Lífið

Stjörnum prýtt myndband Ariönu Grande

Sylvía Hall skrifar
Ariana Grande í hlutverki Elle Woods í Legally Blonde ásamt Jennifer Coolidge úr sömu mynd.
Ariana Grande í hlutverki Elle Woods í Legally Blonde ásamt Jennifer Coolidge úr sömu mynd. Skjáskot
Söngkonan Ariana Grande hefur gefið út tónlistarmyndband við smellinn sinn „thank u, next“ og fagna margir aðdáendur því enda hefur söngkonan verið dugleg að sýna frá ferlinu á samfélagsmiðlum.

Myndbandið er byggt á fjórum rómantískum gamanmyndum sem eiga það allar sameiginlegt að hafa slegið rækilega í gegn á fyrsta áratugi þessarar aldar. Myndirnar sem um ræðir eru Mean Girls, Legally Blonde, 13 Going on 30 og Bring It On.

Lagið, sem er óður til sjálfsástar og fyrrum kærasta söngkonunnar, er það fljótasta í sögunni til þess að komast yfir hundrað milljón spilanir á tónlistarveitunni Spotify og er nú búið að tvöfalda þann spilunarfjölda þegar þetta er skrifað.

Kris Jenner fer á kostum í myndbandinu.Skjáskot
Á meðal þeirra sem koma fram í myndbandinu eru leikarar úr myndunum frægu og ber þar helst að nefna Jennifer Coolidge í hlutverki Paulette í Legally Blonde og hjartaknúsarinn Jonathan Bennett sem gerði garðinn frægan sem Aaron Samuels í Mean Girls. 

Þá kom það mörgum aðdáendum skemmtilega á óvart þegar Kris Jenner, móðir Kardashian systranna, birtist í myndbandinu í hlutverki mömmu Reginu George sem Ariana sjálf leikur.

Myndbandið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×