Hafnar forsæti hæstaréttar vegna skilaboðaleka Lýðflokksmanns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. nóvember 2018 08:30 Manuel Marchena hæstaréttardómari sést hér á miðri mynd. Fréttablaðið/EPA Fréttablaðið/EPA Manuel Marchena, spænskur hæstaréttardómari, hefur hafnað því að taka við embætti forseta hæstaréttar og spænska dómskerfisins alls. Sósíalistaflokkurinn, sem er í minnihlutastjórn, og Lýðflokkurinn, langstærsti flokkur stjórnarandstöðu, höfðu samið um að hann fengi sætið og var það samkomulag hluti samkomulags um skipan í embætti innan dómskerfisins. Ákvörðunina tók Marchena eftir að spænskt vefrit lak WhatsApp-skilaboðum Ignacios Cosidó, þingflokksformanns Lýðflokksins í öldungadeildinni, þar sem fram kom að með samkomulagsgerðinni fengi flokkurinn völd yfir dómskerfinu og gæti stýrt sakamáladeild hæstaréttar úr bakherbergjunum. Aðskilnaðarsinnar í Katalóníu gagnrýndu skilaboðin harðlega enda eru níu þeirra nú í fangelsi, ákærðir fyrir uppreisnaráróður og uppreisn gegn spænska ríkinu, og með mál fyrir sakamáladeildinni á meðan Lýðflokkurinn beitti sér af hörku gegn aðskilnaðarsinnum. Flokkurinn var við völd síðasta haust þegar Katalónarnir voru handteknir eftir ólöglega atkvæðagreiðslu og sjálfstæðisyfirlýsingu. Marchena sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér að hann hafi aldrei litið svo á að dómskerfið ætti að vera verkfæri sem stjórnmálamenn geta nýtt sér og sagðist vera sjálfstæður í störfum. En Marchena mun þó áfram stýra sakamáladeild hæstaréttar, líkt og undanfarin ár. Sex þeirra níu Katalóna sem eru í haldi sendu hæstarétti bréf í gær þar sem þess var krafist að Marchena myndi víkja úr því embætti. Hann var sakaður um hlutdrægni í garð Lýðflokksins og Sósíalistaflokksins og hreykti Cosidó sér af skipan hans. Pedro Sánchez forsætisráðherra sagðist í gær harma ákvörðun Marchena. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Sjá meira
Manuel Marchena, spænskur hæstaréttardómari, hefur hafnað því að taka við embætti forseta hæstaréttar og spænska dómskerfisins alls. Sósíalistaflokkurinn, sem er í minnihlutastjórn, og Lýðflokkurinn, langstærsti flokkur stjórnarandstöðu, höfðu samið um að hann fengi sætið og var það samkomulag hluti samkomulags um skipan í embætti innan dómskerfisins. Ákvörðunina tók Marchena eftir að spænskt vefrit lak WhatsApp-skilaboðum Ignacios Cosidó, þingflokksformanns Lýðflokksins í öldungadeildinni, þar sem fram kom að með samkomulagsgerðinni fengi flokkurinn völd yfir dómskerfinu og gæti stýrt sakamáladeild hæstaréttar úr bakherbergjunum. Aðskilnaðarsinnar í Katalóníu gagnrýndu skilaboðin harðlega enda eru níu þeirra nú í fangelsi, ákærðir fyrir uppreisnaráróður og uppreisn gegn spænska ríkinu, og með mál fyrir sakamáladeildinni á meðan Lýðflokkurinn beitti sér af hörku gegn aðskilnaðarsinnum. Flokkurinn var við völd síðasta haust þegar Katalónarnir voru handteknir eftir ólöglega atkvæðagreiðslu og sjálfstæðisyfirlýsingu. Marchena sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér að hann hafi aldrei litið svo á að dómskerfið ætti að vera verkfæri sem stjórnmálamenn geta nýtt sér og sagðist vera sjálfstæður í störfum. En Marchena mun þó áfram stýra sakamáladeild hæstaréttar, líkt og undanfarin ár. Sex þeirra níu Katalóna sem eru í haldi sendu hæstarétti bréf í gær þar sem þess var krafist að Marchena myndi víkja úr því embætti. Hann var sakaður um hlutdrægni í garð Lýðflokksins og Sósíalistaflokksins og hreykti Cosidó sér af skipan hans. Pedro Sánchez forsætisráðherra sagðist í gær harma ákvörðun Marchena.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Sjá meira