Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. október 2025 13:05 Guðmunda Ólafsdóttir, yfirskjalavörður á Héraðsskjalasafns Árnesinga var gestur á opnu húsi hjá eldri borgurum á Selfossi en fyrirlesturinn kallaði hún „Skjölin hennar ömmu“. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikilvægt er að varðveita einkaskjöl fólks sem er látið, skjöl félaga og samtaka og skjöl fyrirtækja. Þetta segir yfirskjalavörður Héraðsskjalasafns Árnesinga en safnið fær mikið af skjölum til varðveislu en það tekur við pappírs skjölum, ljósmyndum, hljóðupptökum og myndböndum eins og úr dánarbúum. Guðmunda Ólafsdóttir, yfirskjalavörður á Héraðsskjalasafns Árnesinga var gestur á opnu húsi hjá eldri borgurum á Selfossi á fimmtudaginn en fyrirlesturinn kallaði hún „Skjölin hennar ömmu“. Hún segir mjög mikilvægt að fólki skili skjölum á skjalasöfn landsins frekar en að láta þau glatast. „Já, skjöl skiptast í tvo flokka en það eru einkaskjöl og opinber skjöl og það er mjög mikilvægt að safna einkaskjölum ekki síður en þessum opinberu og ég var bara svona í rauninni að fara yfir með fólki hvernig á að skila skjölum, hverju er gott að skila, hverju á ekki að henda og hverju kannski mætti henda. Við viljum endilega fá einkaskjöl til okkar á skjalasöfnin,“ segir Guðmunda og bætir við að fólk sé ótrúlegt duglegt að koma með allskonar einkaskjöl á Héraðsskjalasafn Árnesinga, sem er til húsa á Selfossi. „Skjölin hennar ömmu“ var heitið á fyrirlestri Guðmundu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við bara hvetjum fólk að hreinsa ekki of mikið úr söfnunum, reyna að hafa heildarmyndina á skjalasöfnunum, ekki taka út þetta skammarlega eða leiðinlega þannig að þetta endurspegli líf fólksins, sem átti skjölin,“ segir Guðmunda. Hér má sjá hvað átt er við með einkaskjölum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður svo um skjölin á héraðsskjalasöfnunum? „Þetta er allt skráð og pakkað og sett niður í skjalageymslur hjá okkur. Svo fer skjalaskráin á vefinn þannig að allir geta skoðað hvað er komið til okkar og fengið svo að sjá það á lestrarsal“. Ein af glærunum á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað með öll gömlu ástarbréfin, viltu fá þau? „Já, endilega, við höfum mjög gaman af eldri ástarbréfum en við erum ekki að fara að opinbera þau á netinu en það er gott að hafa þau til að skoða tíðarandann á hverjum tíma,“ segir Guðmunda. Mjög góður rómur var gerður af erindi Guðmundur enda fjölmargir, sem mættu til að hlusta á hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkrar hressar kvenfélagskonur í Kvenfélagi Selfossi, sem sjá alltaf um veitingar á opnu húsinu. Nú voru það vöfflur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða safnsins Eldri borgarar Árborg Söfn Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Erlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira
Guðmunda Ólafsdóttir, yfirskjalavörður á Héraðsskjalasafns Árnesinga var gestur á opnu húsi hjá eldri borgurum á Selfossi á fimmtudaginn en fyrirlesturinn kallaði hún „Skjölin hennar ömmu“. Hún segir mjög mikilvægt að fólki skili skjölum á skjalasöfn landsins frekar en að láta þau glatast. „Já, skjöl skiptast í tvo flokka en það eru einkaskjöl og opinber skjöl og það er mjög mikilvægt að safna einkaskjölum ekki síður en þessum opinberu og ég var bara svona í rauninni að fara yfir með fólki hvernig á að skila skjölum, hverju er gott að skila, hverju á ekki að henda og hverju kannski mætti henda. Við viljum endilega fá einkaskjöl til okkar á skjalasöfnin,“ segir Guðmunda og bætir við að fólk sé ótrúlegt duglegt að koma með allskonar einkaskjöl á Héraðsskjalasafn Árnesinga, sem er til húsa á Selfossi. „Skjölin hennar ömmu“ var heitið á fyrirlestri Guðmundu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við bara hvetjum fólk að hreinsa ekki of mikið úr söfnunum, reyna að hafa heildarmyndina á skjalasöfnunum, ekki taka út þetta skammarlega eða leiðinlega þannig að þetta endurspegli líf fólksins, sem átti skjölin,“ segir Guðmunda. Hér má sjá hvað átt er við með einkaskjölum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður svo um skjölin á héraðsskjalasöfnunum? „Þetta er allt skráð og pakkað og sett niður í skjalageymslur hjá okkur. Svo fer skjalaskráin á vefinn þannig að allir geta skoðað hvað er komið til okkar og fengið svo að sjá það á lestrarsal“. Ein af glærunum á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað með öll gömlu ástarbréfin, viltu fá þau? „Já, endilega, við höfum mjög gaman af eldri ástarbréfum en við erum ekki að fara að opinbera þau á netinu en það er gott að hafa þau til að skoða tíðarandann á hverjum tíma,“ segir Guðmunda. Mjög góður rómur var gerður af erindi Guðmundur enda fjölmargir, sem mættu til að hlusta á hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkrar hressar kvenfélagskonur í Kvenfélagi Selfossi, sem sjá alltaf um veitingar á opnu húsinu. Nú voru það vöfflur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða safnsins
Eldri borgarar Árborg Söfn Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Erlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira