Landsþekktar leikkonur bregða sér í hlutverk Klausturgengisins Stefán Árni Pálsson skrifar 30. nóvember 2018 13:00 Verkið verður flutt á mánudagskvöldið. Þær Brynhildur Guðjónsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, og Þórunn Arna Kristjánsdóttir tala fyrir karlmennina í samtalinu. Mánudaginn 3. desember kl. 20:30 mun leikhópur Borgarleikhússins leiklesa hluta úr samtali þingmanna á veitingastaðnum Klaustri en þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu en ekki liggur fyrir hvaða aðilar fara með hlutverk þingmannanna sex. Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir verkinu. Eins og flestir vita var samtal þeirra tekið upp og hafa fjölmiðlar birt innihald þess síðustu tvo daga. „Eitt af meginhlutverkum leikhússins er að varpa ljósi á málefni líðandi stundar. Með þessum viðburði leitast leikhúsið við að skoða ábyrgð og orðræðu kjörinna fulltrúa í lýðræðislegu samhengi,“ segir í tilkynningunni. Viðburðurinn verður á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu og verður öllum opinn og aðgangur ókeypis. Ef salurinn fyllist verður leiklestrinu einnig streymt í forsal leikhússins. Auk þess verður hægt að fylgjast með því streymi á netinu og verða upplýsingar um það birtar síðar. Húsið mun opna kl. 20:00 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega. „Við höfum áður gert þetta í tengslum við Rannsóknarskýrslu Alþingis og Guð blessi Ísland,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins.Konur í hlutverki karla „Þetta verk verður bara í takt við annað sem við höfum gert í svona málum og verður flutt eins og þetta kemur af kúnni. Okkur fannst viðeigandi að fá konur til að leiklesa karlmennina í samtalinu, sem varpar öðru ljósi á alvarleika orðanna sem þarna koma fram.“ Kristín segir að ákveðið hafi verið að fá sex leikara í verkefnið og munu þær Brynhildur Guðjónsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, og Þórunn Arna Kristjánsdóttir tala fyrir karlmennina og síðan mun leikarinn Hilmar Guðjónsson tala fyrir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. Samtal fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, við þingmenn Flokks fólksins náðist á upptöku sem DV og Stundin hafa undir höndum. „Þetta verða valin atriði sem snúa að umræðunni um kjörinna fulltrúa og önnur atriði sem snú að almenningi. Verkið mun standa yfir í um eina klukkustund,“ segir Kristín en Borgarleikhúsið er í samstarfi við Stundina og hefur fengið aðgang að upptökunni sjálfri sem er yfir þriggja klukkustunda löng. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Fleiri fréttir Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Sjá meira
Mánudaginn 3. desember kl. 20:30 mun leikhópur Borgarleikhússins leiklesa hluta úr samtali þingmanna á veitingastaðnum Klaustri en þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu en ekki liggur fyrir hvaða aðilar fara með hlutverk þingmannanna sex. Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir verkinu. Eins og flestir vita var samtal þeirra tekið upp og hafa fjölmiðlar birt innihald þess síðustu tvo daga. „Eitt af meginhlutverkum leikhússins er að varpa ljósi á málefni líðandi stundar. Með þessum viðburði leitast leikhúsið við að skoða ábyrgð og orðræðu kjörinna fulltrúa í lýðræðislegu samhengi,“ segir í tilkynningunni. Viðburðurinn verður á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu og verður öllum opinn og aðgangur ókeypis. Ef salurinn fyllist verður leiklestrinu einnig streymt í forsal leikhússins. Auk þess verður hægt að fylgjast með því streymi á netinu og verða upplýsingar um það birtar síðar. Húsið mun opna kl. 20:00 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega. „Við höfum áður gert þetta í tengslum við Rannsóknarskýrslu Alþingis og Guð blessi Ísland,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins.Konur í hlutverki karla „Þetta verk verður bara í takt við annað sem við höfum gert í svona málum og verður flutt eins og þetta kemur af kúnni. Okkur fannst viðeigandi að fá konur til að leiklesa karlmennina í samtalinu, sem varpar öðru ljósi á alvarleika orðanna sem þarna koma fram.“ Kristín segir að ákveðið hafi verið að fá sex leikara í verkefnið og munu þær Brynhildur Guðjónsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, og Þórunn Arna Kristjánsdóttir tala fyrir karlmennina og síðan mun leikarinn Hilmar Guðjónsson tala fyrir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. Samtal fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, við þingmenn Flokks fólksins náðist á upptöku sem DV og Stundin hafa undir höndum. „Þetta verða valin atriði sem snúa að umræðunni um kjörinna fulltrúa og önnur atriði sem snú að almenningi. Verkið mun standa yfir í um eina klukkustund,“ segir Kristín en Borgarleikhúsið er í samstarfi við Stundina og hefur fengið aðgang að upptökunni sjálfri sem er yfir þriggja klukkustunda löng.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Fleiri fréttir Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Sjá meira