Einn besti leikur í sögu NFL-deildarinnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. nóvember 2018 08:30 Leikmenn Rams fagna eftir að Marcus Peters, fyrrum leikmaður Kansas, hafði stolið boltanum undir lok leiksins. vísir/getty Mánudagsleikurinn í NFL-deildinni stóð heldur betur undir væntingum enda ótrúleg skemmtun og sögulegur þess utan. 105 stig voru skoruð í leiknum sem er það þriðja mesta í sögu deildarinnar. Í leiknum voru að mætast tvö bestu lið deildarinnar, LA Rams og Kansas City Chiefs. Bæði lið höfðu unnið níu leiki og tapað einum fyrir nóttina. Leiknum stórkostlega lyktaði með 54-51 sigri Rams. Ævintýralegt. Það var ekki bara mikið skorað heldur var leikurinn æsispennandi alveg til enda. Staðan í leikhléi var 23-23. Undir lokin brást hinn magnaði leikstjórnandi Kansas City Chiefs, Patrick Mahomes, en hann kastaði boltanum frá sér í síðustu tveimur sóknum liðsins. Tölurnar í þessum leik eru ruglaðar. Það voru skoruð 14 snertimörk í leiknum og liðin náðu 1.001 jördum samtals. Þetta var stigahæsti mánudagsleikur sögunnar og sá þriðji stigahæsti frá upphafi. Metið frá 1966 er 113 stig. Þetta er aftur á móti í fyrsta sinn í sögu NFL-deildarinnar sem tvö lið skora yfir 50 stig í leik. Þó svo mikið hafi verið skorað stóðu varnirnar sig ágætlega og náðu báðar að skora. Rams-vörnin skoraði tvö snertimörk.Mahomes og Goff faðmast eftir leik. Ótrúlegir leikmenn og framtíð deildarinnar.vísir/gettyJared Goff, leikstjórnandi Rams, var með 413 jarda og 4 snertimörk í leiknum. Hann hljóp líka sjálfur fyrir einu snertimarki. Brandin Cooks greip flesta jarda, 107, en náði ekki að skora. Útherjinn Gerald Everett greip aftur á móti tvo bolta fyrir snertimarki. Mahomes átti skrautlegan leik. 478 jardar og 6 snertimörk takk fyrir. Hann kastaði boltanum aftur á móti þrisvar frá sér og tvisvar náði vörnin að slá boltann úr höndum hans og skora. Það var of dýrt í svona svakalegum leik. Útherjinn Tyreek Hill var með litla 215 jarda og tvö snertimörk. Innherjinn Travis Kelce var með 127 gripna jarda og eitt snertimark. Margir með stórleik.Hér má sjá öll helstu tilþrif leiksins. Óhætt er að mæla með þessari klippu. NFL Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Mánudagsleikurinn í NFL-deildinni stóð heldur betur undir væntingum enda ótrúleg skemmtun og sögulegur þess utan. 105 stig voru skoruð í leiknum sem er það þriðja mesta í sögu deildarinnar. Í leiknum voru að mætast tvö bestu lið deildarinnar, LA Rams og Kansas City Chiefs. Bæði lið höfðu unnið níu leiki og tapað einum fyrir nóttina. Leiknum stórkostlega lyktaði með 54-51 sigri Rams. Ævintýralegt. Það var ekki bara mikið skorað heldur var leikurinn æsispennandi alveg til enda. Staðan í leikhléi var 23-23. Undir lokin brást hinn magnaði leikstjórnandi Kansas City Chiefs, Patrick Mahomes, en hann kastaði boltanum frá sér í síðustu tveimur sóknum liðsins. Tölurnar í þessum leik eru ruglaðar. Það voru skoruð 14 snertimörk í leiknum og liðin náðu 1.001 jördum samtals. Þetta var stigahæsti mánudagsleikur sögunnar og sá þriðji stigahæsti frá upphafi. Metið frá 1966 er 113 stig. Þetta er aftur á móti í fyrsta sinn í sögu NFL-deildarinnar sem tvö lið skora yfir 50 stig í leik. Þó svo mikið hafi verið skorað stóðu varnirnar sig ágætlega og náðu báðar að skora. Rams-vörnin skoraði tvö snertimörk.Mahomes og Goff faðmast eftir leik. Ótrúlegir leikmenn og framtíð deildarinnar.vísir/gettyJared Goff, leikstjórnandi Rams, var með 413 jarda og 4 snertimörk í leiknum. Hann hljóp líka sjálfur fyrir einu snertimarki. Brandin Cooks greip flesta jarda, 107, en náði ekki að skora. Útherjinn Gerald Everett greip aftur á móti tvo bolta fyrir snertimarki. Mahomes átti skrautlegan leik. 478 jardar og 6 snertimörk takk fyrir. Hann kastaði boltanum aftur á móti þrisvar frá sér og tvisvar náði vörnin að slá boltann úr höndum hans og skora. Það var of dýrt í svona svakalegum leik. Útherjinn Tyreek Hill var með litla 215 jarda og tvö snertimörk. Innherjinn Travis Kelce var með 127 gripna jarda og eitt snertimark. Margir með stórleik.Hér má sjá öll helstu tilþrif leiksins. Óhætt er að mæla með þessari klippu.
NFL Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira