Einn besti leikur í sögu NFL-deildarinnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. nóvember 2018 08:30 Leikmenn Rams fagna eftir að Marcus Peters, fyrrum leikmaður Kansas, hafði stolið boltanum undir lok leiksins. vísir/getty Mánudagsleikurinn í NFL-deildinni stóð heldur betur undir væntingum enda ótrúleg skemmtun og sögulegur þess utan. 105 stig voru skoruð í leiknum sem er það þriðja mesta í sögu deildarinnar. Í leiknum voru að mætast tvö bestu lið deildarinnar, LA Rams og Kansas City Chiefs. Bæði lið höfðu unnið níu leiki og tapað einum fyrir nóttina. Leiknum stórkostlega lyktaði með 54-51 sigri Rams. Ævintýralegt. Það var ekki bara mikið skorað heldur var leikurinn æsispennandi alveg til enda. Staðan í leikhléi var 23-23. Undir lokin brást hinn magnaði leikstjórnandi Kansas City Chiefs, Patrick Mahomes, en hann kastaði boltanum frá sér í síðustu tveimur sóknum liðsins. Tölurnar í þessum leik eru ruglaðar. Það voru skoruð 14 snertimörk í leiknum og liðin náðu 1.001 jördum samtals. Þetta var stigahæsti mánudagsleikur sögunnar og sá þriðji stigahæsti frá upphafi. Metið frá 1966 er 113 stig. Þetta er aftur á móti í fyrsta sinn í sögu NFL-deildarinnar sem tvö lið skora yfir 50 stig í leik. Þó svo mikið hafi verið skorað stóðu varnirnar sig ágætlega og náðu báðar að skora. Rams-vörnin skoraði tvö snertimörk.Mahomes og Goff faðmast eftir leik. Ótrúlegir leikmenn og framtíð deildarinnar.vísir/gettyJared Goff, leikstjórnandi Rams, var með 413 jarda og 4 snertimörk í leiknum. Hann hljóp líka sjálfur fyrir einu snertimarki. Brandin Cooks greip flesta jarda, 107, en náði ekki að skora. Útherjinn Gerald Everett greip aftur á móti tvo bolta fyrir snertimarki. Mahomes átti skrautlegan leik. 478 jardar og 6 snertimörk takk fyrir. Hann kastaði boltanum aftur á móti þrisvar frá sér og tvisvar náði vörnin að slá boltann úr höndum hans og skora. Það var of dýrt í svona svakalegum leik. Útherjinn Tyreek Hill var með litla 215 jarda og tvö snertimörk. Innherjinn Travis Kelce var með 127 gripna jarda og eitt snertimark. Margir með stórleik.Hér má sjá öll helstu tilþrif leiksins. Óhætt er að mæla með þessari klippu. NFL Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Mánudagsleikurinn í NFL-deildinni stóð heldur betur undir væntingum enda ótrúleg skemmtun og sögulegur þess utan. 105 stig voru skoruð í leiknum sem er það þriðja mesta í sögu deildarinnar. Í leiknum voru að mætast tvö bestu lið deildarinnar, LA Rams og Kansas City Chiefs. Bæði lið höfðu unnið níu leiki og tapað einum fyrir nóttina. Leiknum stórkostlega lyktaði með 54-51 sigri Rams. Ævintýralegt. Það var ekki bara mikið skorað heldur var leikurinn æsispennandi alveg til enda. Staðan í leikhléi var 23-23. Undir lokin brást hinn magnaði leikstjórnandi Kansas City Chiefs, Patrick Mahomes, en hann kastaði boltanum frá sér í síðustu tveimur sóknum liðsins. Tölurnar í þessum leik eru ruglaðar. Það voru skoruð 14 snertimörk í leiknum og liðin náðu 1.001 jördum samtals. Þetta var stigahæsti mánudagsleikur sögunnar og sá þriðji stigahæsti frá upphafi. Metið frá 1966 er 113 stig. Þetta er aftur á móti í fyrsta sinn í sögu NFL-deildarinnar sem tvö lið skora yfir 50 stig í leik. Þó svo mikið hafi verið skorað stóðu varnirnar sig ágætlega og náðu báðar að skora. Rams-vörnin skoraði tvö snertimörk.Mahomes og Goff faðmast eftir leik. Ótrúlegir leikmenn og framtíð deildarinnar.vísir/gettyJared Goff, leikstjórnandi Rams, var með 413 jarda og 4 snertimörk í leiknum. Hann hljóp líka sjálfur fyrir einu snertimarki. Brandin Cooks greip flesta jarda, 107, en náði ekki að skora. Útherjinn Gerald Everett greip aftur á móti tvo bolta fyrir snertimarki. Mahomes átti skrautlegan leik. 478 jardar og 6 snertimörk takk fyrir. Hann kastaði boltanum aftur á móti þrisvar frá sér og tvisvar náði vörnin að slá boltann úr höndum hans og skora. Það var of dýrt í svona svakalegum leik. Útherjinn Tyreek Hill var með litla 215 jarda og tvö snertimörk. Innherjinn Travis Kelce var með 127 gripna jarda og eitt snertimark. Margir með stórleik.Hér má sjá öll helstu tilþrif leiksins. Óhætt er að mæla með þessari klippu.
NFL Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira