Erlent

Fyrr­verandi glæpa­foringi skotinn eftir bóka­kynningu í Kaup­manna­höfn

Atli Ísleifsson skrifar
Nedim Yasar sagði skilið við Los Guerreros árið 2012 og hefur síðan meðal annars starfað sem þáttastjórnandi Politiradio á útvarpsstöðinni 24/7.
Nedim Yasar sagði skilið við Los Guerreros árið 2012 og hefur síðan meðal annars starfað sem þáttastjórnandi Politiradio á útvarpsstöðinni 24/7.
Uppfært 12:33: Lögregla í Kaupmannahöfn hefur staðfest  að Nedim Yaser hafi látist af sárum sínum.



Fyrrverandi glæpaforingi og útvarpsmaður var skotinn eftir að hafa haldið bókakynningu í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Danskir fjölmiðlar segja að hinn 31 árs Nedim Yasar hafi verið skotinn utandyra á Hejrevej í norðvesturhluta Kaupmannahafnar.

Yasar gaf nýverið út bókina Rødder, eða Rætur, þar sem hann fjallar um reynslu sína af því að hafa verið virkur í glæpagengi í dönsku höfuðborginni. Hann var leiðtogi gengisins Los Guerreros, stuðningsgengis Bandidos.

DR segir frá því að Yasar hafi verið skotinn þar sem hann var einn á gangi eftir að hafa kynnt bók sína í hverfinu.

Lögregla í Kaupmannahöfn hefur ekki viljað staðfesta að það hafi verið Yasar sem hafi verið skotinn, en hefur þó greint frá því að hinn særði sé í lífshættu.

Nedim Yasar sagði skilið við Los Guerreros árið 2012 og hefur síðan meðal annars starfað sem þáttastjórnandi Politiradio á útvarpsstöðinni 24/7. Þá hefur hann verið virkur í samfélagsumræðunni um átök glæpagengja í Danmörku.

Hann hefur í viðtölum og bók sinni greint frá því að hann óttist um líf sitt eftir að hafa sagt skilið við glæpahópana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×