Kortaþjónustan gaf út 250 milljóna skuldabréf til hluthafa Kristinn Ingi Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 06:30 Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Kortaþjónustan gaf í síðasta mánuði út víkjandi skuldabréf með breytirétti í hlutafé fyrir 250 milljónir króna til hluthafa kortafyrirtækisins. Bréfin, sem bera sjö prósenta fasta vexti, eru til sjö ára. Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, segir í samtali við Markaðinn að útgáfa bréfanna sé hluti af breytingum á efnahagsreikningi fyrirtækisins. Samkvæmt skilmálum skuldabréfaflokksins, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er hverjum og einum skuldabréfaeiganda heimilt allt fram til lokagjalddaga í október árið 2025 að breyta kröfu sinni að heild eða hluta, það er höfuðstól, verðbótum og áföllnum vöxtum, í hlutabréf í Kortaþjónustunni. Kjósi skuldabréfaeigandi að nýta sér breytiréttinn hefur stjórn kortafyrirtækisins þrjátíu daga til þess að gefa út nýja hluti í fyrirtækinu. Sem kunnugt er keyptu Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Kortafyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch Airlines í október í fyrra en fyrirtækið var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Kvika er stærsti hluthafi Kortaþjónustunnar með um 41 prósents hlut en fjárfestingarfélagið Óskabein, sem er meðal annars stór hluthafi í VÍS, er sá næststærsti með 10 prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Kortaþjónustan gaf í síðasta mánuði út víkjandi skuldabréf með breytirétti í hlutafé fyrir 250 milljónir króna til hluthafa kortafyrirtækisins. Bréfin, sem bera sjö prósenta fasta vexti, eru til sjö ára. Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, segir í samtali við Markaðinn að útgáfa bréfanna sé hluti af breytingum á efnahagsreikningi fyrirtækisins. Samkvæmt skilmálum skuldabréfaflokksins, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er hverjum og einum skuldabréfaeiganda heimilt allt fram til lokagjalddaga í október árið 2025 að breyta kröfu sinni að heild eða hluta, það er höfuðstól, verðbótum og áföllnum vöxtum, í hlutabréf í Kortaþjónustunni. Kjósi skuldabréfaeigandi að nýta sér breytiréttinn hefur stjórn kortafyrirtækisins þrjátíu daga til þess að gefa út nýja hluti í fyrirtækinu. Sem kunnugt er keyptu Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Kortafyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch Airlines í október í fyrra en fyrirtækið var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Kvika er stærsti hluthafi Kortaþjónustunnar með um 41 prósents hlut en fjárfestingarfélagið Óskabein, sem er meðal annars stór hluthafi í VÍS, er sá næststærsti með 10 prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira