Viðurkennum fíknivandann og tækifærin til úrbóta Egill Þór Jónsson skrifar 20. nóvember 2018 07:00 Í dag, 20. nóvember, mun ég f.h. Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur flytja tillögu á borgarstjórnarfundi um að auka fjármagn til SÁÁ vegna skorts á stuðningi og úrræðum fyrir ákveðna hópa með fíknivanda. Um er ræða 140 milljóna króna aukningu á framlagi borgarinnar til samtakanna. Til að fjármagna tillöguna leggjum við til að skorið verði niður í miðlægri stjórnsýslu Reykjavíkur en rekstrarkostnaður þar hljóðar upp á rúma 5,8 milljarða króna. Tillagan felur í sér:a. Búsetu og meðferðarúrræði fyrir tíu konur með alvarlega fíknisjúkdóma.b. Stuðning og sálfræðiþjónustu við börn á aldrinum 8-18 sem eru aðstandendur fólks með fíknisjúkdóm, auk sérhæfðs stuðnings með áherslu á foreldrafærni í þeirri viðleitni að styðja foreldra til bata.c. Þjónustu við einstaklinga 25 ára og yngri sem eiga í áfengis- og fíknivanda.d. Sérhæfðri eftirfylgni og stuðningsþjónustu við einstaklinga á aldrinum 50-75 ára með langvarandi fíknivanda.Kominn tími til að jafna hlut kynjanna Í fyrsta lagi er mikilvægt að jafna hlut kynjanna hvað varðar búsetúrræði fyrir konur í fíknivanda. Reykjavíkurborg tekur þátt í rekstri sambærilegs úrræðis fyrir karlmenn í samstarfi við SÁÁ og félagsmálaráðuneytið en ekki er neitt slíkt úrræði að finna fyrir konur. Sterkir innviðir og sérfræðiþekking SÁÁ mun koma til með að nýtast vel við að koma slíku úrræði á laggirnar hið fyrsta og hjálpa konunum að lifa án vímuefna. Í anna stað þarf að veita foreldrum með fíknivanda meiri þjónustu í formi fræðslu og eftirfylgni að lokinni meðferð, um leið og hlúa þarf að börnum foreldra með fíknivanda. Í þriðja lagi er nauðsynlegt að auka þjónusta við einstaklinga 25 ára og yngri í formi snemmíhlutunar en meðferðar og eftirfylgni gæti dregið úr líkum á að ungir einstaklingar þrói með sér fíknisjúkdóm. Enn fremur gæti eftirfylgni eftir meðferð hjálpað fólki með fíknivanda út í lífið á ný án vímuefna. Í fjórða og síðasta lagi er nauðsynlegt að auka þjónusta við einstaklinga með langvarandi fíknisjúkdóma á aldrinum 50-75 ára. Sú þjónusta kallar á yfirgripsmikla stuðningsþjónustu vegna aldurstengdra viðfangsefna á sviði félagslegrar stöðu og líkamlegra kvilla. Með markvissri eftirfylgni að lokinni meðferð er þjónusta sem vinnur gegn einangrun, stuðlar að virkni og veitir aðstoð við lífsstílsbreytingar án vímuefna skref í rétta átt.Viðurkenning á breyttu samfélagsmynstri Sóknarfæri borgarinnar felast í að auka þjónustu fyrir Reykvíkinga með víðtækari félagslegri þjónustu við viðkvæma hópa samfélagsins. Það verði gert með því að vinna markvisst að forvarnarstarfi og snemmíhlutun þeirra sem eru í áhættuhóp. Þá er ekki síður mikilvægt að stuðla að markvissri vinnu og eftirfylgni einstaklinga að lokinni meðferð til að hjálpa þeim aftur út í lífið án vímuefna. Ávinningur aukinnar þjónustu er ekki aðeins samfélaginu til heilla, heldur væri það viðurkenning á breyttu samfélagsmynstri síðustu ára. Fjárhagslegur ávinningur fyrir samfélagið er mikill ef til tekst að koma í veg fyrir hvers konar neyslu vímuefna. Algengar tölur sem nefndar eru í því samhengi er að hver króna sem lögð er í meðferðarstarf er fengin sjö sinnum til baka. Þó er hlutfall þeirra sem þurfa á endurinnlögn að halda nokkuð hátt. Þjónusta við ofangreinda hópa gæti fækkað endurkomum í meðferðir og komið í veg fyrir að fólk myndi þróa með sér fíknisjúkdóm. Samfélagslegur ávinningur þess að fólk haldi virkni í samfélaginu er oft á tíðum vanmetin. Iðulega er horft á kostnaðinn við að koma fólki aftur til virkni en allt of sjaldan er litið til ávinningsins. Sem dæmi má nefna Virk starfsendurhæfingu, en árið 2016 var rekstrarkostnaður starfseminnar 2,4 milljarðar en ávinningur af starfseminni metinn á 13,6 milljarða.Þjóðhagslegur kostnaður er 75 – 80 milljarðar Þegar horft er til annara upplýsinga um kostnað samfélagsins vegna fíknivandans komu sláandi niðurstöður í ljós í meistararitgerð Ara Matthíassonar frá árinu 2010 um þjóðhagslega byrgði áfengis- og vímuefnanotkunar. Reyndist þjóðhagslegur kostnaður þess vera 46-49 milljarðar króna árið 2008 að undanskildum kostnaði við ótímabær dauðsföll. Ef þær fjárhæðir eru færðar yfir á verðlag dagsins í dag eru það u.þ.b. 75 – 80 milljarðar, auk þess sem vandinn hefur aukist. Fólk með fíknivanda og fjölskyldur þeirra eiga skilið að stjórnvöld viðurkenni alvarleika málsins. Verði tillagan samþykkt er hægt að nýta sérfræðiþekkingu, innviði og reynslu SÁÁ til margra ára og koma þessum tillögum í framkvæmd hið fyrsta. Enda ríkir mikill vilji af þeirra hálfu til aukins samstarfs við Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egill Þór Jónsson Mest lesið Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Skoðun Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson skrifar Skoðun Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að toga í sömu átt Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen skrifar Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 20. nóvember, mun ég f.h. Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur flytja tillögu á borgarstjórnarfundi um að auka fjármagn til SÁÁ vegna skorts á stuðningi og úrræðum fyrir ákveðna hópa með fíknivanda. Um er ræða 140 milljóna króna aukningu á framlagi borgarinnar til samtakanna. Til að fjármagna tillöguna leggjum við til að skorið verði niður í miðlægri stjórnsýslu Reykjavíkur en rekstrarkostnaður þar hljóðar upp á rúma 5,8 milljarða króna. Tillagan felur í sér:a. Búsetu og meðferðarúrræði fyrir tíu konur með alvarlega fíknisjúkdóma.b. Stuðning og sálfræðiþjónustu við börn á aldrinum 8-18 sem eru aðstandendur fólks með fíknisjúkdóm, auk sérhæfðs stuðnings með áherslu á foreldrafærni í þeirri viðleitni að styðja foreldra til bata.c. Þjónustu við einstaklinga 25 ára og yngri sem eiga í áfengis- og fíknivanda.d. Sérhæfðri eftirfylgni og stuðningsþjónustu við einstaklinga á aldrinum 50-75 ára með langvarandi fíknivanda.Kominn tími til að jafna hlut kynjanna Í fyrsta lagi er mikilvægt að jafna hlut kynjanna hvað varðar búsetúrræði fyrir konur í fíknivanda. Reykjavíkurborg tekur þátt í rekstri sambærilegs úrræðis fyrir karlmenn í samstarfi við SÁÁ og félagsmálaráðuneytið en ekki er neitt slíkt úrræði að finna fyrir konur. Sterkir innviðir og sérfræðiþekking SÁÁ mun koma til með að nýtast vel við að koma slíku úrræði á laggirnar hið fyrsta og hjálpa konunum að lifa án vímuefna. Í anna stað þarf að veita foreldrum með fíknivanda meiri þjónustu í formi fræðslu og eftirfylgni að lokinni meðferð, um leið og hlúa þarf að börnum foreldra með fíknivanda. Í þriðja lagi er nauðsynlegt að auka þjónusta við einstaklinga 25 ára og yngri í formi snemmíhlutunar en meðferðar og eftirfylgni gæti dregið úr líkum á að ungir einstaklingar þrói með sér fíknisjúkdóm. Enn fremur gæti eftirfylgni eftir meðferð hjálpað fólki með fíknivanda út í lífið á ný án vímuefna. Í fjórða og síðasta lagi er nauðsynlegt að auka þjónusta við einstaklinga með langvarandi fíknisjúkdóma á aldrinum 50-75 ára. Sú þjónusta kallar á yfirgripsmikla stuðningsþjónustu vegna aldurstengdra viðfangsefna á sviði félagslegrar stöðu og líkamlegra kvilla. Með markvissri eftirfylgni að lokinni meðferð er þjónusta sem vinnur gegn einangrun, stuðlar að virkni og veitir aðstoð við lífsstílsbreytingar án vímuefna skref í rétta átt.Viðurkenning á breyttu samfélagsmynstri Sóknarfæri borgarinnar felast í að auka þjónustu fyrir Reykvíkinga með víðtækari félagslegri þjónustu við viðkvæma hópa samfélagsins. Það verði gert með því að vinna markvisst að forvarnarstarfi og snemmíhlutun þeirra sem eru í áhættuhóp. Þá er ekki síður mikilvægt að stuðla að markvissri vinnu og eftirfylgni einstaklinga að lokinni meðferð til að hjálpa þeim aftur út í lífið án vímuefna. Ávinningur aukinnar þjónustu er ekki aðeins samfélaginu til heilla, heldur væri það viðurkenning á breyttu samfélagsmynstri síðustu ára. Fjárhagslegur ávinningur fyrir samfélagið er mikill ef til tekst að koma í veg fyrir hvers konar neyslu vímuefna. Algengar tölur sem nefndar eru í því samhengi er að hver króna sem lögð er í meðferðarstarf er fengin sjö sinnum til baka. Þó er hlutfall þeirra sem þurfa á endurinnlögn að halda nokkuð hátt. Þjónusta við ofangreinda hópa gæti fækkað endurkomum í meðferðir og komið í veg fyrir að fólk myndi þróa með sér fíknisjúkdóm. Samfélagslegur ávinningur þess að fólk haldi virkni í samfélaginu er oft á tíðum vanmetin. Iðulega er horft á kostnaðinn við að koma fólki aftur til virkni en allt of sjaldan er litið til ávinningsins. Sem dæmi má nefna Virk starfsendurhæfingu, en árið 2016 var rekstrarkostnaður starfseminnar 2,4 milljarðar en ávinningur af starfseminni metinn á 13,6 milljarða.Þjóðhagslegur kostnaður er 75 – 80 milljarðar Þegar horft er til annara upplýsinga um kostnað samfélagsins vegna fíknivandans komu sláandi niðurstöður í ljós í meistararitgerð Ara Matthíassonar frá árinu 2010 um þjóðhagslega byrgði áfengis- og vímuefnanotkunar. Reyndist þjóðhagslegur kostnaður þess vera 46-49 milljarðar króna árið 2008 að undanskildum kostnaði við ótímabær dauðsföll. Ef þær fjárhæðir eru færðar yfir á verðlag dagsins í dag eru það u.þ.b. 75 – 80 milljarðar, auk þess sem vandinn hefur aukist. Fólk með fíknivanda og fjölskyldur þeirra eiga skilið að stjórnvöld viðurkenni alvarleika málsins. Verði tillagan samþykkt er hægt að nýta sérfræðiþekkingu, innviði og reynslu SÁÁ til margra ára og koma þessum tillögum í framkvæmd hið fyrsta. Enda ríkir mikill vilji af þeirra hálfu til aukins samstarfs við Reykjavíkurborg.
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar
Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun