Handbolti

Seinni bylgjan: Tók Bjarni leikhlé bara til þess að pirra Einar?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Einari er hér ekki skemmt á hliðarlínunni.
Einari er hér ekki skemmt á hliðarlínunni.
Það vakti athygli í leik ÍR og Gróttu að Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, skildi taka leikhlé þegar innan við tvær mínútur voru eftir af leiknum og úrslit leiksins ráðin.

Sú ákvörðun Bjarna fór heldur betur í taugarnar á Einari Jónssyni, þjálfara Gróttu, sem var svo svekktur út í kollega sinn að hann neitaði að nota leikhléið til þess að tala við sína menn.

Bjarni þvertók fyrir það í viðtali eftir leikinn að hafa tekið leikhléið til þess að pirra Einar. Ef ætlunin aftur á móti var að pirra Einar þá gekk það fullkomlega upp.

Strákarnir í Seinni bylgjunni höfðu samúð með þjálfara Gróttu að þessu sinni.

Sjá má þetta kostulega atvik og viðtöl við þjálfarana hér að neðan.



Klippa: Seinni bylgjan: Umdeilt leikhlé í leik ÍR og Gróttu

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×