Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. nóvember 2018 15:56 Andstæðingar stóriðju í Helguvík drógu fána United Silicon í hálfa stöng í janúar. Vísir/eyþór Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. Undirbúningur til þess að standsetja og koma starfsemi af stað í kísilmálsmverksmiðjunni í Helguvík er í fullum gangi en félagið Stakksberg, sem stofnað var um reksturinn áformar að leggja í 4,5 milljarða króna fjárfestingu í útbætur á verksmiðjunni. Kísilmálmverksmiðjan í Helguvík var áður rekin undir nafni United Silicon, eða þar til Arion banki yfirtók reksturinn og stofnaði félag um reksturinn, en í tilkynningu á að reyna miða úrbætur að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, koma til móts við athugasemdir íbúa í Reykjanesbæ og uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar fyrir starfsemi verksmiðjunnar. Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir að bæjarstjórn ætli sér að tryggja aðkomu bæjarbúa að þeirri ákvörðun um hvort kísilmálmverksmiðjan fari í rekstur. „Þetta er gríðarlega stór ákvörðunartaka ef að það verður niðurstaðan að verksmiðjan fer aftur í gang enda saga hennar fordæmalaus og sérstök, ekki bara fyrir okkur íbúa Reykjanesbæjar heldur á Íslandi,“ sagði Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar var birta á vef skipulagsstofnunnar í gær og hafa íbúar frest til 5. desember til þess að skila inn athugasemdum. Eins og fram kom fyrr á árinu, þegar farið var að skoða rekstur United Silicon, kom í ljós að byggingar á lóð verksmiðjunnar reyndust ekki í samræmi við deiliskipulag Reykjanesbæjar. Sumar þeirra eru of háar miðað við teikningar og sumar utan lóðar. „Nú er bærinn að vinna í því að leita leiða og sjá hvað hægt er að gera og þannig er staðan. Það tekur sinn tíma að fá niðurstöðu í það,“ segir Jóhann Friðrik. Þrátt fyrir fyrirætlanir og fögur fyrirheit nýs rekstrarfélags hefur forseti bæjarstjórnar litla trú á því að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur. „Ég er auðvitað efins um það bara í ljósi sögunnar. það er auðvitað þeirra að fara í gegnum ferlið og við munum fylgjast grannt með því,“ segir Jóhann Friðrik. Nýja rekstrarfélagið, Stakksberg ehf. hefur boðað til íbúafundar í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld vegna kísilmálmverksmiðjunnar og hefst fundurinn klukkan átta. Reykjanesbær United Silicon Tengdar fréttir Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Reykjanesbær þarf að greiða um 200 milljónir til Reykjaneshafnar til að hún standi undir sér. Neikvætt eigið fé rúmir sex milljarðar króna. 20. nóvember 2018 08:00 Fá tækifæri til að hlusta betur á íbúana Eigendur kísilverksmiðju í Helguvík ætla að verja 4,5 milljörðum í úrbætur og til að tryggja rekstur hennar. Boðað er til íbúafundar um málefni verksmiðjunnar í kvöld. 21. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. Undirbúningur til þess að standsetja og koma starfsemi af stað í kísilmálsmverksmiðjunni í Helguvík er í fullum gangi en félagið Stakksberg, sem stofnað var um reksturinn áformar að leggja í 4,5 milljarða króna fjárfestingu í útbætur á verksmiðjunni. Kísilmálmverksmiðjan í Helguvík var áður rekin undir nafni United Silicon, eða þar til Arion banki yfirtók reksturinn og stofnaði félag um reksturinn, en í tilkynningu á að reyna miða úrbætur að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, koma til móts við athugasemdir íbúa í Reykjanesbæ og uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar fyrir starfsemi verksmiðjunnar. Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir að bæjarstjórn ætli sér að tryggja aðkomu bæjarbúa að þeirri ákvörðun um hvort kísilmálmverksmiðjan fari í rekstur. „Þetta er gríðarlega stór ákvörðunartaka ef að það verður niðurstaðan að verksmiðjan fer aftur í gang enda saga hennar fordæmalaus og sérstök, ekki bara fyrir okkur íbúa Reykjanesbæjar heldur á Íslandi,“ sagði Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar var birta á vef skipulagsstofnunnar í gær og hafa íbúar frest til 5. desember til þess að skila inn athugasemdum. Eins og fram kom fyrr á árinu, þegar farið var að skoða rekstur United Silicon, kom í ljós að byggingar á lóð verksmiðjunnar reyndust ekki í samræmi við deiliskipulag Reykjanesbæjar. Sumar þeirra eru of háar miðað við teikningar og sumar utan lóðar. „Nú er bærinn að vinna í því að leita leiða og sjá hvað hægt er að gera og þannig er staðan. Það tekur sinn tíma að fá niðurstöðu í það,“ segir Jóhann Friðrik. Þrátt fyrir fyrirætlanir og fögur fyrirheit nýs rekstrarfélags hefur forseti bæjarstjórnar litla trú á því að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur. „Ég er auðvitað efins um það bara í ljósi sögunnar. það er auðvitað þeirra að fara í gegnum ferlið og við munum fylgjast grannt með því,“ segir Jóhann Friðrik. Nýja rekstrarfélagið, Stakksberg ehf. hefur boðað til íbúafundar í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld vegna kísilmálmverksmiðjunnar og hefst fundurinn klukkan átta.
Reykjanesbær United Silicon Tengdar fréttir Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Reykjanesbær þarf að greiða um 200 milljónir til Reykjaneshafnar til að hún standi undir sér. Neikvætt eigið fé rúmir sex milljarðar króna. 20. nóvember 2018 08:00 Fá tækifæri til að hlusta betur á íbúana Eigendur kísilverksmiðju í Helguvík ætla að verja 4,5 milljörðum í úrbætur og til að tryggja rekstur hennar. Boðað er til íbúafundar um málefni verksmiðjunnar í kvöld. 21. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Tvö kísilver bjargi rekstrinum á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn Reykjanesbær þarf að greiða um 200 milljónir til Reykjaneshafnar til að hún standi undir sér. Neikvætt eigið fé rúmir sex milljarðar króna. 20. nóvember 2018 08:00
Fá tækifæri til að hlusta betur á íbúana Eigendur kísilverksmiðju í Helguvík ætla að verja 4,5 milljörðum í úrbætur og til að tryggja rekstur hennar. Boðað er til íbúafundar um málefni verksmiðjunnar í kvöld. 21. nóvember 2018 08:30