Viðskipti innlent

Gunnar haslar sér nýjan völl

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Gunnar Sigurðarson hefur gengið til liðs við Samtök iðnaðarins.
Gunnar Sigurðarson hefur gengið til liðs við Samtök iðnaðarins.
Gunnar Sigurðarson hefur verið ráðinn viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins. Í tilkynningu á vef SI segir að Gunnar hafi þegar hafið störf.

Í tilkynningunni er ferill Gunnars rakinn. Eftir að Gunnar lauk BA-gráðu sinni í stjórmálafræði við Háskóla Íslands bætti hann við sig MPA-gráðu í stjórnsýslufræðum, einnig frá Háskóla Íslands.

Það er þó óhætt að segja að Gunnar sé þekktur fyrir annað en fræðastörf sín. Hann starfaði til að mynda við dagskrárgerð og fréttamennsku, bæði hjá Ríkisútvarpinu og á Stöð 2, auk þess sem hann gat sér gott orð sem knattspyrnurýnirinn „Gunnar á Völlum.“

Þá hefur hann starfað sem verkefnastjóri hjá fjölmiðlanefnd og sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, en síðustu ár hefur Gunnar gegnt stöðu verkefnastjóra ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×