Reyna að stilla til friðar á milli Tyrkja og sýrlenskra Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2018 23:41 James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. EPA/JIM LO SCALZO Her Bandaríkjanna ætlar að byggja eftirlitsstöðvar á landamærum Sýrlands og Tyrklands til að draga úr spennu á milli sýrlenskra Kúrda og Tyrkja. Báðir aðilar eru bandamenn Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa staðið við bakið á Kúrdum og arabískum bandamönnum þeirra í samtökunum Syrian Democratic Forces, eða SDF, gegn vígamönnum Íslamska ríkisins og Tyrkir eru bandamenn Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í kvöld að markmiðið væri að tryggja að ekki hægi á baráttunni gegn ISIS vegna spennunnar á svæðinu. SDF tilkynnti fyrr í nóvember að hlé yrði gert á aðgerðum gegn ISIS eftir að Tyrkir gerðu stórskotaliðsárásir á stöðvar SDF í norðurhluta Sýrlands. Ráðherrann sagði einnig að Tyrkjum yrði gert ljóst hvar eftirlitsstöðvar þessar yrðu staðsettar, samkvæmt AFP fréttaveitunni.Tyrkir hafa lengi verið verulega ósáttir við að Bandaríkin hafi aðstoðað SDF og sýrlenska Kúrda en ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, lítur á Kúrda sem hryðjuverkamenn og segir þá starfa með Verkamannaflokki Kúrda sem hefur háð áratugalanga sjálfstæðisbaráttu í austurhluta Tyrklands. Tyrkir hafa gert tvær innrásir í Sýrland til að herja á sýrlenska Kúrda. Í fyrra skiptið réðust þeir inn á yfirráðasvæði ISIS-liða í norðurhluta landsins til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu að sameina tvö yfirráðasvæði sín í Sýrlandi. Stórt svæði sem þeir stjórna í norðausturhluta landsins og Afrin-hérað í norðvesturhluta Sýrlands. Seinni innrásin var svo gerð inn í Afrin-hérað sjálft, sem var eingöngu undir stjórn sýrlenskra Kúrda og kom ekki að yfirráðasvæði SDF og baráttunni gegn ISIS með beinum hætti. Héraðinu er nú stjórnað af uppreisnarmönnum sem Tyrkir hafa stutt við bakið á. SDF stjórnar borginni Manbij og hefur Erdogan ítrekað hótað því að reka sýrlenska Kúrda þaðan og austur yfir efratána. Bandaríkin og Frakkland hafa sent hermenn til borgarinnar til að koma í veg fyrir árás Tyrkja. Bandaríkin Mið-Austurlönd NATO Sýrland Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Her Bandaríkjanna ætlar að byggja eftirlitsstöðvar á landamærum Sýrlands og Tyrklands til að draga úr spennu á milli sýrlenskra Kúrda og Tyrkja. Báðir aðilar eru bandamenn Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa staðið við bakið á Kúrdum og arabískum bandamönnum þeirra í samtökunum Syrian Democratic Forces, eða SDF, gegn vígamönnum Íslamska ríkisins og Tyrkir eru bandamenn Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í kvöld að markmiðið væri að tryggja að ekki hægi á baráttunni gegn ISIS vegna spennunnar á svæðinu. SDF tilkynnti fyrr í nóvember að hlé yrði gert á aðgerðum gegn ISIS eftir að Tyrkir gerðu stórskotaliðsárásir á stöðvar SDF í norðurhluta Sýrlands. Ráðherrann sagði einnig að Tyrkjum yrði gert ljóst hvar eftirlitsstöðvar þessar yrðu staðsettar, samkvæmt AFP fréttaveitunni.Tyrkir hafa lengi verið verulega ósáttir við að Bandaríkin hafi aðstoðað SDF og sýrlenska Kúrda en ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, lítur á Kúrda sem hryðjuverkamenn og segir þá starfa með Verkamannaflokki Kúrda sem hefur háð áratugalanga sjálfstæðisbaráttu í austurhluta Tyrklands. Tyrkir hafa gert tvær innrásir í Sýrland til að herja á sýrlenska Kúrda. Í fyrra skiptið réðust þeir inn á yfirráðasvæði ISIS-liða í norðurhluta landsins til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu að sameina tvö yfirráðasvæði sín í Sýrlandi. Stórt svæði sem þeir stjórna í norðausturhluta landsins og Afrin-hérað í norðvesturhluta Sýrlands. Seinni innrásin var svo gerð inn í Afrin-hérað sjálft, sem var eingöngu undir stjórn sýrlenskra Kúrda og kom ekki að yfirráðasvæði SDF og baráttunni gegn ISIS með beinum hætti. Héraðinu er nú stjórnað af uppreisnarmönnum sem Tyrkir hafa stutt við bakið á. SDF stjórnar borginni Manbij og hefur Erdogan ítrekað hótað því að reka sýrlenska Kúrda þaðan og austur yfir efratána. Bandaríkin og Frakkland hafa sent hermenn til borgarinnar til að koma í veg fyrir árás Tyrkja.
Bandaríkin Mið-Austurlönd NATO Sýrland Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira