey, sem stofnaði Twitter ásamt félögum sínum árið 2006, tísti í gær ferðasögu sinni frá 10 daga hugleiðsluferð sinni um Mjanmar. Dorsey dásamaði upplifunina, matinn, fólkið og landið. Notendur Twitter gagnrýndu færslur stofnandans og sögðu færslurnar taktlausar og sökuðu hann um að hunsa veruleika Róhingja í landinu. One of the most tone deaf things I’ve read in a long time. Congrats, that meditation must really be working out for you. — lane hartwell (@lanehartwell) December 9, 2018 This is an extremely irresponsible recommendation. 700,000 #Rohingya forced to flee #Myanmar in just the last few years. Concentration camps still operating in Rakhine state. Thousands of women and girls raped. Babies slaughtered. If only you billionaires would open your eyes. — Jamila Hanan (@JamilaHanan) December 9, 2018 700 þúsund Róhingjar á flótta Samkvæmt skýrslu Amnesty International frá því fyrr á árinu hafa um 700 þúsund Róhingjar flúið til Bangladess þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum. Forsaga málsins er sú að í ágúst 2017 réðust uppreisnarmenn Róhingja á nokkrar lögreglustöðvar í Rakhine-héraðinu í Myanmar. Her landsins svaraði þessum árásum af mikilli hörku í aðgerðum sem sagt var að beint væri gegn uppreisnarmönnunum. Aðgerðir hersins urðu til að þúsundir Róhingja þurftu að flýja heimili sín þar sem þorp þeirra voru brennd til grunna. Stjórnvöld í Myanmar sjá þá sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess og neita þeim um ríkisborgararétt í landinu.Þá er fyrirlitning í garð Róhingja útbreidd á meðal almennings í Myanmar.
Asía Bangladess Mjanmar Róhingjar Samfélagsmiðlar Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira