Staðfesting á að við séum að gera eitthvað áhugavert Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 08:00 Davíð Freyr, hæstánægður með verðlaunagripinn Svifölduna og blómin. „Við erum eina Evrópuþjóðin sem veiðum sæbjúgu að einhverju marki, aflinn á þessu ári fer sennilega í sex þúsund tonn. Það er alveg slatti,“ segir Davíð Freyr Jónsson eftir að hafa hlotið verðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar 2018 fyrir framsækna og frumlega starfsemi fyrirtækisins Aurora Seafood, við veiðar og vinnslu sæbjúgna. „Við stofnuðum útgerð og byrjuðum að brasa í þessu fyrir alvöru 2016, þó fyrstu tilraunir hafi verið árið 2003. Vorum lengi utan radars og nú fyrst er starfsemin að skjóta rótum. Sóttum um styrk til Evrópusambandsins og fengum hann í fyrra, um 200 milljónir króna. Sá peningur fór í að þróa veiðarfærin og þessa vél sem við vorum að fá verðlaun fyrir.“ Davíð Freyr kveðst vera landkrabbi, kominn til sjós. „Ég er uppalinn á Fljótsdalshéraði en er með skipstjórnarréttindi á allt að tólf metra bátum.“ Hann segir slíka báta of litla fyrir þessar veiðar og því hafi stærra skip, Klettur ÍS, verið keypt. Hann segir sæbjúgnamiðin vera bæði fyrir austan og vestan land svo Klettur sé mikið á flakkinu. Vinnsla sæbjúgnanna er ekki undir merkjum Aurora Seafood ennþá, heldur er henni útvistað til manns á Stokkseyri, að sögn Davíðs Freys.En hvernig eru veiðarfærin fyrir sæbjúgun? „Þau eru keðjugluggar sem eru dregnir yfir botninn. Við reynum auðvitað að hafa raskið sem minnst,“ lýsir hann og segir Kínverja um allan heim aðalviðskiptavinina fyrir sæbjúgun. „Þó eru margir Íslendingar farnir að nota sæbjúgnaarfurðir sjálfir, án þess kannski að vita af því, í töflum við liðverkjum.“ Þrátt fyrir að neysla sæbjúgna sé mest í Asíu gat Aurora Seafood ekki sótt hugmyndir að veiðarfærum þangað heldur tók það ráð að þróa sín eigin. „Það er svo mikið kafað eftir þessu sjávarfangi víða um heim og svo er algengt að sæbjúgu séu alin í kerjum í Asíu,“ útskýrir Davíð Freyr. Hann er að sjálfsögðu afar ánægður með þá viðurkenningu sem í verðlaununum felast. „Það var mjög gaman að fá verðlaunin. Þau eru staðfesting á því að við séum að gera eitthvað sem fleirum en okkur finnst áhugavert.“ Birtist í Fréttablaðinu Fljótsdalshérað Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
„Við erum eina Evrópuþjóðin sem veiðum sæbjúgu að einhverju marki, aflinn á þessu ári fer sennilega í sex þúsund tonn. Það er alveg slatti,“ segir Davíð Freyr Jónsson eftir að hafa hlotið verðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar 2018 fyrir framsækna og frumlega starfsemi fyrirtækisins Aurora Seafood, við veiðar og vinnslu sæbjúgna. „Við stofnuðum útgerð og byrjuðum að brasa í þessu fyrir alvöru 2016, þó fyrstu tilraunir hafi verið árið 2003. Vorum lengi utan radars og nú fyrst er starfsemin að skjóta rótum. Sóttum um styrk til Evrópusambandsins og fengum hann í fyrra, um 200 milljónir króna. Sá peningur fór í að þróa veiðarfærin og þessa vél sem við vorum að fá verðlaun fyrir.“ Davíð Freyr kveðst vera landkrabbi, kominn til sjós. „Ég er uppalinn á Fljótsdalshéraði en er með skipstjórnarréttindi á allt að tólf metra bátum.“ Hann segir slíka báta of litla fyrir þessar veiðar og því hafi stærra skip, Klettur ÍS, verið keypt. Hann segir sæbjúgnamiðin vera bæði fyrir austan og vestan land svo Klettur sé mikið á flakkinu. Vinnsla sæbjúgnanna er ekki undir merkjum Aurora Seafood ennþá, heldur er henni útvistað til manns á Stokkseyri, að sögn Davíðs Freys.En hvernig eru veiðarfærin fyrir sæbjúgun? „Þau eru keðjugluggar sem eru dregnir yfir botninn. Við reynum auðvitað að hafa raskið sem minnst,“ lýsir hann og segir Kínverja um allan heim aðalviðskiptavinina fyrir sæbjúgun. „Þó eru margir Íslendingar farnir að nota sæbjúgnaarfurðir sjálfir, án þess kannski að vita af því, í töflum við liðverkjum.“ Þrátt fyrir að neysla sæbjúgna sé mest í Asíu gat Aurora Seafood ekki sótt hugmyndir að veiðarfærum þangað heldur tók það ráð að þróa sín eigin. „Það er svo mikið kafað eftir þessu sjávarfangi víða um heim og svo er algengt að sæbjúgu séu alin í kerjum í Asíu,“ útskýrir Davíð Freyr. Hann er að sjálfsögðu afar ánægður með þá viðurkenningu sem í verðlaununum felast. „Það var mjög gaman að fá verðlaunin. Þau eru staðfesting á því að við séum að gera eitthvað sem fleirum en okkur finnst áhugavert.“
Birtist í Fréttablaðinu Fljótsdalshérað Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira